Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 15
B JA-RMI
191
þeir vita ekki, hvernig þeir geti komist
undan valdi þeirra. —
Engan þarf að furða á því, þótt heiðnir
menn viti þetta eigi; hitt er furðulegra, að
fjöldi kristinna manna skuli ekki þekkja
eina veginn, Drottin Jesúm Krist.
B. J. ísl.
------------
Sr. Stefán Jónsson
f. 21. nóv. 1860 — d. 1. nóv. 1931.
»Það líður frá mörgu brjósti bæn
og' blessunarþökk fyrir árin væn,
sem hann var þeim hjartfólginn bróðir,
sem sáluhirðir og sveitar skraut
og sannur vinur í gleði og þraut,
sem best reynast guðsmenn góðir«
Svo kveður B. Þ. Gröndal í erfiljóði
um sr. Stefán frá Staðarhrauni, sem Vísir
flutti 15. f. m., og jeg býst við að allir
kunnugir taki undir þau ummæli. Ljúf-
menska hans og gestrisni er mjer sjerstak-
lega minnisstæð frá fyrstu samfundum,
og því betur sem jeg kyntist honum, því
vænna þótti mjer um hann.
Það var gott að koma að Staðarhrauni,
hvort heldur var á nótt eða degi, um það
get jeg borið, - en best þótti mjer að vera
einn á ferð með prófastinum, þegar hvor-
ugur þurfti að hraða sjer, og því næði
gott til að tala um áhugamál.
Foreldrar sr. Stefáns voru Jón bóndi
í Ilítarnesi Stefánsson prófasts í Stafholti
og kona hans Marta Stefánsdóttir prests
Stephensens á Reynivöllum. Föður sinn
misti hann 7 ára gamall og ólst eft'ir það
upp hjá föðurbróður sínum, sr. Þorvaldi
Stefánssyni í Hvammi. Árið 1884 útskrif-
aðist hann úr prestskólanum og var vígð-
ur vorið eftir aðstoðarprestur afa síns i
Stafholti, en fjekk Hítarnesþing 1887 og
Staðarhraunsprestakall 1892; var þá Hít-
arnes sameinað því, nema Kolbeinsstaða-
sókn lögð til Miklaholts. Hann var próf-
astur frá J916 til 1927, er hann slepptí
alveg embætti. Síðustu árin var hann hér
í Rvík, farinn að heilsu. Ilann kvænt-
ist 1894 eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu
Katrínu Magnúsdóttur frá Syðra-Lang-
holti, er reyndist rnanni sínum hinn besti
förunautur og studdi mjög að þeim höfð-
ingsbrag, sem jafnan var á heimili þeirra.
Börn áttu þau ekki, en ólu upp 2 börn
sr. Arnórs heitins á Hesti, þau sr. Lárus
í Miklabæ og frú Guðrúnu á Skinnastáö
í öxarfirði.
Ujafli' afliciitar ltjarina:
Prestlaunasjóður Strandarkirkju: 2 kr.
Hallgrlmskirkja: Kona við Hvalfjörð 5 kr., M.
Hd. Akrauesi 10 kr., G. Kr. Skeljavík kr. 2,50.
,161akveðjan 1031 er farin af stað frá lteykja-
vík og send barnakennurum um alt land. Efni
hennar var nú, sem fyrri, þýtt eða fært í letur
í Rvlk, en ritið prentað í Höfn, og af því að
setjarar hafa ekki skilið íslenskuna, er í smá-
grein vitnað í myndir, sem áttu að fylgja, en
hafa ekki komist að. — Lesendur virði á betri
veg. Fái eitthvert barnaheimili enga Jóla-
kveðju um jólin, reynir afgreiðsla Bjarma að
bæta úr, sje hún látin vita bráðlega.