Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 2
178 BJARMI margskonar skemtanir veita dægrastytt- ing en enga varanlega gleði. Mörg eru þungu sporin og djúpu sárin í skammdeg- ismyrkri mannlegs lífs, sem engin ytri við- höfn bætir úr. »Ö, að jeg væri aftur barn um jólin!« Ef þú, sem þetta lest, hugsar svo, þá eiga jólin meir en lítið erindi til þín. Þú getur orðið aftur barn, ef þér er full alvara. Lít á sjálfan þig, óhreinan og gleðisnauð- an, sem dvelur hjer á jörðu fáein augna- blik eilífðarinnar, en hverfur svo — »eitt- hvað út í ósýnilegan geim«. Lít á Drottinn upphæða, hinn eilífa og heilaga, sem ljet sjer svo ant um mannkynið, að hann sendi son sinn eingetinn því til hjálpræðis. Lít á barn og konung jólanna, dásamleg- asta og óskiljanlegasta undur mannkyns- sögunnar, er fæddist í fátækt, vann fyrir móður sinni og systkinum til þrítugs ald- urs, starfaði óviðjafnanlega að eilífðarmál- um í 3 ár og dó á kvalakrossi, en lagði þó grundvöllinn að þeim átrúnaðarfjelögum, sem altaf eru að eflast, og á í dag, engu síður en fyrri, þúsiundir þúsunda læri- sveina, er fremur kjósa allskonar pynd- ingar og píslarvætti en að afneita honum. Hugsaðu um þetta í alvöru og þú munt sjá að þjer veitir ekki af að tala við hann. Jeg veit ekki hvað þjer finst brýnust nauðsyn um að tala þá, en sje þjer alvara, mun bráðlega brjótast fram bænarand- varpið: »Gefðu mjer, Drottinn, aftur trúnaðar- traust og gleði barnsins«. Og það er hið síendurtekna dásamdarverk Jesú Krists, að sú bæn veitist hverjum iðrandi manm enn í dag. Þúsundir þúsiunda hafa reynt það í 19. aldir, þúsundir þúsunda vegsama Drottinn í kvöld fyrir þá gjöf. — Þú ert velkominn í þann hóp, — velkominn til að syngja jólasöngva. Annar jóladagur. Eftir sr. Vahlemar Briem. Matt. 10, 31.—39. Hátíð var lielg í gœr, hátíð í dag. Orð Ouðs nú er þó með annars kyns brag. Fyr söng um frið á jörð fagra með þakkargjörð helg engla hjörð. Hvi er þá hjer í dag hart boðað stríð? Hví er þá friði firt friðarins tíð? Undarlegt oss það list; oft.lega hjólið snýst, sem varir síst. Samur þó sem í gœr sonur Guðs er. Friðarins hetja’ er hann hvar sem hann fer. Og þó að stundum stríð standi’ af hans komu lýð, hverfur sú hríð. Hvi er þá strið svo hart heiminum í? Lýður svo lausnarans lœrt geti’ af því. Striðið þó oft sje œst eflir það sigur næst; friður þá fœst. Fyrir hans fœðing gefst friður á jörð. Hirðirinn allra’ er einn, ein verður hjörð. Heims eftir stwndarstrið stöðug mun friðartið Ijóma Guðs lýð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.