Vorið - 01.02.1974, Síða 32

Vorið - 01.02.1974, Síða 32
SAGAN AF GÝPU Úr þjóðsögum Ólafs Davíðssonar. Einu sinni var karl og kerling í koti. Þau áttu dóttur, sem hét Gýpa, og þótti hún matfrek í meira lagi. Kú áttu þau, sem hét Kreppilhyrna. Einu sinni áður en Gýpa fór að smala, át hún úr askinum sínum og askinn með, karl og kerlingu, kúna Kreppilhyrnu og kotið með. Svo hélt Gýpa af stað. Þegar hún hafði gengið um stund, mætti hún tófu. Gýpa spyr hana að heiti. Hún segist heita Refur rennandi. Refur spyr Gýpu að heiti. Hún segir til nafns síns. „Hvað áztu í morgun, Gýpa mín?“ spyr Refur. „Ég át úr askinum mínum og askinn með, karl og kerlingu, kúna Kreppilhyrnu og kotið með, og eins mun ég gera við þig, Refur rennandi,“ sagði Gýpa, og svo gleypti hún refinn. Gýpa gekk nú lengi lengi, þangað til hún mætti bjarndýri. Hún spurði það að heiti. Það kvaðst heita Björn betlandi. Björn spurði Gýpu að heiti. Hún sagði sem var. „Hvað áztu í morgun, Gýpa mín?“ spyr björninn. „Ég át úr askinum mínum og askinn með, karl og kerlingu, kúna Kreppilhyrnu og kotið með, Ref rennanda og eins mun ég gera við þig, Björn betlandi,“ sagði Gýpa, og svo gleypti hún björninn. Skömmu seinna kom Gýpa að sjó og hitti þar menn á skipi. Þeir spurðu hana heiti. Hún sagði af hið sannasta. vor|Ð 32

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.