Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 42

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 42
218 BJARMI versta andstæðíng sinn. — Einnig á starf- semin við töluverða örðugleika að etja í kaþólskum löndurn, því að rómverska kirkjan er andstæð þessari aðferð, að leik- menn fái jafnan aðgang og prestarnir að veita börnunum kristilega uppfræðslu. — Sjerstaklega kvörtuðu frönsku og (ung- versku fulltrúarnir yfir andúð rómversku kirkjunnar. Kl. 12 á hádegi var gefið matarhlje og bauð forsetí fundarins öllum þeim er við- staddir voru til snæðings á gistihúsi þar 1 grendinni. Að honum loknum var aftur gengið til skýrslugerðar og var því ekki lokið fyr en kl. 5 síðd. Kl. 7 síðd. fór svo fram hin raunveru- lega þingsetning í aðalsal hljómlistaskól- ans. Vor.u þar saman komnir allir fulltrú- arnir og auk þess margir boðsgestir og full- trúar hins opinbera. Par að auki voru mörg hundruð áheyrendur niðri í salnum, því að kvöldsamkomurnar voi-u allar opin- berar. Hófst samkoman með söng og bæn. Síð- an mælti dr. KeUy nokkur orð og lýsti þingið sett. Að því loknu talaði kenslu- málaráðherra Ungverja, Klebelsberg greifi, og bauð hina erlendu gesti vel- komna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þá mælti borgarstjóri, Fr. Ripka nokkur orð og flutti þinginu kveðj.u og árnaðaróskii borgarstjórnarinnar. Auk þess fluttu kveðjur og árnaðarósklr biskuparnir dr. L. Ravasz (reform.), Bela Kapi (lútersk- ,ur), prestanir A. Csopjak (baptisti), J. Jakob (metodisti) og loks form. sunnu- dagaskólasambandsins ungverska, sr. Ste- plian Bilkei Pap prófessor. Þakkaði dr. Kelly þann heiður og þá samúð, sem bæði hið opinbera og hinar ýmsu kirkj.udeildir höfðu sýnt þessu þingi. — Að því loknu var sunginn sálmur og beðln bæn og sam- komunni síðan slitið. Miðvikudaginn 12. ág'. var guðsþjónusta kl. 9 árd. Þar talaði sr. A. Sza.bo um text- ann: »Jesús Kristur vegurinn«. Benti hann á, að Jesús er fyrst og fremst veg- urinn út úr syndinni, en það er ekki nema upphaf þess vegar, sem oss er ætlaður, því að Jesús er einnig vegurinn mn í samfje- lagið við Giuð, inn í Guðs ríki. Klukkan 10 var svo fundur. Þar talaði prófessor Jóhannes Victor í Budapest um: »Skipun kennarans. Farið, kennið«. Var það erindi mjög athyglisvert, og væri óskandi, að »Bjarmi« hefð/i rúm til að birta það í íslenskri þýðingu. En þar sem það er ekki, þá verð jeg að láta mjer nægja að tilfæra hjer nokk(ur orð, sumpart þó því miður slitin út úr samhengi. Taldi hann þessa skipun Jesú: »Farið, kennið« vera ein mjikilvægustu ummæli Jesú fyrir kristnina, sem til eru. »Því að hvað er hin 2000 ára saga kristninnar ann- að en þetta, að lærisveinarni'r fóru út um allan heim? Þeir áttu að flytja mönnunum boðskapinn, sem átti að vekja í þeim löng- un til að halda alt, sem hann hafði boðið. »Ileimurinn í hlýðni við Jesú Krist það er takmark kristindómsins«. — Aðferðin, sem lærisveinarnir áttu að nota til þess að ná þessu takmarki, var að skíra og kenna. Jesús vill því ekki ná ytri tökum á mann- inum með neinum ytri skylduboðum, held- ur vill hann umskapa þá innan frá, með því að gefa þeim nýtt hugarfar. En þá kemur sá mikilvæga spurning, hverj.um hefir Jesús falið að kenna mönnunum, að flytja mönnunum boðskapinn. Þegar svara á þeirri sp,urningu skiftast menn í tvo gagnstæða flokka. Annarsvegar eru þeir, sem álíta að þessi skipun hafi éinungis átt við þann litla lærisveinahóp, sem Jesús hafði ár eftir ár kent og undirbúið til þess svo að geta sent þá út með boðskapinn. Samkvæmt áliti þessara manna, eru það sjerrjettindi áð mega kenna. Þegar svo lærtisveinarnir yfirgáfu þennan heim, þá var það sjerstakur, fámenn,ur flokkur manna, sem var arftakar hinna ellefu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.