Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.12.1931, Blaðsíða 35
B J ARMI 211 tók eftir því og- þakkaði Guði« (Kristus og lndien, bls. 117—118). Var ekki þetta dásamlegt kraftaverk, þótt lítið væri fyrirferðar! En setjum nú svo, að íslenskur trúboði, með nýju íslensku biblíuþýðinguna í hönd- um, hefði verið í sporum Stanley Jones og spurður sömu spurningu. Sannarlega hefði Guð verið þess megnugur, að haga krafta- verkinu eftir ástæðunum. En ekki hefði tjáð að benda á ofangreind ummæli, því að þar stendur í okkar biblíu: »Trúir þú á mawws-soninn?« Það mundi hafa reynst veigalítið vopn gegn indverska fræðimann- inum. En hvernig stendur á þessum gagngerða meiningamun milli ensku og íslenku biblíu- þýðinganna, — ekki aðeins á þessum stað, heldur víða annarstaðar?*) Jeg mundi sætta mig betur við síendur- tekið lof ,um ísl. þýðinguna, ef sýnt væri fram á með rökum, að hún fari með rjett mál, þar sem á milli ber, t. d. í framan- greindum ummælum Jesú við blinda manninn. Ámi Jóhannsson, Viðbót ritstjórans. Elstu handritum, sem til eru af nýja- testamentinu, ber ekki saman um þessi orð. Handritin grísku, sem kend eru við Sinai og Vaticanið, bæði frá 4. öld, og við Bezae (frá 6. öld) og sömuleiðis 3 gamlar þýðingar, ethiopiska og sahidiska iþýðing- in (frá efri hluta Egyptalands) og sýr- lenska þýðingin, kend við Sinai, hafa orð- in »manns soninn«. Á hinn bóginn eru orð- in »Guðs soninn« í grísku handritunum, sem kend eru við Alexandríu og' Ephraem (bæði frá 5. öld) og í ollum öðrum fornum •) Suinir virðast álfta ísl. biblíuþýðinguna svo óskeikula, að þeir telja það beina »biblíufölsun«, «f farið er eftir ensku þýðingunni, en ekki þeirri íslensku. Á. Jóli. grískum handritum nýjatestamentisins og' þýðingum. Textafræðingar vorra tíma eru því ósam- mála um hvort upprunalegra sje; heldur hver þeim lesmáta, sem hann telur senni- legri eða eðlilegri, — og getur þá trúar- skoðun fræðimannsins haft meiri áhrif, en hann sjálfan grunar. Isl. biblíuþýðingin síðasta heffr, hvað sem þessum orðum líður, mörg og leið fingraför aldamótaguðfræðinnar, eins og' jeg hefi margoft bent á. Jeg er ekki í nein- um vafa ,um, að jafnskjótt og hún fer al- veg frá völdum í kirkju vorri, þá verður biblíuþýðing vor endurskoðuð. S. Á. Gíslason. Bækur. Fyrir jólin koma út fjöldi kristilegra bóka hjá flestum kristnum þjóðum. Þótt Bjarmi fái þær fæstar, koma þó svo marg- ar til hans frá Norðurlöndum, að varla er rúm til að minnast þeirra í blaðinu. Þar sem verðs er getið, er það talið í erlend- um krónum. Frá Lutherstiftelsen í Osló komu: Bak Skjebnen en IJánd, er flytur 11 velsagðar smásögur eftir sr. Sigurd Berg, 120 bls., verð 2,25 kr. norskar. Sumar þeirra vel- fallnar til endursagnar. Þá er bók eftir prófessor Hallesby er heitir I den Höjestes skjid, 202 bls., verð 4,50 kr. n., í b. 6,25 kr. — Þessi bók er ætluð trúuðu fólki og ber það með sjer að höfundurinn er margreyndur sálgætandi, er þekkii' allskonar erfiðleika engu síður en hvíld og gleði trúarinnar og talar með allri einurð og fullri nærgætni um það alt. Þetta mun vera 29. eða 30. bók hans. — Líklega enginn núlifandi Norðmaður jafn afkastamikill og áhrifaríkur sem Ilallesby. 1 sumar, sem leið, fór hann fram

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.