Vorið - 01.02.1974, Síða 39
barðist enn um í básnum og virtist ekki
Þreytast.
Það voru viðburðarríkir dagar, sem nú
fóru í hönd, og allir höfðu nóg fyrir
stafni, bæði farþegar og áhöfn. Aldrei
hefði Alek trúað því, að nokkur skepna
gseti haft slíkt úthald —verið svona villt.
^lla nóttina buldi í þilfarinu undan
hófasparkinu. Það var búið að styrkja
utveggi bássins eins og hægt var. Svart-
klæddi maðurinn var ennþá dularfyllri
en áður og hann talaði ekki við nokkurn
^aann nema skipstjórann.
..Drake“ sigldi í gegnum Suezskurð-
hin 0g inn í Miðjarðarhafið.
Eitt kvöldið læddist Alek út á þilfarið,
nicðan hinir farþegarnir sátu yfir spil-
Uln. Hann hlustaði. Sá svarti var rólegur
f kvöld. Alek flýtti sér yfir að klefanum.
Eyrst gat hann hvorki séð né heyrt neitt,
en svo smávandist hann myrkrinu og þá
Sa hann, að folinn hafði stungið hausn-
11 ni út um gluggann á klefanum, og nú
Sa hann ljósrauðar nasaholurnar.
Alek nálgaðist hann varlega. Hann
stakk hendinni í vasann og leitaði að
^ykurmola, sem hann hafði stungið á sig.
^ann stóð áveðurs, svo hesturinn hafði
ekki orðið hans var enn. Nú var hann
að komast að honum. Það var eins
hesturinn horfði út á hafið — út í
jarlægðina, eyrun voru sperrt, titringur
°r um flipana og faxið blakti í vindin-
11111 • Alek gat ekki slitið augun frá hon-
Urn- Það gat ekki verið, að slíkt dýr væri
Þarna, svona rétt hjá honum.
Allt í einu kipptist hesturinn við og
0rn nú auga á drenginn — það var sem
e dur brynni úr augunum. Og nú kvað
Vln aftur þetta nístandi óp, skerandi
VOrið
vein, og barst út í nóttina, og hesturinn
hvarf inn í básinn. Alek tók sykurmol-
ann upp úr vasanum og lagði hann í
gluggakarminn. Svo fór hann aftur inn
til sín. Þegar hann þorði að læðast aftur
út að básnum sá hann, að sykurmolinn
var horfinn. Eftir þetta stalst Alek á
hverju kvöldi út á afturþilfarið, lagði
sykurmola í gluggakarminn og fór svo
aftur inn til sín. Stundum gat hann séð
folann í básnum, en annars heyrði hann
aðeins hófasparkið, þegar hann lamdi
sterkum fótunum í þilfarið.
Óveðrið.
„Drake“ kom við í Alexandríu,
Bengasi, Tripóli, Túnis og Algeirsborg,
sigldi gegnum Njörvasund og tók stefn-
una norður með Portúgalsströndum.
Nú var skipið statt undan Finisterre-
höfða á Norður-Spáni og „eftir tvo til
þrjá daga verðum við komnir til Eng-
lands,“ sagði Watson skipstjóri.
Alek var oft að hugsa um það, hvers
vegna væri verið að senda svarta folann
til Englands. Skyldi eiga að hafa hann
þar til kynbóta, eða átti hann að verða
veðhlaupahestur? Pessir ávölu bógar,
þessi mikla, breiða bringa, sterklegir
fætur og hnén, sem hvorki sátu of hátt
né of lágt, allt bar þetta vitni um þrek
og hraða, það hafði frændi hans kennt
honum.
Petta kvöld fór Alek aftur á þilfarið,
þangað sem básinn var, með vasana
fulla af sykurmolum eins og vanalega.
Kvöldið var kyrrt og heitt í veðri. Loftið
var þungbúið og það sást ekki til stjarn-
anna. Langt í fjarska mátti sjá eldingar
leiftra. Svartur hafði stungið hausnum út
39