Vorið - 01.09.1966, Síða 44
Kæra Vor.
Eg þakka þér fyrir al.lt skemmti-
lega efnið, sem þú flytur og vona,
að þú haldir áfram á þeirri braut,
sem þú ert byrjað á.
Nú langar mig til að senda þér
sanna frásögn, sem gerðist hér
heima.
Og hér kemur frásagan:
GÆSIRNAR
Vorið var komið. Sólin skein og
fuglarnir sungu.
Eg, systkini mín og einn frændi
minn löbbuðum út á engjar til að
gá að kindum. Þegar við vorum
komin að skurði einum, er Stekkja-
kelda heitir, tökum við eftir kind
með tveimur lömbum. Er við gáum
betur að, sjáum við að þetta er hrút-
ur og gimbur, (réttara sagt lamba-
kóngur og lambadrottning). Nú, ei'
við höfðum nægan tíma, datt okk-
ur í hug að fara að leita að grágæs'
areggjum. Eins og allir vita, er gra'
gæsin mikið í túnum og veldur ó-
hætanlegu tjóni.
Er við höfðum gengið lengi ufli
svonefnda Kaldaðarnesmýri, finU'
um við álftarhreiður með 5 eggj'
um. Við tókum eitt þeirra í eggja'
safn, «em við systkinin eigum. Nn
vorum við orðin vonlítil um að
finna nokkurt grágæsarhreiður og
snérum því heim. Þegar við vorum
um það bil hálfnuð heim, flaug
grágæs upp, rétt fyrir framan okk'
ur. Við gætturn betur að, og fund'
um þá hreiður með 5 eggjum. Vi^
tókum öll eggin og héldum áfraU1
glaðari í bragði en áður. Er við átt'
um stutt eftir heim, segir eldri bróð'
138 VORIÐ