Vorið - 01.02.1974, Síða 5

Vorið - 01.02.1974, Síða 5
Músa- mamma Pessi saga er ejtir stofnanda og fyrsta ritstjóra Vorsins, .Eirík Sigurðs- son. Hún hefur verið lesin í útvarp, en aldrei áður hirst á prenti. Túnin liggja nærri því saman á Mel og Felli. Þó er lækur milli bæjanna, sem getur orðið talsvert vatnsmikill, og æðir fram kolmó- rauður í leysingum á vorin og eft- ir stórrigningar. Þá er hann ófær á götunni, en hægt að stökkva yf- ir hann milli tveggja stórra steina nokkru neðar. Þá kemur að sjálfum söguper- sónunum. Bragi átti heima á Felli og var nú orðinn sjö ára gamall. Leikfélagi hans var Fríða á Mel. Lau léku sér saman flesta daga á öðrum hvorum bænum. Fríða var nú orðin átta ára og var því einu ári eldri en Bragi. Fleiri söguper- sónur verða ekki nefndar að sinni. Þá hefst sjálf sagan. Eitt sinn var Bragi á leið inn að Mel til Lríðu á björtum sumardegi. Þeg- ar hann kom á holtið í útjaðri túnsins, sá hann eitthvert lítið ^órautt dýr neðan undir holtinu. Ln þegar dýrið varð vart við bann hvarf það skyndilega eins °g jörðin hefði gleypt það. Lragi varð hálf smeykur við VOR|Ð þessa sýn. Þó þóttist hann vita, að þetta litla dýr væri hagamús. Hann hafði oft séð myndirafmús- um. Hann hélt áfram inn að Mel til Fríðu. — Fríða, ég sá lítið dýr á leið- inni. Ég held það hafi verið mús, sagði Bragi. — Hvert fór hún? spurði Fríða. — Hún hvarf undir holtið. — Skoðaðir þú ekki holuna hennar? — Nei, það gerði ég ekki. Bragi vildi ekki viðurkenna, að hann hefði verið hálf hræddur við músina. Strákar mega ekki vera huglausir. — Þá skulum við skoða hana, sagði Fríða. Hún virtist ekkert hrædd. Og nú var Bragi ekki neitt hræddur heldur, þegar þau voru tvö saman. Svo hlupu þau út túnið yfir lækinn og út á holtið. — Hvar sástu hana? spurði Fríða. O

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.