Vorið - 01.02.1974, Qupperneq 21

Vorið - 01.02.1974, Qupperneq 21
/ þjóðsögum eru ýmsar frásagnir af viðskiptum villtra dýra og manna og margar þeirra all kynlegar. Ennfremur eru þar lýsingar á ýmsum furðudýrum og kenningum manna um tilkomu þeirra. Hér er ein þeirra og má vera að birt- ur verði fleiri slíkar frásagnir í næstu blöðum. REFURINN Refur, úlfur, hreinn. Fyrr á dögum, er mikill krytur var meðal frændanna, íslendinga og Dana, fóru ýmsar óvngjarnlegar sendingar milli þeirra. Danir þóttust miklu meiri þjóð, sem von var, og íslendingar alltof hort- ugir. Hugðu þeir að berja barn til ásta °g veiddu 3 villidýr og sendu íslending- um. það voru refur, úlfur og hreindýr. Sendu þeir þau í kaupfari upp til lands- ms. Hreinninn átti að eyða fjallagrösun- um, sem íslendingar lifðu svo mikið á. Refurinn sauðfénu, en úlfurinn mönnun- 11 m sjálfum. En sá góði herra þoldi eigi sjóinn og drapst úr sjóveiki, að sumir Segja, en aðrir kveða hann hafa komist a land, en verið strax drepinn. Hinum reiddi betur af og komust upp til fjalla °g urðu hér innlendir, sem kunnugt er, °g hafa orðið mjög ofsóknum að mæta. En vel fór, að gumbi varð hér eigi inn- lyksa, því nógir úlfar hafa gengið hér a milli samt. Hinna verður hér minnst, rebba fyrst og slægvisku hans. Klókindi rebba. Rebbi, sem líka er nú kallaður tófa, tsefa, tázla og lágfóta, lagðist nú á sauð- fénað landsins og hélt helst til í urðar- holmu uppi til fjalla og sótti þaðan í Vorið Úr þjóðsögum REFURINN KLÓKINDI REBBA byggðina. Lifði rebbi mikið á fuglum, einkum rjúpum. Við þær hafði hann það svo á vetrum, að hann fór undan vindi og þyrlaði upp snjókófi yfir rjúpuna, þar sem hún hjúfraði sig niðri í fönninni, stökk svo á hana í rokunni. Álftir veiddi hann mjög á þann hátt, að sagt er, að hann lagði til sunds í heiðarvötn og sperrti rófuna hátt upp og reyndi að gera sem líkast álftarhaus og hálsi og nálgaðist þær svo og stakk sér þar og kom upp undir þær og náði þeim á þann hátt. Sumir refir réðust á sauðfé, héngu í ull- inni og létu það draga. sig, uns það gafst upp. Voru þeir refir nefndir dýrbítar. En ýmsir refir lifðu mest á fuglum og smádýrum, en lögðust eigi á sauðfé, held- ur fylgdu því og vörðu það fyrir árásum annarra refa. Skæðasti óvinur rebba er maðurinn, og þar næst hundurinn, frændi rebba. Margt er ótrúlegt sagt um slægð rebba við menn. Einu sinni reri maður út í eyju eina og fann þar dauðan ref. Hann vildi nota af honum skinnið og fleygir hon- um í bát sinn og rær til lands. þegar að landi kom, fleygir hann tæfu upp úr bátnum á land, En jafnskjótt spratt hún upp spillifandi og var þegar horfin. Hafði hún þurft að fá far í land, og þótti maðurinn mátulegur til að ferja sig, þótt hún hefði verið búin að leika nokkuð á hann áður. 21

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.