Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 3
BJARMI 179 Jólagestur. smásaga eftir sr. Þórð Tómassov.. I. Það. er komið rökkiir á aðfajigádag jóla. Engi og- akrar eru hulin hvítum jólasnjó. Og- enn snjóar jafnt og þjett. Maður nokkur er á ferð. Hann gengur vegirm, sem liggur úr kaupstaðnum upp 1 sveitina. Hann er grannvaxinn og ung- legur, klæddur slitnum, skjóllitlum fötum, Prátt fyrir vetrarkuldann. Svipur hans ber vott um þunglyndi og vonleysi og það lítur ekki út fyrir að er- 'ndi hans sje annað en að vera einsamall og einmana í snjónum og myrkrinu, og síðan, ef til vill, að leita sjer næturskjóls 1 útihúsi á einhverjum bóndabænum. Vinasnauður maður og frændafár, munaö- nrlaus heimilisleysingi, sem flýr mennina og' forðast bústaði þeirra. Alstaðar var nú verið að taka á móti jólunum. Jafnvel á heimilislausra hælinu inni í bænum. Þangað lögðu nú leiðir sín- ar fjöldi manna, sem að jafnaði höfðust við á götum úti, af því að þeir áttu hvergi heima. Og þess vegna hafði hann flúið hurt. Hann gat ekki hugsað tiil að halda Jólin sín þar, ekki af því að hann þættist betri en þeir, þeir höfðu verið fjelagar hans svo mánuðum skifti, og margir j)eirra voru reglusamir menn. En jólanóttin —! Minningarnar urðu of lifandi, söknuður- '■nn of sár. Jólin heima í litla bænum hennar mömmu. Nú er það alt liðið. Mamma liggur við hliðina á pabbá í stóra hirkjugarðinum inni í höfuðstaðnum. Hann átti engin systkini, enga ættingja, sem hann þekti, eða hirtli um. Alveg umkomu- laus í heiminum. Aldrei hefir honum ver- >ð það jafn þung'bært og nú. Þess vegna leitar hann burt frá mönnunum og' há- fíðarhaldi þeirra, út í snævi þakta, strjál- hygða sveit. Það er hugarhægð í ])ví — og svalandi að ganga í snjónum, þrátt fyrir gegndrepa föt og votar fætur. Nú er farið að kveikja á bóndabæjun- um og í húsum meðfram veginum. Ljósin f.vrir innan rúðurnar þýða heimili og vini, sem halda hópinn. Kirkjuklukkum er hring't. Það þýðir hátíð. En hann hraðar göngu sinni því meir. Burt, íengra, alla, leið Iíangað, sem engin hús sjást, ekkert sjest annað en hvítklædd jörðin, þögnin og' myrkrið, sem bráðlega vefur alt og hyl- ur með dimmum næturhjúp. Smámsaman færist kyrð inn í auga hans. Þreyttur er hann og magnþrota. Líkami hans dofnar og hann fer að finna minna til þreytunnar og sársaukans. Hann hægir á göngunni, líkt og hann sje farinn að ganga í svefni. ILann er staddur á takmörkum vöku og svefns, þar sem draumarnir fæðast. Snjór- inn heldur áfram að falla til jarðar. Dún- ljettur, mjallhvítur leggur hann þykka á- breiðu undir fætur unga mannsins, sem gengur áfram, hægt, hljóðlaust, ósjálfrátt. Það er orðið svo notalegt í snjódrífunni. Minningarnar eru vaknaðar og orðnar að lifandi verum. Þær flytja hann á fornar slóðir, heim í litla bæinn til hennar mömmu. Þar er aðfangadagskvöld jóla, alveg eins og þegar hann var heima, og mamma rjetti honum jólagjafirnar brosandi, og' horfði svo á hann með ástúðar svip í augunum, og' l)eið þess að hann skoðaði í litla bögg- ulinn. Minningarnar eru hlýjar — svo undur notalegar og hlýjar - draumurinn n fagur og ljúfur — úti í snjónum og vetr- arauðninni. II. Alt í einu vérður hann þess var, að ein- hver gengur við hliðina á honum. Það er orð'ið svo dimmt að hann greinir ekki andlitsdrættina, en röddin er skær og' ung- leg: »Gott kvöld, fjelag'i, og gleðileg jól!< Ilann svarar engu. Nú langar hann ekk- ert til að skrafa.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.