Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 5
181 BJARMI En eftir því sem desember-dag-arnir liðu, því erfiðara varð þeim lífið. Nú áttu þau ekki von á »drengnum sínum« heim frá skólanum. Sonurinn, sem mörg' jól í röð kom heim í jólaleyfinu, og flutti með sjer æskuyndi og þrótt, sem lífgaði upp litla heimilið þeirra. Og öll indælu jólin, alt í frá barnæsku hans, þegar hann horfði í fyrsta skifti á tendrað ljós á jólatrje, og barnsaugun ljómuðu af hreinni gleði. Og eftir að hann sjálfur skildi þýðingu jól- anna til fulls, og gat sungið af hjarta bless- aða gömlu jólasálmana með foreldrum sín- um. Já, þau höfðu sannarlega haldið sam- eiginlega. heilög jól i litlu stofunum. Jólin og jólabarnið höfðu dvalið í hjörtum þeirra. En nú — -—! Nú áttu þau ekki von á neinum syni, — aldrei framar. Dag einn um haustið, höfðu þau fengið símskeyti um að koma tafar- laust til bæjarins, sonur þeirra hefði veikst skyndilega. Og þau komu nógu snemma til þess, að geta setið sitt hvorum megin við rúmið hans, og haldjð í hendur hans, á meðan hann háði seinustu barátt- una. Einka barnið þeirra. Góði, duglegi drengurinn þeirra. Pað kemur margt óskilj- anlega erfitt fyrir mennina, þeir skilja það ekki, en hljóta þó að beygja sig fyrir kaldri raunverunni. Leiðið, með legsteinin- um, sem bar nafnið hans, var innsigli þess. Það varð svo hljótt hjá gömlu hjónunum. Pau fundu það hvort um sig, að ef þau ætluðu að fara að tala um það, þá mundi gráturinn yfirbuga þau. Og nú voru jólin komin svo nærri. Pau höfðu ekkert minst á jólin. Án þess að tala um það, höfðu þau orðið samferða út í kirkjugarðinn, og prýtt leiðið hans með grenivið og nýjum blóm- sveig. Og mamma hafði sett umgjörð úr greni utan um stækkuðu myndina af hon- um. Hún hjekk á stofuþilinu. Pau höfðu ekki sagt neitt. En þá fór pabbi að gráta. Og nú var komið aðfangadagskvöld. Pað hafði hvorki verið bakað eða steikt til jól- anna, eins og vant var. Ofurlítið jólatrje hafði mamma samt sem áður fengið sjer. En það stóð úti í stofuhorni án skrauts og' ljósa. — Og' þó var það svo, að þegar kirkju- kiukkuhljómarnir bárust til hennar, þá vöknuðu jólahugsanir hjá henni. Hún fann að þau höfðu ekki tekið við reynslunni á rjettan hátt. Pau urðu að veita jólunum viðtöku. Hún varð að reyna að gjöra stof- ,una ofurlítið jólalega, einnig vegna hans pabba. Hann rölti um húsið svo þreytuleg- ur og þunglyndur, þótt hann bæri harm sinn í hljóði. Andlitið var orðið torkenni- legt og ellilegt. Jólavers, sem hún hafði leng'i kunnað, hljómaði í sífellu í h[uga hennar: Burt, hrygð úr allra hjörtum nú, kom heilög g'leði, svo í trú Vjer Jesúm faðmað fáum, og elskan heit af hjartans rót þeim himingesti taki mót með lofsöng's hljómi háum. Hún kveitki ljós og fór að leg'gja á borð- ið. Hún lagði á borðið fyrir þrjá, alveg eins og þegar sonurinn var hjá þeim.En þá þoldi pabbi ekki meira. Hann settist í legubekk- inn og hiuldi andlitið í höndum sjer. Ilún íor til hans og settist hjá honum. »Vinur minn«, sagði hún. »Mjer fanst jeg' ætti að hafa það svona í kvöld. Pað er eins og við ættum von á honum. Hann á að vita, að við munum eftir honum. Pað er ekki víst að hann sje svo langt í burtu frá okkur. Guð leyfir honurn víst að líta til okkar i leyni. Hann hlakkaði æfinlega svo mikið til jólanna heima«. Hún þagnaði alt í einu og' hlustaði. »Mjer heyrist vera gengið um fyrir utan húsið. I söm;u. svifum var drepið að dyrum. Húsbóndinn stóð upp til þess að opna ayrnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.