Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 14
190 BJARMI Sögur og siðvenjur frá Kína. i. Lótusblómið. Wú-tæ heitir fjall eitt mikið í Miðkína norðarleg-a. Hof er á fjailinu og er það víða rómað. Aðalhelgidómur þess, er lótusblóm ur gulli, mjög haglega gert. Þúsundir píla- gríma leita þangað víðsvegar af landinu, jafnvel alla leið vestan úr Tíbet, í von um að fá að sjá blaðkrónu lótusblómsins leynd- ardómsfulla opnast. Þykir það ugglaus sönnun þess, að pílagrímunum hafi tekist að sefa reiði guðanna með fórnum sín- um, og með löngum ferðalögum og mikl- um pyndingum áunnið sjer velþóknun þeirra. Víða mætir maður þessum langferða- mönnum. Pílagrímarnir frá Tíbet vekja mesta eftirtekt. Sumir mestu alvörumenn- irnir á meðal þeirra skríða fremur en ganga, og mæla þessa miklu vegalengd með líkama sínum. Þeir leggja snemma af stað að morgni, bera pjönkur sínar eins langt og þeir geta hugsað sjer að komast þann daginn, en snúa svo aftur sömu vegalengd tómhent- ir. Því næst leggjast þeir flatir á veginn og skríða eins og sniglar, þangað til á- íangastaðnum er náð seint að kvöldi. Fara þeir þannig sömu vegalengdina þrisvar, svo dagleiðirnar verða einatt stuttar. Ekki hef jeg sjeð neitt átakanlegra, en pílagrímana suma, sem hafa verið á slíku ferðalagi í mörg ár, og líkjast maðki en ekki manni. Meir getur enginn lagt í söl- urnar til þess, að sjá gullkórónu lótus- blómsins leyndardómsfulla opnast, í von um að eignast fulla vissu um velþóknun guðanna. Er svo hægt að ráða af lífi okkar, að kristindómurinn sje okkur heilagt alvöru- mál, að okkur sje fyrir öllu að fá að heyra af vörum Drottins sjálfs: »Gott, þú góði þjónn, af því að þú varst trúr — -—«. Hvað leggur þú í sölurnar vegna Drott- ins? öl. Ólafsson. II. Það, sem lieiðnir menn vita og það, sern þeir vita ekki. Kristniboði nökkur segir svo frá: Einu sinni kom dálítið atvik fyrir mig austur í Kína, en jeg gleymi því aldrei. Kristinn Kínverji sat við hliðina á mjer, en gegnt mjer sat mikill fjöldi heiðingja. Þessi vinur minn, kristni Kínverjinn, ætlaði að prjedika og byrjaði með því að spyrja: »Getum vjer allir verið á einu rnáli um það, að vjer höfum allir synd, undan- tekningarlaust? « Jeg horfði framan í heiðingjana. Þeir gátu ekki dulið það, sem bjó inni fyrir hjá þeim, enda svöruðu þeir hiklaust: »Já«. Þá spvr hann aftur: »Ef vjer erum all- ir ásáttir um, að vjer höfum allir synd. erum vjer þá líka á einu máli um, að synd- inni verði hegnt og að glötun sje til eða víti?« Þá urðu þeir alvarlegri á svipinn, en svöruðu þó allir: »Já«. Þá segir Kínverjinn: »Getum vjer allir verið á einu máli um það, að himnaríki sje til?« Þeir svöruðu, með einhverjum kynlegum hreirn í röddinni: »Já«. Þeir sögðu það hik- andi, en neituðu því þó ekki. Kínverjinn bar enn upp eina spurningu: »Ef vjer erum nú á einu máli um það, að himnaríki sje til, vitið þjer þá veginn þangað?« »Þá svöruðu allir: »Nei«, en ógn dræmt. Þá prjedikaði Kínverjinn um Jesúm, sem er »vegurinn, sannleikurinn og lífið«. Þetta dæmi sýnir oss svo skýrt, hvað það sje, að vera án Krists. Heiðingjarnir vita, að til eru illir andar og voldugir, en

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.