Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 43

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 43
BJARMI 219 Kvöldbæn. lærisveina og fengu þar með sjerrjettindi til að kenna. — Og þannig- er kirkjunni skift í tvo flokka. Annars vegar allur fjöld- inn, sem á að láta kenna sjer, og hinsvegar iamennur flokkur, sem á að kenna fjöld- an.um. Vjer vitum hve háskaleg áhrif þessi skoðun hefir haft á sögu kristninnar. Hún varð til þess að það myndaðist presta- stjett með sjerstökum forrjettindum, sem áleit að sjer hefði verið gefið sjerstakt yald til þess áð ráða og ríkja yfir lýð Guðs, já, meira að segja að sjer hefði verið gefið að vera meðalgangari milli Guðs og manna. Gegn þessu risu á öllum tímum heilög and- mæli kristinnar sálar, sem gefur Jesú Kristi einum þann heiður. Peir sr. Þorsteinn Briem á Akranesi og sr. Björn Stefánsson á Auðkúlu hafa nýlega verið skipaðir prófastar. Hvaðanæva. Líknarstarfið og kirkjan var eitt umrœðuefni á sóknarnefndafundinum, og nú hafa aðalsöfn- uðirnir í Rvík hafist handa i þá átt. Voru tveir safnaðarfundir i lok nóvemb. til að rœða þau mál. Á fyrri fundinum, sem dómkirkjusöfnuður stóð einn að, var samþykt meðal annars að fela prestum og sóknarnefnd að gangast fyrir fyrir lestrahaldi fyrir atvinnulausa og veittar 500 kr. til góðgerða á eftir þeim. Síðari fundurinn var sameiginlegur fyrir dóm- kirkju og fríkirkju og annar fjölmennasti safn- aðarfundur, sem haldinn hefir verið í Rvík. Var þar samþykt að kjósa 14 manna nefnd til að gang- ast fyrir 'matgjöfum og ódýrri matsölu í Rvík í vetur og sömuleiðis voru samþykt tilmæli til safnaðarmanna, bæjarstjórnar og rikisstjórnar að verða samtaka uni að flýta fyrir atvinnubóta- vinnu. Engum fjelagsskap ætti að standa nær en kristnum söfnuði að hafa forgöngu í líknarstarfi og taka málstað allra smælingja, enda er slíkt alment nú víða um kristin lönd og hefir marg- háttaða blessun I för með sjer. Vafalaust verður of mikil fátækt víðar en í Rvlk i vetur, og væri vel við eigandi að for- göngumenn safnaðanna boðuðu til funda og fram- kvæmda til líknar og endurbóta eftir því sem best hentar á hverjum stað. Dunsk-lsl. Kirkesug, nr. 3, er alveg helgað minningu sr. Þórðar heitins Tómassonar. Prir biskupar eiga þar greinar eða ræður, Ostenfeld og Fonnesbeck-Wulíf, báðir danskir, og dr. Jón Helgason, blskup fslands, ennfr. skrifa í blaðið sr. Bj. Jónsson dómkirkjuprestur, ritstjóri Bjarma og ýmsir danskir vinir sra Pórðar. Blaðið ílytur og tilmæli um fjársöfnun til að reisa vandaðan legstein á leiði sr. Þórðar. — Dr. Jón Helgason biskup er fulltrúi þeirrar fjúrsöfn- unarnefndar hjerlendis. Bjarma er skrifað af kunnugum, að »það sje undir Islendingum komið hvort blaðið og fje- lagsskapurinn heldur áfram eða ekki«. Njóli fje- lagsskapurinn velvildar og trausts frá fslandi heldur hann áfram, annars ekki«. — f fram- kvæmdarnefnd eru nú: Ingibjörg ólafsson, pró- fessor Oskar Andersen og sr. Haukur Gíslason, og sjer Bjarmi ekki ástæðu til annars en að þau njóti hins besta: trausts hjeðan.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.