Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 41

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 41
BJARMI 217 nánar, og verður því hjer staðar numið. Alþjóðasambandið gengst fyrir því á nokkurra ára fresti, að haldið sje alþjóða- þing fyrir sunnudagaskólaleiðtog'a og kenn- ara. Næsta alþjóðaþing verður haldið næsta sumar í Rio de Janeiro í Brasilíu. Síðasta alþjóðaþing var haldið í Glasgow 1924. Þykja þessi alþjóðaþing mikill við- burður, ekki einungis innan sunnudaga- skólastarfseminnar, heldur einnig fyrir utan hana, og borgir þær, þar sem þing- in eru háð, telja sjer það mikinn heiður, og sýna það ávalt á einn eða annan hátt. »En það er langt til Indía«, segir í leik- ritinu, og eins má segja um Brasilíu. Kostnaðurinn við að komast þangað er svo mikill, að þess er varla að vænta, að þang'- að fari margir fulltrúar frá Evrópu. Með- fram vegna þess mun einnig þingið í sum- ar í Budapest hafa verið haldið -— sem nokkurskonar undirbúningsþing undir al- þjóðaþingið og um leið til uppbótar fyrir þá, sem ekki komast til Brasilíu. Þingið í Budapest var »fyrsta Evrópuþing sunnu- dagaskólastarfseminnar (»First European Sunday School Convention«), og' var það því ætlunin að það sæktu ekki aðrir en fulltrúar starfseminnar í Evrópu. En þó komu fulltrúar einnig annars staðar frá, t. d. bæði frá Palestínu og' Algier. Alls sóttu þingið fulltr. frá 25 þjóðum, á fjórða hundrað manns. Yoru fundirnir haldnir í sönglistahásólanum í Budapest, sem er all- skrautleg bygging, sem stendur við torg það, sem kent er við tónsnillinginn Liszt (Liszt Ferenc-ter). Áður en jeg fer að segja frá sjálfu þinginu, vil jeg geta þess, að sá sem undir- bjó það, var kristinn Gyðingur, Joh. Victor og gerði hann það vel eftir ástæðum. Er hann eldri maður, prýðilega mentaður. Þanng var hann t. d. túlkur þingsins, og þýddi af og á ensku, þýsku, ungversku og frönsku. Tvær dætur hans og sonur, sem er kennari við protestantiskan prestaskóla í Budapest, aðstoðaði einnig við undirbún- ing og framkvæmd þingsins. Hjelt fjöl- skyldan því dyggilega uppi heiðri kristinna Gyðinga í Ungverjalandi. Að morgni hins 11. ág. hófst fyrsti f.und- ur þingsins. Voru þar saman komnir aðal- fulltrúar þeirra 25 þjóða, sem þátt tóku í þinginu. Hófst fundurinn með þvi að framkv.stj. bretsku deildarinnar, dr. James Kelly, ávarpaði fulltrúana nokkrum orð- um og' bauð þá velkomna. Síðan var sung- inn sálmur og að því loknu var sambæna- stund fyrir þingínu. - Þá mintist dr. Kelly á það, að forseti Alþjóðasambands- ins, Sir II. Mackintosh, hefði veikst um það leyti, er hann ætlaði að léggja af stað og' gæti því ekki verið viðstaddur. Enn- fremur mintist hann hins nýlátna erkibisk- ups Svía og fór vinsamlegum orðum um æfistarf þess merka manns. Hafði erki- bisk,upinn ætlað sjer að vera viðstaddur á þessu þingi, og var þar því óneitanlega skarð fyrir skildi. — Stóðu menn svo upp til að heíðra minningu hins látna erki- biskups. Þá hófust skýrjslugérðir. Skýrðu fulltrú- arnir frá starfinu hver í sínu landi. Voru þær skýrslur mjög athyglisverðar. Víðast hvar er ,um talsverða framför að ræða, enda þótt sumstaðar sje það svo, að erfið- leikarnir fari sívaxandi með ári hverju, og baráttan því ávalt að harðna. Stendur sú. barátta hæst í Þýskalandi og Eystra- saltslöndunum, þar sem ýmis konar guð- leysíisstefnur vaða uppi og beita öllum brögðum til að ná tökum á æskunni. Eru það sjerstaklega kommúnistai', sem eru fjandsamlegir sunnudagaskólastarfsem- inni og g'jöra sitt ítrasta til að vinna gegn henni. Hafa þeir tekið upp ýmsar starfs- aðferðir kristinna manna í trúleysisút- breiðslu slinni, og sýnir það best, hvað þeir í rauninni hafa mikið álit á kirkjunni og starfi hennar, enda þótt þeir gjöri sitt ítr- asta til að vinna á móti henni og telji hana

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.