Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1981, Síða 22

Bjarmi - 01.07.1981, Síða 22
Tungutal og skírn andans Fyrsfi hluti Tvær minningar: Ég heimsótti negrasöfnuó í New York. Hann tilheyrði „Holy Jumpers", „Heilögum hoppurum". Ég settist mjög framarlega til þess að sjá vel, því að hér var meira að sjá en heyra. Mig minnir, að predikun hafi verið af skornum skammti, enda blátt áfram hvorki rúm né ró til þess. Uppi á pallin- um sátu nokkrir tónlistarmenn, sem léku jafnt og þétt hátt- bundna tónlist. Kona stjórnaði þessu öllu. Einhver stökk fram á gólfið og tók að hoppa og dansa. Brátt bættust fleiri við. Dansinn varð sífellt æstari og dans fólkið utan við sig. Halleiújahrópin og tónlistin mögnuðu andrúmsloftið. Fólk svitnaði og dansaði og gaf frá sér óskiljanleg hljóð. Ungur piltur leið örmagna út af, og einhvern veginn kom hann sér undir flygilinn, svo að ekki sá í annað en fæturna. Stæðilegur, miðaldra kvenmaður dró hann fram og setti hann á stól eins og hún væn að kenna óþægum krakka að hlýða. Tvisvar voru tekin samskot. Ég var eini hvíti maöurinn á samkomunni. Ekki hneykslaðist ég á því, sem fram fór. Þvert á móti varð mér hlýtt til þessa látlausa fólks, sem lét tilfinningar sínar í Ijós á svo frumstæðan hátt. Ef einhver horfði á mig með spurn í augum, brosti ég vingjarnlega á móti. Ég þori ekki að skera úr um, hvort andi Guðs hafi verið þarna að verki. En það var augjóst, að tilgangurinn með dansinum hlaut að vera að vegsama og tilbiðja Guð. í Eþíópíu sá ég svipaðan atburð: Við erum stödd í þorpi í eyðimörkinni langt suður í landi. Ég á leið fram hjá húsi, þaðan sem ég heyri, að menn berja bumbur og klappa saman lófunum með háttbundnum hætti. Nokkrir karlmenn standa fyrir framan opnar dyrnar. Ég gægist inn. Það eru nokkrar konur, sem eru að dansa. Þrjár eru þær. Aðrar sitja á gólfinu fram með veggjunum og klappa saman lófunum, en ein slær á trumbu. Þegar þær sjá mig, bjóða þær mér koll, og ég tylli mér við dyrnar. Húsið er lítið, nánast skúr. Þunnt iag af hálmi þekur gólfið. Gluggar eru engir, og lágar dyrnar eru fullar af forvitnu fölki. Það er hálídimmt inni og loftið þungt og mollulegt. En konurnar dansa — frá sér af hrifningu. Eftir nokkra stund eru tvær þeirra orðnar örmagna og gefast upp. En sú, sem er fyrirliðinn, heldur áfram þindar- laust. Þetta er fremur þrekvaxin kona, klædd skósíðum, lit- skrúðugum kufli. Svitinn streymir niður andlitið, sem smám saman fær á sig hitaroða. Meðan hún dansar, þrífur hún gröm í hinar konurnar tvær, en þær eru þrotnar að kröftum. Sjálf æsir hún sig æ meir. Hún lokar augunum og gefur frá sér óhugnanleg hljóð. Hún hallar sér áfram og kreppir hnén djúpt. Hún virðist munu detta þá og þegar. , hannes Ólafsson læknir voru vígð kristniboðavígslu í Landakirkju og fóru síðan til Eþíópíu. Áslaug er Vestmannaeyingur. Þetta var sann- kallaður gleðidagur, og menn vitn- uðu oft til þess, hvílík hátíð hefði þá verið haldin. Það er fagnaðarefni, að nú virð- ist eitthvað hafa rofað til í Kína. Kommúnistastjórnin hefur losað tökin. Ég minnist þess. að einhver síðustu orðin, sem ég heyrði Ólaf kristniboða segja, voru þessi: Gleymið ekki að biðja fyrir Kína“. Konan mætir Kristi Jóna Guðjónsdóttir, kona Þórð- ar, tekur undir það, að Ólafur Ólafsson hafi verið aufúsugestur í Vestmannaeyjum og mikill vinur þeirra hjóna, enda hafi henni þótt meira um vert að hlusta á hann en nokkurn annan boðanda fagn- aðarerindisins. Hann var alltaf vekjandi. Og Ólafur stuðlaði líka að því með predikun sinni, að Jóna eignaðist lifandi trú á frelsarann. „Ég lærði að signa mig og biðja bænir í bernsku eins og Þórður. Seinna fór ég að lesa í Biblíunni, og ég las hana oft. Svo var það einu sinni sem oftar, að ég var á samkomu að hlusta á Ólaf. Þá spyr Ólafur: „Eru margir hér, sem eru frelsaðir?“ Hann bað þá að rétta upp höndina. Ég hugsaði með sjálfri mér: Ég get ekki rétt upp höndina. Ég trúði öllu því, sem stóð í Biblíunni. En mér fannst ég ekki hafa per- sónulegt samband við Guð. Nú varð ég ákaflega óróleg. Mér leið oft svo illa, að ég grét. En Drottinn gaf mér trúarvissu og samfélag við sig. Það gerðist ekki á samkomu, heldur var ég heima. Ég sat með eina dóttur mína og var að svæfa hana. Ég var að hugsa um ástand mitt. Þá gerist það, að mér finnst Kristur vera hjá mér á eldhúsgólfinu. Ég sá ekkert né heyrði, heldur var þetta einhvers konar skynjun eða hugs- un. Og mér fannst ég verða að dufti frammi fyrir frelsaranum. En þá þykir mér sem Kristur rétti mér hönd sína til þess að reisa mig upp. Og hann reisti mig upp, því að á þessari stundu eignaðist ég frið í hjarta. Síðan hef ég átt fullvissu trúarinnar á Jesúm Krist, frelsara mannanna". Og Þórður bætir við: „Trúin á Jesúm Krist er það dýrmætasta, sem nokkur maður getur eignazt. Jesús Kristur er sá eini, sem við getum treyst, þegar við förum héðan“. Það eru orð að sönnu. b. Sumarleyfi röskuðu nokkuð útgáfu- tíma þessa tölubl. Bjarma, og eru áskrifendur beðnir velvirðingar. BJARMI. Út koma 12 tbl. á ári, 1-2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar J. Gunnarsson. Afgreiðsla Amtmannsstig 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 60,00 innanlands og kr. 70,00 til útlanda. Gjalddagi 1. marz. Prentað í Prentsmiðjunni Leiftri hf- 22

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.