Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 6
182 BJARMI IV. Það stóð ungur maður fyrir framan hurðina. Slitin fötin hans voru hvít af snjó. Þegar ljósið skein framan í hann, var eins og hann hrykki upp af dvala. Hann litað- ist um, líkt og hann væri að leita einhvers. En hann var einsamall. Otidyrahurðin á bak við hann var opin. Hann leit út um gættina. En þar var ekkert að sjá. IJann stóð kyr í sömu sporum, vandræðalegur í bragði og mælti ekki orð frá vörum. »Gjörðu svo vel og komdu inn fyrir«, sagði gamli maðurinn. »Jeg veit ekki hvernig þessu er varið - en við vorum held jeg tveir«, sagði bann loksins. »Það var sonur ykkar, sem bauð mjer að koma heim með sjer. En nú er hann horfinn«. »Sonur okkar«, sögóu gömlu hjónin bæði í einu. »Já, hann gekk fram á mig á leiðinni, og vildi endilega láta mig koma heim með sjer«. Gömlu hjónin störðu bæði á hann þrumulostin. Var ungi maðurinn að leika á þau á þennan hátt á sjálfa jólanótt- ina! Það var óhugsandi að svo illa innrætt- ur maður væri til. Og hann ieit ekki út fyrir að hafa vondan mann að geyma, þessi gumingja piltur; hann var svipgóður og prúðmannlegur, þótt hann væri afar vesaldarlegur. Gamla konan lagði hendina vingjarnlega á handlegg- hans og sagði: »Við skulum koma inn fyrir og- reyna að vita hvernig í þessu liggur«. Unga manninum varð þegár í stað star- sýnt á stækkuðu myndina á þilinu. »Þetta er nú mynd af syni okkar. Hann dó í haust sem leið. Þektuð þjer hann kann- ske?« spurði gamla konan. »Dáinn! Það, sem var hann, sem fylgdi mjer hingað heim! En það er ómögulegt! Þetta hlýtur alt að vera draum.ur lofið þið mjer að fara út aftur«. »Nei«, sagði gamla konan og tárin runnu ofan kinnarnar. »Við skiulum reyna að komast að einhverri niðurstöðu«. Og ungi maðurinn fór að segja þeim frá því, sem fyrir hann hafði komið. Þegar hann mætti ókunna manninum, og þeir töl- uðust við um mömmu hans og jólin heima. Hann sagði frá för sinni burt úr bæn- um og heimilislausrahælinu. Það var eins og hann væri að segja frá draum, og þó var draumi,u.rinn svo greinilegur. Það var auðsjeð að honum var alvara, hann var ekki að leika á þau. Eitthvað hafði borið fyrir hann, sem mönnum var ofvaxið að útskýra. Konan leit til manns síns, og það brá einkennilegum ljóma í augnaráð hennar. »Vertu hjerna hjá okkur um jólin! Þú átt hvergi samastað hvort sem er. En fyrst af öllu þarftu að fá ]>ur föt«. Og hann fjekk föt af synj þeirra til að klæðast í. Og hann var settur í sæti sonarins við borðið. Húsbóndinn var ekki farinn að mæla orð frá vörum, en gömlu augun hans voru full af tárum, og hann átti bágt meö að verjast grátnum, þegar ,ungi maðurinn var sestur við borðið í sæti sonarins. En það voru samt komin jól inn í stof- una þeirra. Ösýnilegi heimurinn hafði færst nær, og það var huggun og friður, sem fylti hjörtu foreldranna. Þegar þau buðu hvort öðru góða nótt og ætluðu að ganga til náða, ókunni pilturinn átti að sofa í svefnherbergi sonar þeirra, lagði gamla konan hendur á öxl honum og sagði: »Jeg trúi því fastlega, að það hafi ver- ið hann sonur okkar, sem vísaði þjer hingi að heim. Guð hefir leyft honum að leiða okkur gömlu hjónin á hinn rjetta veg. Við hugsum altof inikið um sorgina og söknuðinn, og gleymum bæði Jesú og jól- unum - og öllu öðru. Gíuði sje lof fyrir að þú komst. Þú hefir verið eins og bless- aður engill, þó þú vitíir það ekki«,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.