Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 9
BJARMI 185 Pað hefði verið ánægjulegt að geta kynt ykkur, mínir kæru, íslensku lesendur, nokkura þessara manna, sem er.u Drottni útvalin verkfæri. Sumum þeirra a. m. k. verður ef til vill meira ágengt í trúboðs- starfinu, en nokkrum kristniboða. Fyrst og fremst mundi jeg óska mjer þeirrar ánægju, að fá að kynna ykkur vin okkar og samverkamann, Han Siu-ching, forstöðumann safnaðarins í Tengchow. Okkar á millj köllum við hann oft »piet- isten«, svo er hann vandaður og alvörugef- inn. Ræðumaður er hann góður, en vinn- ur þó hjörtu manna einkum með persónu- legri umgengni. Liu Dao-sheng, forstöðumann safnaðar- ins í Nanyang, tel jeg vera einn af bestu ræðumönnum, sem jeg hefi hlustað á. Ekki sakir freyðandi mælsku. En andríkur er hann í besta skilningi og virðist æfinlega eiga brýnt erindi við tilheyrendur sina. Ber söfnuðurinn í Nanyang það með sjer, að margir hafa snúist fyrir vitnisburð hans. Er þar nú stærsti og besti söfnuður- inn á starfsviði Kínasambandsins. Maður heitir Ní og' er frá Suður-Kína. Hann er ungur, mentaður og ríkur. En hann hefir kosið vanvirðu Krists fremur en auð og lífsnautnir og gerst farandprje- dikari; hann kvað kosta sig að öllu leyti sjálfur. Við höfðum lesið nokkur eldheit trúboðsrit eftir hann og þótti því vænt um að gefast kostur á að kynnast honum s.l. sumar. Með greinarkorni þessu ætlaði jeg fyrst og fremst að segja ykkur útdrátt úr fyrir- lestri eftir Marlats Cheng, kínverskan prest og kennara. Uppeldi sitt hefir hann fengið að öllu leyti í skólaheimilum kristni- boðsins. Iiann talar ensku og sænsku ágæt- lega og hefir verið nokkrar ferðir í Evr rópu og Ameríku. Sra Cheng mun vera í mestu áliti allra núlifandi kínverskra starfsmanna kristni- boðsins. Um tíma stjórnaði hann trúboð- inu á meðal hermanna Feng Yu-hsiang, kristna hershöfðingjans. Siðustu tvö árin hefir hann verið skólastjóri á stórum bibluskóla fyrir karlmenn. Hann hefir samið bækur og flugrit og gefur nú út stórt tímarit, sem hefir náð mikilli út- breiðslu. Fyrirlestur þennan hjelt hann s.l. sum- ar á miklu kristniboðaþingi, sem háð var á Kuling í Kiangsi-hjeraði. Hann kvað það vera óvénjulegt fyrir sig að t'ala á þingi, þar sem mörg hundruð kristniboðar væru saman komnir. Hann hefði miklu fremur, síðan hann var barn að aldri, átt því að venjast að sitja undir ræðustól kristniboðanna, á áheyrenda- bekkjunum. Hann hefði meðal annars lært ensku af kristniboðunum; vor.u hon- um minnisstæðir sumir tímarnir, einkan- lega þegar námið gekk miöur vel. Og í svipinn ásæktu þær endurminningar hann! Erindið var langt og prýðilega flutt. Meiri hluti þess fjallaði um vöxt og við- gang kristnu safnaðanna víðsvegar um landið, og um framtíðarhorfur kristilegrar starfsviðleitni. Sra Cheng áleit það vera eitt af sjer- kennum síðustu tíma, að mjög hefði dregið úr ofsóknum gegn kristnum mönnum, og að nú væri meiri hreyfing. meira líf, inn- an kirkjunnar í Kína en áður. Til dæmis hefðu 500 karlmenn í Canton í Suður-Kína mundað með sjer fjelagsskap í þeim eina tilgangi, að lesa ritninguna og biðja Guð um stórkostlega trúarvakningu. Menn þessir eru úr mörgu.m kirkjufjelög- um og af öllum stjettum: verkamenn, iðn- rekar, kaupmenn, herforingjar, námssvein- ar og háskólakennarar. Og aldrei áður hafði hann orðið var við meiri móttækileik, hungur og þorsta eftir Guðs orði, en á trúboðsferðum sínum um landið á síðastliðnum vetri. Einkanlega þó á meðal æskulýðsins, enda væri nú óvenju-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.