Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 4
180
B JAiRMI
»Eigum við að verða samferða?« spyr
hinn. »Hvert ertu að fara?«
Hann steinþegir enn.
»Kannske þu eigir engan samastað?*
Það var eitthvað í hijóm raddarinnar,
sem kom honum til að svara í lágum róm:
»Nei«.
»Komdu þá heim með mjer. Það er
skammt hjeðan«.
»Nei, þakka þjer fyrir«.
»Þaö verður tekið vel á móti þjer. For-
eldrum mínum þykir vænt um, ef þú
kemur«.
»Þau þekkja mig ekkert«.
»Það gjörir ekkert til«.
»Nei, jeg vil það ekki. Láttu mig vera!«
Þá er lögð hönd á axlir honum:
»Þú mátt ekki láta svona. Mig langar
svo fjarska mikið að þú komir heim með
mjer. Átt þú ekki foreldra sjálfur?«
»Nei«.
»Eru þau dáin — bæði?«
»Já«.
»Þá skaltu einmitt koma með mjer. Þn
saknar þín enginn. Alla langar heim um
jólin. Þá má enginn vera einmana úti«.
Þeir gengu þegjandi um hríð.
»Segðu mjer annars eitthvað um for-
eldra þína. Þótti þjer ekki ósköp vænt
um þau?«
»Pabbi dó þegar jeg var lítill«.
»En mamma þín?«
»Hvort mjer þótti vænt um hana móð-
ur mína —!«
»Já, auðvitað hefir þjer þótt vænt um
hana. Og henni um þig. Segðu mjer eitt-
hvað um hana og jólin ykkar.
IJann svaraði engu. En gráturinn sat um
hann.
»Það hlýtur að vera sárt að missa hana
móður sína. En það hlýtur einnig að vera
afar sárt fyrir foreldra að missa börnin
sín. Ef það værir nú þú sjálfur, sem værir
dáinn, og hún mamma þín saknaði þín um
jólin. Sárara væri það þó. Nú er hún heima
hjá Guði — og heldur þar jól«.
Ungi maðurinn leit þegjandi til sam-
ferðamannsins.
»Af hverju þegirðu? Trúirðu ekki á
Guð?«
»Jeg hefi lítið orðið var við Guð«. Það
var beiskja í rómnum.
»Þetta máttu ekki segja! Trúði móðir
þín ekki á Guð?«
»Jú«, svaraði hann ofur hægt.
»Þarna sjerðu það«.
»Hversvegna tók hann þá mömmu frá
mjer? Maður verður ekki mikið var við
Guð, þegar aðseturstaðurinn er á heimilis-
lausra hælum og svo úti á þjóðveg'inum«.
»Guð er einnig hjá þeim, ef þeir vilja
sjálfir hafa hann með sjer. Honum þykir
engu síður vænt um þá menn«.
»Hvað veist þú um það?«
»Jeg veit það, og það er einmitt það,
sem jólin sýna okkur«.
»Þú prjedikar dável, þykir mjer!«
»Jeg segi einungis sannleikann«.
Þeir voru komnir í hliðargötu. Ökunni
maðurinn tók um herðar unga mannsins
og leiddi hann með sjer. Hann fylgdi hon-
um eftir eins og í leiðslu; hann var ör-
þreyttur og vissi tæplega, hvar hann var
staddur.
Spölkorn frá veginum var lítið, afskekt
hús. Það logaði ljós í tveim gluggum, öðr-
um megin við inngöngudyrnar. ökunni
maðurinn leit inn um gluggana. Ljósið fjell
í andlit hans, — það var sviphreint, ung'-
legt andlit; yfir því hvíldi sálrænn, bjartur
blær, sem heilög alvara var fólgin í. Aug-
un fyltust af tárum. Svo fór hann að inn-
göngudyrunum og lauk upp. Ljósrák lagði
fram í fordyrið, um rifu fyrir ofan hurð-
ina.
Hann drap að dyrum.
III.
Gömlu hjónunum í litla húsinu hafði
verið örðug' jólatilhugsunin. Þau höfðu þó
ekki nefnt það hvort við annað. Það hefði
ekki orðið til annars en að ýfa upp sárið.