Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 13
BJARMI
189
Undanfarið hafa t. d. verið trúarvakning--
ar góðar í Norður-Kína, þar sem danskir
kristniboðar starfa, og- svo er víðar.
Sænska blaðið »Trosvittnet« flutti ný-
verið t. d. eftirfarandi frjettabrjef frá
Kína:
»Það er trúarvakning um bessar mund-
ir í Nanehang og Kiukiang (nálægt Jangte
fljóti fyrir suðaustan Hankow). Aðalmað-
úr hennar er Kínverjinn dr. S. <3. Siung,
hann er doktor í heimspeki, en boðar Guðs
orð eingöngu, og það, sem hann hefir sjálf-
ur reynt í samfjelagi sínu við Drottinn.
Stúdentar hlýða á hann hundruðum sam-
an daglega. Eftirspurn er mkiil eftir biblí-
um og nýjatestamentum. Bænrækni eflist,
andstæðingar kristindóms taka sinna-
sinnaskifti; á annað hundrað sjálfboðalið-
ar styðja starfið og fara um borgirnar til
að tala við heiðna landa sína um Krist.
Aðkomnir prjedikarar segjast hafa hlotið
endurlífgun trúar sinnar.
Þroskasaga dr. Sungs er sjerkennileg.
Hún hófst árið 1909. Þá var trúarvakning
í Hingwa, þar sem faðir Sungs átti heima.
Sagan segir, að kristniboði hafi fengið 2
konur í Ameríku til að biðja um vakningu
í þeim baí. — Þær báðu lengi daglega;
loks skrifuðu þær kristniboðanum og
sögðu: »Drottinn hefir bænheyrt okkur,
vakningin kemur innan hálfsmánaðar«, og
hún var byrjuð, þegar brjefið kom aust-
ur. Þúsundir manna hlutu andlega bless-
un við þá vakningu. Faðir dr. Sungs var
kristinn prjedikari og tók þátt í þessari
trúarvakningu. Tók hann þá þann sið upp
að fara daglega upp í fjallshlíð með son
sinn til að biðjá fyrir safnaðarstarfinu.
Þessi siður mótaði sálarlíf drengsins.
»Mjer varð tamt að biðja og fjekk marga
bænheyrslu. Samt bað jeg árum saman
aðallega um stundleg gæði«, segir hann.
Bænirnar greiddu honum m. a. veg til
náms í Ameríku, við mentaskóla í Ohio.
Námið var bæði ljett og erfitt, erfiðleik-
arnir komu frá fjeleysi; varði hann hverri
tómstund til vinniu, svo að hann hefði föt
og fæði, en námsgáfurnar voru svo góðar,
að hann varð brátt efstur við hvert próf.
»Jeg bað Guð í hvert skifti, sem fje eða
vinna brást mjer, en þegar alt gekk vel
vanrækti jeg oft bænina«, segir hann.
Eftir stúdentsprófið lagði hann stund á
heimspeki og varð bæði magister og
doktor í þeim fræðum. - - Var honum þá
boðin háskólakennarastaða í Peking í Kína
með ágætum launum, en hann segir, að
sjer hafi fundist að hann ætti ekki að taka
því boði. »Bænir föður míns urðu mjer um
þær mundir svo minnisstæðar, að jeg
ákvað að boða fagnaðarerindið«, segir
hann. — Gekk hann þá á góðkunnan
prestaskóla og hlaut þar brátt aðdáun fyr-
ir gáfur. En eftir misserisnám varð hon-
um ljóst að hann átti ekki sjálfur lifandi
trú. Lokaði hann sig þá inni um hálfan
mánuð og las ekkert nema biblíuna, en
baðst fyrir meira en nokkru sinni fyrri.
Allur efi hvarf og Drottins náð gagntók
hann, en kennarar hans og skólabræður
voru hræddir um að hann mundi ganga
f.ram af sjer og missa vitið. Þeir skoruðu á
hann að taka sjer hvíld frá námi og knúðu
hann hálfnauðugan til að fara í sjúkra-
hæli. Þar var hann 193 daga og las enga
aðra bók allan tímann en bibliuna.
Hann las biblíuna alla hvað eftir annað
og les enn daglega, og kann heila kafla ut-
anað. Hefi jeg varla heyrt nokkurn mann
vera henni jafnkunnugan eða flytja greini-
legar boðskap hennar. Þaðan er styrkur-
inn í vakningaræðum hans«.
Að tilhlutun Samb. ísl. kristniboðsfjelaganna
fór Steingrímur Benediktsson frá Vestmannaeyj-
um í sex vikna ferð um Snæfellsnes og Borgar-
fjörð. Hann er ekki kominn aftur, þegar þetta
er skrifað, en góðar frjettir hafa borist af starfi
hans.