Bjarmi - 01.01.1972, Page 16
Bljarmi biríir hér nohkui' bréf. rAa hafla iír fn'ini. sem bárust
scint á síAasta ári nif snemma á þessu ári. írá hristniboáunum í
Giilole. I þeim cr hicúi fróöleihur oij upfiiirrunili fréttir. scm ís-
lenzhum hristnihoósrinum mun eflaust þifhja nohhur fcnifiir aiH.
AIVD-
STAÐAA
ER
UÖUth
EN
GVÐS
IKÉKI
VINNER
*
A
Frá Gídóle og Konsó
Gidole, 11. okt. 1971.
Kæri vinur.
Ég fór á samkomu úti í hér-
aði í gær. Við Jóhannes ókum
á sjúkrahúsbílnum niður í bæ-
inn hér fyrir neðan og fórum
síðan fótgangandi um snar-
bratta giiskorninga og gljúfur,
sem voru þó öll þakin alls kon-
ar gróðri, og jafnvel í bröttustu
brekkunum voru akurspildur,
sem fólk hafði nýlega hreinsað,
enda má segja, að nú standi yfir
haustregntíminn. I gær og í dag
hefur veður verið hið bezta, en
annars hefur verið hér íslenzk
haustveðrátta, þokur, rigningar
og kuldi, svo að ekki dugar ann-
að en klæða sig í þykkar peysur.
Ég varaði mig ekki á hlýjunni
í gær, og þegar neðar dró i fjalls-
hlíðarnar, var eg farinn að
fækka fötunum.
E|»|»haf krÍNini
» Giilole.
Leið okkar lá til staðar, sem
heitir Garda. Segja má, að þar
hafi fyrst kviknað Ijós kristin-
dómsins í Gidolehéraði. Norsk-
ur kristniboði hafði fengið ung-
an mann með sér frá Addis
Abeba til þess að prédika, og
hann fór einn síns liðs hingað
upp í fjöllin og boðaði anda-
dýrkendum Krist. Honum var
tekið fálega. Þó leyfði fjölskylda
nokkur honum að eiga athvarf
í húsum sinum, en rétt við hús-
in stóð voldugt tré, sem talið
var að andi ætti aðsetur í. Einn
daginn bar það til, að tréð
brotnaði með braki og brestum,
án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.
Þetta hafði þau áhrif, að menn
fóru að leggja hlustir við erindi
prédikarans, og nokkrir menn
vildu taka trú.
Kirkjan í Garda stendur rétt
við tréð, og nokkur hluti bygg-
ingarefnisins er úr trénu. Jó-
hannes spurði tvo menn, sem
þarna voru, hvort þeir myndu
eftir atburðinum. „Já, tréð
brotnaði, daginn sem við sner-
um okkur til Krists“, svaraði
annar þeirra. Þótt þetta hafi
ekki verið ýkja merkilegur at-
burður í okkar augum, markaði
hann upphaf kristinnar kirkju
hér um slóðir. I rás tímanna
hafa margir hér játað nafn
Krists, en því er ekki að leyna,
að sumir þeirra hafa horfið aft-
ur út í heiðnina, og andstaða
heiðingjanna, sem standa á
móti, er orðin harðari en áður.
Ég er hér að tala um Garda, en
sama sagan hefur gerzt viðar.
Kann þar margt að koma til,
en ein helzta ástæðan er sú, að
vöntun er á mönnum, sem geta
frætt þá, er trú hafa tekið, svo
að þeir staðfestist í ákvörðun
1« IIJARMI