Bjarmi - 01.01.1972, Síða 19
atað, og getur því ekki verið í
sömu fötunum nema svo sem
einn dag í einu, í mesta lagi.
Stundum er líka gaman að
breyta svolítið til í klæðaburði,
skipta við svörtu börnin og fara
í larfana af þeim. Þá er þvi al-
veg gleymt, að þeim fötum
t'ylgja flær og annað skemmti-
legt. Margréti og Sverri er tam-
ast. að tala amharísku, enda
skilja venjuleg svertingjabörn
auðvitað ekki hljómikla ís-
lenzku. En um jólin hitta þau
leiksystkini sin, sem eru í skól-
anum í Addis Abeba, hina tví-
burana, þ. e. Herborgu og Ragn-
ar, sem eru í fyrsta bekk, og svo
Ólaf Árna, stóra bróður. Þá
verður margt um manninn í
læknisbústaðnum, og smáfólkið
hefur í mörgu að snúast. Þó að
enn sé október, líður tíminn
fljótt, og jólin eru skammt und-
an. Reyndar er ekki ólíklegt, að
systkinin hittist áður, því að
Áslaug og Jóhannes eru senn að
fara í „sumarfrí“ til Awasa, og
þegar svo langt er komið norð-
ur á bóginn, er oft haldið alla
ieið til Addis Abeba, enda jafn-
an einhver erindi, sem þarf að
reka í höfuðborgini.
KoiniiT lil Koiimí.
Þar sem Bibliuskólinn hófst
ekki fyrr en áður segir, gat ég
verið vikutíma í Konsó, áður en
ég „settist að“ hér í Gidole. Það
var gleðilegt að koma aftur á
„fornar slóðir“ og sjá bæði það,
sem var óbreytt, og svo annað
nýtt, sem komið hafði til síðustu
árin og ber því vitni, hversu
starfið vex jafnt og þétt. Ég
skoðaði mig um í næstu þorp-
um, Bedengeltú, Wollanta og
Búrgúdeia og skrapp jafnvel til
Nagúllí. Alls staðar hitti ég vin-
samlegt fólk, og börnin eltu mig
á röndum, því að hvitir menn
eru sjaldan beinlínis á ferð um
þorpin, þó að þeir eigi heima í
grenndinni. Nú er „prestssetur"
í Bedengeltú. Þar býr Barrisja
Húnde með konu sinni og börn-
um. Díbabú, sonur Barrisja, er
á svipuðu reki og Kristbjörg
Gisladóttir, fjörmikill strákur
og leikur sér mikið við hana.
Ég kom á öldungafund, hitti
prédikara og var á guðsþjónustu
og gat skilað kveðjum frá fs-
iandi. Ég hitti Barrisja Germó,
seiðmanninn frá Dokottó, og
Adane, kennara og ýmsa aðra
kristna menn, sem hafa komið
við sögu í Konsó.
Barnaskólinn í Konsó var
settur um þetta leyti, og er að-
sókn mikil. Heimavistarrými er
hvergi nærri nóg. Ef unnt reynd-
ist að reisa fleiri heimavistar-
hús — og svo kirkjuhús —, er
sá draumur ekki fjarlægur, að
biblíuskóli rísi í Konsó. Biblíu-
skólar eru miklu nauðsynlegri
en við gerum okkui’ grein fyrir
heima. Fólkið, sem gengur í
kristnu söfnuðina, hefur flest
mjög takmarkaða þekkingu í
kristnum fræðum, þótt það hafi
allt gengið á skírnarnámskeið
og jafnvel sótt barnaskóla, þar
sem kenndar eru bibliusögur, i
nokkur ár. Það er því blátt
áfram höfuðnauðsyn, að það fái
tækifæri til að læra meira, lœra,
og að ungu fólki sé gefinn kost-
ur á að búa sig undir að verða
sjálft fræðarar í trúnni, þ. e.
trúboðar og biblíukonur. Norsk
stúlka, Eva Djupvik, veitir
barnaskólanum í Konsó for-
stöðu. — Aðstaðan til hjúkrun-
ar hefur orðið allt önnur en áð-
ur var við tilkomu sjúkraskýlis-
ins. Á guðsþjónustunni á sunnu-
deginum var fullt hús og vel
hlustað. Hjónavígsla fór fram á
guðsþjónustunni. Presturinn var
ekki við, svo að Gísli fram-
kvæmdi vígsluna. Brúðurin var
svo gagntekin af hátíðleika
stundarinnar, að söfnuðurinn
heyrði varla, þegar hún sagði
,.já“. En líklega hefur Gisli
heyrt það og tekið það gilt.
Síðan krupu þau á kné — á
mjúk sæti úr Landroverbíl
kristniboðsstöðvarinnar — og
hendur voru lagðar yfir þau og
þeim beðið blessunar.
Jóhannes Woltage, hjúkrun-
armaður, sem eitt sinn starfaði
á kristniboðsstöðinni, á einstak-
lega snyrtiiegt heimili skammt
frá stöðinni. Þar selur hann lyf
og annan varning. Okkur var
boðið, heim til þeirra eitt kvöld-
ið og auðvitað veittur vodd —
fimm mismunandi tegundir,
hver á eftir annarri. . . .
Nú er sólin horfin á bak við
fjöllin í Gidole og skuggarnir
teygja sig austur eftir dalnum.
Klukkan er um sex, og eftir svo
sem klukkustund er komið
myrkur. Þá fara hundarnir í
bænum að gelta og engisprettur
og aðrar pöddur reyna að yfir-
gnæfa þá — og tekst það yfir-
leitt með skerandi hljóði sínu.
Hér er farið snemma í háttinn.
Rafmótorinn er stöðvaður um
tíu-leytið, og þá er bezt að
ganga til náða, enda risið
snemma úr rekkju.
Ég bið kærlega að heilsa vin-
unum. „Skiiur hann ekki þá níu-
tíu og níu eftir í óbyggðinni og
fer eftir þeim, sem er týndur,
þangað til hann finnur hann?“
(Lúk. 15,3). Slíkur er frelsar.
inn.
Benedikt Arnkelsson.
Frá Súdan
Kristeligt Dagblad skýrir frá
því, að samkvæmt ýmsum til-
kynningum frá Róm til kaþólsku
fréttaþjónustunnar, hafi í seinni
tíð orðið allmikil breyting á
högum kristinna manna í Suður-
Súdan eftir margra ára þreng-
ingar íbúanna. Árið 1964 var
svo að segja öllum útlendum
kristniboðum visað út úr Suður-
Súdan, og mikil herferð hófst
til þess að gera alla að múham-
eðstrúarmönnum. Nú hefur orð-
ið gerbreyting. Kristniboðs-
starfið getur aftur farið fram
óhindrað, kristnir skólar og
kirkjur eru aftur opin, presta-
skóla hefur verið komið á fót
og á að fara að mennta súd-
anska presta á yfirstandandi
ári.
Allir flóttamenn frá Suður-
Súdan geta nú snúið heim óhult-
ir, og komið hefur til greina að
veita Suður-Súdan sjálfstjórn
innan lýðveldisins Súdan.
I Suður-Súdan eru tiltölulega
fáir múhameðstrúarmenn, meiri
hlutir andahyggjumenn og um
i/2 milljón kristinna manna, sem
flestir eru rómversk-kaþólskir.
ItJAIlMI 1»