Vorið - 01.02.1974, Síða 4

Vorið - 01.02.1974, Síða 4
Bréf til lesenda Efni Vorsins hefur einnig breyst við stækkun blaðsins. Fram- haldssagan um Grant skipstjóra og börn hans lauk í síðasta hefti 1973. Nú byrjar ný og skemmtileg framhaldssaga og er hún mun styttri en sú síðasta. Hún heitir Kolskeggur og aðal- persónur sögunnar eru ungur drengur og hesturinn hans Kol- skeggur. Jafnframt byrjar ný myndasaga eftir Mark Twain, Ævin- týri Tomma (Tom Sawyer). Báðar þessar sögur eru heims- frægar og hafa hvarvetna orðið vinsælar. Fylgist með frá upp- hafi. Ennfremur birtast í næstu 6 heftum smásögur um dýr, þær nefnast, Lítið ævintýri og fylgir mynd með hverri sögu. Þá birtum við skrýtlur í myndum af heillakallinum skemmti- lega Lúðvík. Síðast en ekki síst, viljum við minna á nýjan þátt og er ætl- unin að birtá bréf, sögur, ljóð og annað, sem Vorinu berst frá ykkur. Vonum við að þið verðið dugleg að skrifa og teikna og senda okkur. Það væri gaman, að þið sendið tillögur um nafn á þennan nýja þátt. Þangað til notumst við við nafnið Efni frá lesendum. — Þetta bréf verður ekki lengra. Góða skemmtun! 4 VoR|f)

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.