Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 16
192 BJARMI Símeon tok oarniö 1 lang sjer, lofaöi Guð og sagði: »Nú lætur þú, herra, þjón- inn fara, eftir orði þínu, í friði, þar eð augu mín hafa sjeð hjálpræði þitt, sem þú hefir í'ynrbúiö fyrir augliti allra lyöa, Ijós til opinberunar heiðingjum og vegsemcl lýðs þíns ísrael. (Lúk. 2, 28.- -32.) Frá Eskifirðl. Bjarma eru kærkomnar upplýs- ingar um alt sjálfboðastarf að kristindtímsmál- um, og þykir þvi vænt um að geta birt eftirfar- andi brjefkafla frá prófasti Sunnmýlinga, sra Stefáni Björnssyni á Eskifirði, öðrum til hvatn- ingar og eftirbreytni. Hann skrifar 16. f. m.: »Sunnudagaskólinn okkar er aðeins visir enn- þá, eins og þjer er kunnugt. Hann hófst í nóv- embermánuði ý fyrra vetur. Fór kensla fram ann- anhvorn sunnudag og eftir það til sumarmála. í haust byrjuðum við á ný með veturnóttum. Enn sem komið er hafa aðeins börn, frá 5—15 ára, sótt skólann. Fyrir utan mig kennir einn karl- maður, sóknarnefndarformaðurinn, Páll Bóasson. Hinir kennararnir eru konur; konan min hefir altaf kent síðan skólinn byrjaði, og sömuleiðis Einarína Guðmundsdóttir, ein af kennurum við barnaskólann hjer á Eskifirði. Hefir hún aðstoð- að prýðilega við sönginn. Fyrirkomulag skólans höfum við sem óbrotnast. Við byrjum kl. 3 síðdegis með söng, síðan skipa börnin sjer í flokka í kirkjunni og á kirkjulofti. Þá athuguð aðsóknin, lesin trúarjátningin sam- eiginlega, síðan kent: bibliusögur, sálmar, kver, sagðar fallegar sögur. Sungið eftir og lesið »fað- irvor«. Aðsókn hefir jafnaðarlegast verið góð; frá 70—100 börn hafa sótt skólann síðan hann byrj- aði. Almenna ánægju er að heyra frá aðstandend- um barnanna út af skólanum. Jeg hefi og fyrir satt, ,að börnunum sjálfur þyki vænt um skólann. Sjerstaklega hlakka þau mikið til söngsins; þar geta þau flest verið þátttakendur í einu. Eru mörg þeirra söngelsk og sönghneigð og hafa hlot- ió góða kenslu í sálmasöng við barnaskólann. Má það að maklegleikum þakka skólastjóra þess skóla, Arnfinni Jónssyni, sem lagt hefir mikla rækt við söngkenslu barnanna. Börnin eru sjerlega prúð í skólanum, og mörg þeirra sitja messu, sem hefst ávalt kl. 4, að skólatíma lokn- um. Stefán Björnsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.