Bjarmi - 01.01.1972, Qupperneq 24
Ur öllum áttum berast oss fréttir um
opnar dyr og gód starfsskilyrdi
Vöxtur og verkaskipti
Merk tímamck í Eþíópíu: Innlenda kirkjan tekur nú vi() stjórn starfsins
Awasa, í desember 1971.
Kæru kristniboðsvinir.
Hinu árlega þingi kristniboð-
anna á starfssvæði Norska lúth.
kristniboðssambandsins í Eþí-
ópíu er nýlokið hér í Awasa. Á
annað hundrað kristniboðar frá
Noregi, Finnlandi, Danmörku,
Færeyjum og íslandi hittust hér
til þess að ræða sameiginleg
verkefni, leggja áætlanir um efl-
ingu og útbreiðslu starfsins —
og til þess að biðja herra upp-
skerunnar, sem sendi þá til
starfa, að leiða þá til þeirra
verka, sem hann hefur áður fyr-
irbúið í þessu landi, til þess að
þeir legðu stund á þau.
Mörg mál voru tekin fyrir á
þinginu. Þó að hér í Awasa sé
mikill gróður, stórt stöðuvatn,
fjölbreytt fuglalíf og yndisleg
fegurð, hvert sem litið er — hér
er hvíldarstaður kristniboðanna,
þegar þeir eru í leyfi, — þá
komu menn ekki hingað að
þessu sinni til þess að hvílast,
heldur til þess að ráða ráðum
sinum og vinna. Óneitanlega
voru því ýmsir orðnir lúnir und-
ir iokin. Samt héldum við heim
glaðir og endurnýjaðir og með
tilhlökkun. Drottinn var nálæg-
ur og veitti okkur blessun og
uppörvun.
Alls síallar vöxlnr.
Enn blasti við sjónum okkar
víðáttumikill akur, sem er þeg-
ar hvítur til uppskeru og bíður
eftir verkamönnum. Úr öllum
áttum berast fréttir um opnar
dyr og góð starfsskilyrði. Heið-
ingjarnir koma og segja: „Við
viljum trúa á Krist“. Það var
ákaflega fróðlegt að hlusta á
frásagnir stöðvarstjóranna. Hér
eru örfáar svipmyndir:
„Kirkjusókn er betri nú en á
liðnu ári.“ „Samkomusókn hef-
ur enn vaxið. Fjölmargir láta í
ljós, að þeir vilji taka trú á
Krist. Einn mánuðinn voru þeir
um fjögur hundruð. Verkefnin
hrópa á starfsmenn!“ „Biblíu-
skólinn er vel sóttur. Nemendur
eru hvorki meira né minna en
nálægt eitt hundrað talsins,
karlar og konur, í tveim bekkj-
um. Sumir nemendurnir eru
ólæsir, og verður að taka tillit
til þess í kennslunni. Alls eru
3900 í söfnuðinum.“ „Nú ríkir
deyfð í mörgum gömlu, kristnu
hópunum. Guð hefur þó ekki
yfirgefið okkur, og dyr opnast
á öðrum stöðum. 1 þorpi einu,
þar sem stigamenn hafa búið
um sig, hefur andi Guðs tekið
að verka. Einn presturinn okk-
ar, sem hefur löngum slegið
slöku við starfið, hefur gengið
í sjálfan sig. Hann ákallar nú
Guð um miskunn og hjálp, til
þess að hann megi verða til
blessunar.“ „Við höfum ekki
enn náð til endimarka starfs-
svæðis okkar, þó að við höfum
verið að verki á þriðja áratug.
Margir nemendur biblíuskólans
á stöðinni nota helgarnar til
prédikunarferða og heimsækja
þá fólk, sem þekkir ekki Krist.“
„Ég var á þessari stöð fyrir tólf
árum. Þá komu tvö til þrjú börn
í skólann okkar — stundum.
Við urðum oft að fara út og
leita að þeim á markaðstorginu.
Nú er hópurinn oroinn stærri.“
„Unga fólkið sækir til okkar í
hópum. Það er jafnan troðfullt
hús. Barnaskólinn rúmar ekki
fleiri nemendur. Herstöð er í
grennd við okkur, og liðsforingj-
arnir, sem búa þar með fjöl-
skyldum sínum, senda börnin sín
í skólann okkar fremur en í rík-
isskólann. Konur þeirra koma
á kvennafundina.“ „Nokkrir
múhameðstrúarmenn hafa kom-
ið til okkar og játað trú á Krist.
Mér segir svo hugur, að fleiri
komi á eftir.“ „Fyrir sjö til átta
árum var erfitt að starfa á okk-
ar stað. Nú er kirkjan full út úr
dyrum, og meðal kirkjugesta er
stór hópur æskufólks. Margt
fólk kemur líka úr bænum í
grenndinni, en annars staðar
heldur ,,bæjarfólkið“ sig yfir-
leitt fjarri kristniboðinu.“ Þess-
ar leifturmyndir tala allar sínu
máli.
Einn norski kristniboðinn
hafði gert tölulegt yfirlit um
vöxt starfsins á starfssvæðum
kristniboðsstöðvanna. Þar kom
fram, að síðastliðin fimm ár
hafði orðið mestur vöxtur í
Konsó, eða rúmlega 42%. Eins
og ykkur er kunnugt, starfa nú
þrir prestar eða forstöðumenn
í Konsó auk allra prédikaranna.
Áðurnefndur kristniboði benti
á, að greinilegt samhengi er á
milli fjölgunar safnaðarfólks og
tilkomu prestanna í söfnuðun-
um. Þetta er athyglisvert og
staðfestir það, sem lögð hefur
verið áherzla á síðustu árin hér
í Eþíópíu, að höfuðnauðsyn er
að mennta unga Eþíópíumenn
til starfa og forystu í hinum
ungu söfnuðum.
24 B JARMI