Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1931, Page 37

Bjarmi - 01.12.1931, Page 37
BJARMI 213 34. útg„ eftir Ricard, 3 kr., vinsælasta æsgubók Dana. Da tœndte sig Lyset, 12 g'óðar jólasögur eftir sr. Þórð Tómas- son, 96 bls., 2,50. Frá De Unges Forlag í Árósum: I Smeltediglen, æfisaga Amelíu Sieve- kings, er starfaði að líknarmálum í Ham- borg og víðar, um miðja síðustu öld, með framúrskarandi dugnaði og fórnfýsi, og varð að ýmsu leyti fyrirmynd þeirra kvenna, er best hafa síðan starfað að þeim málum á Norðurlöndum, 3 kr. Rövere og Soldater, eftir Keng Pulu. Dansku r verkfræðingur, er verið hefir mörg ár eftirlitsmaður við saltnámur víðs- vegar í Kína og Kínverjar kalla Keng Pulu, skrifar þessa bók. Munu margir les- endur hennar sammála Gunnar Engberg, er segir í formála hennar, að hún hafi frætt sig meira um Kína en nokk'ur önn- bók. 160 bls., 3,50 kr. Gyldenröde Blomster, skáldsaga frá Ind- landi, eftir I. B. Rose. 3,50. Jeg saa han sóm Barn, 64 stuttar ræð- ur fyrir unglinga, eftir Skak Barfod, 136 bls., 2,00 kr. Frá »Fosterlandsstiftelsen« eða heima- trúboðinu sænska eru nýkomin: Julkárven (32. ár) og Julottan (36. ár), bæði lit- prentuð með sögum og mynd,um, aðallega ætluð börnum, kosta 40 aura og 55 aura sænska. Julgávan (25. ár) er mikið stærri (verð 1,25) og efnismeiri. Er þar meðal annars allítarleg frásögn með myndum frá hátíðahöldunum miklu í Stokkhólmi liðið vor, þegar fjelagið var 75 ára. Hátíðin stóð 5 daga (17.—21. júní). Og voru þá fluttar ræður og erindi alla þá daga og aðsókn geysimikil. »Fósturlands- stofnunin« er lang'stærsta heimatrúboðs- fjelag Norðurlanda, en rekur jafnframt kristniboð í Asíu og Afríku og sjómanna- heimili í mörgum erlendum höfnum. Urðu því umræðuefnin margbreytt á hátíðinni og ræðumenn margir. I þeim hóp var Stadener biskup, kirkju og kenslumálaráð- herra Svía, Bernadotte konungssonur, sra Germazion Ghebre frá Austur-Afríkp, Em- anuel Raman frá Indlandi o fl. Annars er eftirtektarvert, að þessi fjelagsskapur hef- ir jafnan átt örugga leiðtoga meðal greifa, baróna, herforingja og dómara. Formenn- irnir hafa verið 10 þessi 75 ár og ekki nema tveir þeirra prestar. Er Beskow hirðprestur, formaður 1892—1899, þeirra kunnastur. Tveir hershöfðingjar hafa ver- ið formenn á þessari öld, Axel Rappe frí- herra (1906- 1918) og B. Malm (1918— 1922). Eskil Levander yfirkennari er for- maður nú. Á stofnfundinum, 1856, mættu 26 menn. Þrír voru guðfræðingar, en hinir flestir vor.u úr aðalsmanna og lögfræðinga hóp. Miklar trúarvakningar höfðu farið um Svíþjóð þá undanfarið, og því fjekk fje- lagið 76 fulltrúa út um alt land (»provins- ombud«) þegar á 1. ári. Var 21 prestur í þeim hóp. Árstekjur urðu þó einar 7712 kr. fyrsta árið, en á einum hátíðafundin- um liðið vor voru gefnar 59 þús. kr. í »af- mælissjóð« fjelagsins, og þegar taldar voru um kvöldið allar aðkomnar gjafir til hans, var sá sjóður orðinn rúmar 117 þús. kr. Til »Fósturlandsstofnunarinnar« teljast nú 371 kristniboðsdeild, 31 hjeraðsdeild, 680 æskulýðsfjelög og 954 sunnudagaskól- ar með 70 þús. þörnum. Kristniboðar þess eru 88 (og' 27 á eftirlaunum), sjómanna- prestar 3, og 4 aðstoðarmenn óvígðir, og leikprjedikarar heima fyrir yfir 200, sem umboð hafa frá fjelagsstjórninni, auk fjölda annara sjálfboðaliða. Alt þetta margbreytta starf er fyrst og fremst unnið af leikmönnum, en þó hafa margir ágætir prestar verið framarlega í hópnum og starfið er kirkjulegt í orðsins bestu merkingu. Væri meira en lítið æski- legt að vjer Islendingar kyntumst því bet- ur en verið hefir.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.