Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 8
184 B J A R M I það skalt vitna glaður að hann sje með sínum sannur Guð og maðwr. Vitna, vitna’ um hann. Herborg og Ólafur. Ölafur kristniboði starfar í Tengchow 1 vetur, eins og fyrri, og- útlitið þar frem- ur gott um árangur, er síðast frjettist. En þegar hann fór þangað í haust, voru veg- irnir svo ,umsetnir af ræningjum, að hann skildi konu sína eftir á Kuljngfjalli, ná- lægt Hankow.þar sem oftast er margt er- lendra manna. Dvelst hún þar vetrarlangt. Þeim hjónum fæddist dóttir í október, svo að nú eru börnin 3; má nærri geta, að erfitt sje að ferðast með þann hóp í Kína eins og ástandið er þar nú. ----—♦> -;------- I Jólakveðjusjóð: Systkinin I Neðra-Ási 5 kr., Hrafnhóli 1 kr., Börn i Dalahr. 4 kr., G. K. Skeljavík 2,50 kr. Til útbreiðslu Bjarma:-»Tvær« 20 kr. Mannaveiðar. »Og er hann gekk fram með Galileu- ur Símonar, er þeir voru að leggja dragnet á vatninu, því að þeir voru fiskimenn. vatninu, sá hann Símon og Andrjes, bróð- Jesús sagði við þá: »Komið og fylgið mjer, og mun jeg láta yður verða mannaveiðara«. Mark. 1, 17. Við kyntumst í sumar gömlum sænskum kristniboða, sem nú er á förum heim tii Svíþjóðar. Hann sagði mje.r einu sinni frá ánægjulegu atviki. Hann er maður árrisull og var það venja hans í s,umar að dvelja kyrláta stund í skóginum, skamt fyrir of- an húsið sitt. Einn morgun kom ungur, al- ókunnugur kínversk.ur maður upp í skóg tii hans. Bað hann mjög feimnislega um leyfi til að mega hlusta á kristniboðann lesa ritninguna. Að lestrinum loknum krupu þeir til bæna. En áður en þeir skildu, spurði ungi maðurinn, hvort hann vildi svo ekki biðja sjer blessunar með handa-yfirlagningu. Kristniboðinn gjörði það, klökkur í huga, en þakklátur Guði fyrir að fá að l.júka fjörutíu ára starfi í Kína með þessum hætti. Hann kvað það gleðja sig mest, er hann nú yrði að kveðja þetta verk, að hugsa til trúaðra Kínverja, sem væri fyllilega treystandi til að halda því áfram. »Þótt bili hendur er bættur galli, ef merkið stendur, þótt maðurinn falli«. Kristniboðið er að því leyti komið mjög vel á veg víða í Kína, að það hvílir nú aðal- lega á herðum innlendra starfskrafta. Út- lendir kristniboðar voru upphafsmenn verksins, en Kínverjar halda því svo áfram. Jeg hefi haft nokkur kynni af þessum kínversku samverkamönnum og arftökum kristniboðanna, og finst mjer engin ástæða til að efast um að safnaðar og útbreiðslu- starfinu sje ekki vel borgið í þeirra hönd- um.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.