Vorið - 01.02.1974, Page 14

Vorið - 01.02.1974, Page 14
Slæm samviska Leiksviðið er gangur í skrifstojubygg- ingu. Dyr að tveirn skrifstofum standast á. Til vinstri er skrifstofa Jóns Jónsson- ar I, sem selur gamla bíla, en til hægri er skrifstofa Jóns Jónssonar II, sem sel- ur gömul hús. Forstjórarnir sitja við vinnu sína. Áhorfendur sjá inn í báðar skrifstofurnar og ganginn á milli þeirra. (Nægilegt að skipta leiksviðinu með tveim flekum). Priðji leikandinn er Sveinn fulltrúi bæjarfógeta, sem kemur inn á ganginn og les nafnspjaldið á skrifstofuhurð Jóns Jónssonar, bílasala. S: Já — alveg rétt. Jón Jónsson heitir maðurinn. (Leitar í skjalatösku sinni og tekur fram umslag. Stendur heima, Jón Jónsson, Stórlaxagötu 10. P*að er hér. (Bankar). J I: Fíom inn. S: (Gengur inn). Góðan dag. Ég heiti Sveinn Sveinsson .... J I: (Grípur fram í). Kemur mér ekki við . . . S: Ég er frá bæjarfógetanum. J I: (Til áhorfenda. Talar við sjálfan sig). Það er sjálfsagt vegna bílsins um daginn. Auðvitað var skrjóðurinn ónýtur þegar ég seldi hann, en maður er nú ekki LEIKSVIÐ Jón II ^ Gangur ^ Jón I skyldugur til að segja frá öllu. — Slysið — nú það var bara klaufaskapur. (Við Svein). Það hlýtur að vera hann Jón hérna handan við ganginn, sem þér eigið að finna. Hann er við núna, aum- ingja maðurinn. S: Heitir hann líka Jón Jónsson, sa sem hefir þá skrifstofu. Fyrirgefið ónæð- ið. Sælir. J I: Það var ekkert. Sælir. S: (Fer og lokar hurðinni. Á gangin- um). Mikil lifandi ósköp eru annars til af þessum Jónum. (Ber að dyrum hjá Jóni II). Jón II: Kom inn. S: Sælir. Jón II: Sælir. Gjörið svo vel að ganga inn. S: (Gengur inn). Jón II: Hvað get ég gert fyrir yður, maður minn. S: Ég heiti Sveinn Sveinsson. J II: Gleður mig að kynnast yður. Ég heiti Jón Jónsson. 14 VoR'e

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.