Bjarmi - 01.01.1972, Side 29
Enginn tók piltinum eins vel og Billy Graham.
„Við verðum að hlusta á unga fóikið“, sagði hann.
Um kvöldið reyndi pilturinn að þrengja sér inn
bakdyramegin inn í Westfalen Halle. Dyraverð-
irnir vörnuðu honum inngöngu og beittu ekki
beinlínis vettlingatökum, enda rifnaði frakkinn
hans.
Stúdentinn rann af hólmi — og dyraverðirnir
keyptu handa honum nýjan frakka. Kvöldið eftir
sat hann í salnum — í nýja frakkanum og með
unnustu sína við hlið sér.
Þýzki túikurinn stóð við hlið Billy Gi’ahams í
ræðustólnum. Aðrir túlkar sátu í básum til hlið-
ar við ræðustólinn. Þeir túlkuðu á frönsku, kró-
atísku, flæmsku, dönsku, velsku og norsku. „Við
töiuðum í trú“, sagði einn þeirra eftir samkom-
urnar. „Við vorum þar, sem atburðirnir voru að
gerast, en samt fannst okkur við vera að nokkru
leyti utangarna. Við höfum t. d. ekki hugmynd
um, hvort það, sem við sögðum, náði heim til
okkar.
Við vorum tveir saman frá okkar landi, og var
okkur úthlutað klefa, sem var eins og tveir sím-
klefar að stærð. Tveir menn komust þar fyrir,
en þröngt var á þingi. Og þegar við hreyfðum
handleggina, eins og til þess að reyna að fylgja
Billy Graham betur eftir í ræðunni, varð árang-
urinn oft sá einn, að við gáfum hvor öðrum oln-
bogaskot.“
Billy Graham ræddi daglega við hóp nánustu
samstarfsmanna sinna, en þegar þeim fundi var
lokið, hitti hann túlkana að máli og talaði við þá
í klukkustund hverju sinni. Var þá farið yfir
ræðuefni kvöldsins. Stundum ætlaði hann að nota
einhverja mynd eða líkingu, og var þá hugsan-
legt, að hún ætti ekki við í Evrópu. Þá gat vilj-
að til, að hann notaði orðalag, sem var sérstak-
lega bandarískt, og var þá nauðsynlegt að út-
skýra merkingu þess fyrir túlkunum. Það var
ómetaniegt fyrir túlkana að fá þannig að ræða
við Graham um efni hverrar prédikunar, og auk
þess tókust með þeim kynni og samfélag, sem
efldi þá gagnkvæmt, hvern til síns hlutverks.
„Ég stóð fyrir framan tjaldið, og mér fannst
ég vera hræsnari“, segir einn þeirra, sem gaf sig
fram á samkomunum. „Ég spurði sjálfan mig,
hver væri ástæðan. Hvað er ég að gera? Mig
langaði til að snúa við og setjast aftur. En ég
sagði við sjálfan mig: Hér stendur þú. Þú hefur
viðurkennt, hvernig þú ert á þig kominn. Ég
vissi, að þetta var rétt. Ég hafði vænzt meira en
þessa, ef til vill sterkra tilfinninga.“
Tuttugu og átta ára tæknimaður var heima
hjá móður sinni og las um herferðina í kross-
ferðarblaðinu.
„Mig langaði til að fara. Ég sótti nokkrar sam-
komurnar með konu minni. Síðasta kvöldið geng-
um við bæði fram, þegar Billy Graham hvatti
menn til þess. Á samkomunum hafði hann talað
til okkar allan tímann. Við urðum að taka
ákvörðun.“
Hann veit, að það var hið eina rétta. Nú þráir
hann að vaxa í trúnni.
„Það er eins og mig vanti eitthvað," segir
hann. „Ég heyrði einu sinni trúaðan mann segja,
að hann sæi „ljósið“. En þetta stafar ef til vill af
því, að menn eru ekki kristnir aðeins á enn einn
veg.“
Fridtjov Birkeli, biskup í Noregi, var einn
þeirra, sem fagnaði samkomunum. „Vér náðum
þarna til fólks, sem vér hefðum annars aldrei
haft nein tengsli við. Kirkjan hefur notað fjöl-
miðlana árum saman. En vér verðum að finna
nýjar aðferðir til þess að færa oss þá betur í nyt.
Enifinn einntalilinfiur
hrlur tluít jaínmiirq-
um í a fi imiliirrr i n il i ií
oii Itillfi tlraham. Mls
Htaiinr er inil.il ait-
HÓhn víóu iim heim,
Ofl íjöldi ntiinna fienq-
ur Krinti á hiinil.
BJAHMI 20