Bjarmi - 01.01.1972, Side 28
MABUR KOM FKfiAM
Þáttur um
Billy Graham
1 síðustu tveim tölublöðum var sagt írá samkomunum,
sem haldnar voru í Dortmund í Þýzkalandi. Var sjónvarp-
að þaðan til ellefu landa. Einnig var í síðasta tölublaði
útdráttur úr einni ræðu Billy Grahams.
Ég hef verið trúaður, kristinn maöur meira en
30 ár, og það hefur verið erfitt, mjög erfitt. En
það hefur einnig verið auðvelt. Ég bið þig ekki
að koma á leikvöll eða íþróttaleikvang, heldur á
vígvöll, þar sem andleg öfl sækja að þér úr öll-
um áttum. Þú verður að heyja baráttu dag hvern,
en þú munt hafa sigur frá degi til dags Þar get-
ur þú einnig fundið þau svör, sem ungt fólk leit-
ar að um allan heim.“ —
Ciiff Barrows er afbragðs samkomustjóri, og
hann er allur á hreyfingu, þegar hann stjórnar
söngnum — í 11 löndum samtímis. Tveir banda-
rískir einsöngvarar eiga sinn þátt í því að gæða
samkomurnar lífi: Norma Zimmer og Jimmie
McDonald. Einkum hefur McDonald mikil áhrif
með hlýrri rödd sinni. Hann mun vera blökku-
maður eða kynblendingur.
Heita. má, að allir tæknigallar á sjónvarps-
flutningi séu úr sögunni, þegar tvær fyrstu sam-
komurnar eru um garð gengnar, og móttakan er
eins og bezt verður á kosið í ölium viðtöku-
löndunum. Fréttir taka að berast hvaðanæva um
góða aðsókn. Ungt fólk kemur hópum saman.
Æ fleiri óska eftir leiðsögn eftir samkomurnar.
Þeir eru orðnir um fimm þúsund eftir þrjá fyrstu
dagana.
Dönsku áhugamennirnir, sem standa að sam-
komunum í Kaupmannahöfn, verða fyrir von-
brigðum. „Ef til vill er þetta erfiðasti staðurinn
í Evrópu“, sagði fyrirliðinn, þegar hálf vika var
iiðin. „Það er á vitorði margra, að kristilegt starf
á erfitt uppdráttar í Kaupmannahöfn. Þetta kem-
ur einnig fram í aðsókninni að samkomunum. Til
þessa hafa þúsund manns komið í tveggja þús-
und manna sal fyrstu fjórar samkomurnar. Að-
sóknin í Noregi er undraverð."
Þetta voru orð að sönnu. Þegar krossferðinni
lauk, höfðu um 250 þúsund Norðmenn sótt hin-
ar sérstæðu samkomur, af þeim 838 þúsundum,
sem taldar voru á öllum samkomunum í Evrópu!
Um 15.800 manns leituðu á fund leiðbeinenda
víðs vegar um Evrópu.
SjónMiarp Hvað um kostnaðinn? Ekki varð
f haþálskri komizt hjá þeirri spurningu, þeg-
hirhjn ar samkomuhöldin voru í undir-
búningi. Um hlut Norðmanna er
það að segja, að svo virtist í fyrstu sem halli
yrði á ,,fjárlögunum“. En á því varð breyting, og
þegar öll kurl komu til grafar, sýndu tölur, að
gjafirnar nægðu fyrir kostnaðinum, og var þó
afgangur. Norðmenn höfðu ákveðið, áður en
krossferðin hófst, að veita Júgóslövum fjárhags-
lega aðstoð. Hafa þeir sent a. m. k. 15 þúsund
norskar krónur til trúaðra manna í borginni Za-
greb í Júgóslavíu.
1 Zagreb tóku 300 evangeliskir menn höndum
saman um að greiða fyrir sjónvarpi frá samkom-
unum í Dortmund. Þarna var um að ræða „járn-
tjaldsfólk“, og það hafði enga tryggingu fyrir
því, að fyrirtækið mundi bera sig fjárhagslega.
Auk þess vantaði það heppilegt húsnæði. Það mál
leystist, þegar þeim tókst að fá inni í kjallara-
hæð í kaþólskri kirkju! Þar rúmuðust 500 manns.
Þegar fyrsta kvöldið var kjallarinn troðfullur.
Nokkrir veggir í kjallaranum voru brotnir niður,
svo að fleiri kæmust fyrir.
En þetta var samt ófullnægjandi. Tækjum til
hljóðvarps var komið fyrir í sjálfri kirkjunni.
Nú gátu 1100 manns hlustað og séð. Og fólk
streymdi til kaþólsku kirkjunnar til að hlýða á
evangeliska prédikun.
Nú hefur söfnuðurinn í Zagreb vaxið nær því
um helming. Þeir þágu með þökkum hjálpina frá
Noregi.
Ekki er loku fyrir það skotið, að einhverjir
hefðu óttazt, að óeirðaseggir mundu fara á stúf-
ana í Dortmund, þegar samkomurnar hæfust. En
Billy Graham fékk að starfa í friði. Þó segir frá
lögfræðistúdent nokkrum, sem olli óspektum. 1
Dortmund stóð yfir prestafundur í kirkju einni,
en Graham hafði verið boðið þangað til þess að
tala og svara spurningum. Stúdentinn komst alla
leið að ræðustólnum með mótmælaspjald sitt.
öðrum megin á það var letrað: „Hræsnari", en
hinum megin: „Er gott að búa á dýru hóteli?“
2» KJAItMI