Vorið - 01.02.1974, Page 20

Vorið - 01.02.1974, Page 20
GATUR LEIKIR ÞRAUTIR -----------------------------------------/■ Margt er sér til gamans gert, geði þungu að kasta. Það er ekki einskisvert að eySa tíð án lasta. GÁTUR 1. Áðan sá ég úti þann, sem á var fattur kviður, með nefi sínu kroppa kann, en kingir engu niður. 2. Bóndinft heitir bauluson, börn hans kisa og tófa, því er ekki á því von þau eigi visku nóga. 3. Ég er á gangi alla tíð, engar fanga hvíldir, er á hangi höfð hjá lýð, höggin banga mörg og tíð. 4. Ég er sköpuð augnalaus og að framan bogin, lítinn ber ég heila í haus, hann er úr mér soginn. Ráðningar á bls. 42 Frúin í Hamborg. Tveir leika. Annar spyr hinn: „Hvað gjörðirðu við peningana, sem frúin i Hamborg gaf þér, og sagði, að þú mætt- ir kaupa allt fyrir þá nema já og nei, ójá og ónei?“ Hinn svarar því, sem hon- um líst. Sá, sem byrjaði, heldur áfram að spyrja, en hagar spurningum þannig að hinn eigi erfitt með að komast hjá að svara já eða nei, ójá eða ónei. En það má hinn ekki gera með nokkru móti. Nú er engin leið að komast hjá því til lengdar að játa eða neita, og gjörir hann þá með sérstökum orðatiltækjum, t. d- „einmitt það,“ „víst er svo,“ „svo er nú það,“ „þú átt kollgátuna“ eða þá „fjarri fer því,“ fari það“ o. s. frv. Pessi samræða getur staðið mjög lengi, ef sa, sem svarar, hleypur ekki á sig. En oftast verður honum það á, þegar fram í sækir* að segja já, nei, ójá eða ónei, og missu' hann þá allt féð, sem frúin gaf honum, og leikurinn hættir. 20 VORlU

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.