Vorið - 01.02.1974, Qupperneq 18

Vorið - 01.02.1974, Qupperneq 18
FXUGKOÐEtÞftTTURI »H Umsjón: Þorgeir Logi Árnason Jonathan Livingslon Májur. Um síðustu jól kom út hér á landi bókin „Jonathan Livingston Máfur,“ sem var metsölubók í útlöndum stuttu áður. Eins og venja er var bókin kvik- mynduð, en í henni leika aðeins máfar. Bókin fjallar um máf, sem verður leið- ur á að hugsa ekki um annað en mat, eins og allir máfar gera, svo að hann fer sínar eigin leiðir í leit að æðra takmarki. Hann reynir að ná fullkomnun í flugi og með stanslausri þjálfun nær hann svo langt að hann er tekinn í æðra samfélag máfa, þar sem flugið og hugsunin er öllu æðra. Við gerð kvikmyndarinnar voru not- aðir tamdir máfar að miklu leyti, en þar sem ekki er hægt að láta þá leika flug- listir, svo sem fljúga á hvolfi eða taka bakfallslykkju (loop) varð að grípa til annarra ráða. Framleiðendur myndarinnar báðu því 12 framámenn í módelflugi að smíða fjarstýrða máfa og gerðu þeir það. Aðeins ein tegundin flaug nógu vel til að hægt væri að nota hana við töku myndarinnar. Sá sem smíðaði og teikn- aði máfinn sem nothæfur var, heitii' Mark Smith, ungur maður frá Kali- forníu, sem hefur nokkrum sinnum orð- ið Bandaríkjameistari í módel-svifflugi- Módelið var af sviffluggerð, öll hin mó- delin voru með mótor. Smíðaðar voru fjarstýritæki og Mark þurfti að læra alveg nýja flugtækni, af því að flugmódel fljúga ekki eins og fuglar, en þetta var erfitt verkefni, enda eyðilagði Mark nokkur módel við æfing- arnar. Á meðan smíðuðu hann og faðii' hans 15 módel af máfum í viðbót, þvi að nú átti að fara að kvikmynda. Við kvikmyndunina var flogið stans- laust allan daginn framan við klettabelti við ströndina, þar sem hafgolan skapaði mikið uppstreymi. Stundum þurfti að kvikmynda tvo máfa á flugi saman og þá flugu feðgarnir sitt hvorum fuglinum, því að faðir Mark er gamalgróinn módel- 18 VORIO

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.