Vorið - 01.02.1974, Síða 36
KOLSKEGGUR
Hér byrjar ný framhaldssaga. Aðalsögupersónurnar eru drengurinn
Alek og hestur, sem heitir Kolskeggur. .Fylgist með frá byrjun.
Á heimleið úr sumarleyfi.
Flutningaskipið „Drake“ klauf breið-
ar öldur arabíska hafsins, og Indlands-
strönd var að hverfa í blámóðu fjarlægð-
arinnar. „Drake“ var á heimleið, og ein-
hversstaðar þarna langt í vestri var næsti
áfangastaður, Aden. Allar lestar voru
fullar af kaffi, rísgrjónum, te, ólífukjörn-
um og jútu. Svartur reykurinn valt upp
úr reykháfnum og skyggði á heiðbláan
himininn.
Alexander Ramsey, yngri, sem aldrei
var kallaður annað en Alek, þegar hann
var heima í New York, lá úti við borð-
stokkinn og horfði niður í sjóinn, sem
virtist þjóta með ofsahraða fram hjá
skipshliðinni. Rauða hárið stakk í stúf
við allan blámann og sólbrennt hörundið
— það var eins og hin heita sól hitabelt-
isins hefði kveikt í því. Svo leit hann enn
einu sinni í áttina til strandarinnar, sem
var að hverfa.
þetta höfðu verið ævintýralegir dagar
— þessir tveir mánuðir í Indlandi. Mikið
mundi hann sakna Ralphs frænda og
dvalarinnar með honum í frumskógun-
um. Hann mundi sakna öskurs pardus-
dýrsins og allra hinna seiðandi hljóða
frumskóganæturinnar. Aldrei skyld'
hann láta segja sér það, að störf trúboð-
anna væri leikur fyrir ævintýramenn og
slæpingja. Nei, trúboðsstarfið krafðist
mikils. Dögum saman varð trúboðinn að
ferðast á hestbaki um ófærur frumskóg'
arins. Alek leit með aðdáun á staelta
handleggsvöðva sína. Ralph frændi hafð1
kennt honum að sitja hest — ekkert 1
heiminum hafði hann þráð meira, en að
þjóta um grænar grundir á fráum fáki-
Nú var þetta allt liðið. Pegar hann
kæmi heim, mundi hann aldrei fá tseki-
færi til að spretta úr spori á góðum ga^ð'
ingi.
Hann opnaði hnefann, sem hélt uin
skaftið á vasahnífnum með perlumóðu1'
skaftinu, leit á gripinn með aðdáun °S
las hina gullnu áletrun: „Til Aleks á aj'
mælisdaginn í Bombay á Indlandi-
Hann minntist orða frænda síns:
er alltaf notalegt að hafa góðan hníf v'
höndina, Alek.“
Allt í einu lagði einhver höndina 3
VoRiP
36