Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 5
AÐALGREIN Hefur þú horft á vetrarbrim í stormi og fundið hve ógnvænlegur máttur þess er, hefur þú barist gegn óveðri eða horft á foss í jökulfl jóti? Hefur þú dáðst að norðurljósunum sem fara með ógnarhraða um háloftin og hefur þú skyggnst í lífríki hafsins eða setið í fuglabjarginu og fylgst með ljúflegu ati svartfuglsins þar sem allt iðar að lífi og starfi? Ég minnist einnig daganna þegar ég var ár við kristniboðsstörf í suðurhluta Eþíópíu í landi hirð- ingjanna sem nefnast Bóranar. Þar var ósnortin náttúra á öllum hæðum og fjöllum en beitilandið, víðáttumikil gresjan, var illa farið af vatnsleysi, viðarhöggi og ofbeit. Þessi náttúra heillaði mig og gaf mér mikið. Mér þótti gott að geta heillast af nátt- úru sem var framandi og að tilfinningar mínar voru ekki einhver útgáfa af þjóðerniskennd eða ættjarðar- ást heldur spruttu þær upp af einhverju miklu stærra og víðara samhengi. Það er samhengið milli sköpunarinnar og skaparans og ég sjálfur er hluti af þessari sköpun Guðs. Hvað get ég annað sagt eftir þetta allt en að ég elska jörðina sem okkur var gefin og ég elska lífið sem gefur mér hlutdeild í þessari tilveru? Jæja, en hvað þá? Ef þetta allt er mér svona dýrmætt, hvernig geng ég þá um í náttúrunni? Er ég nærgætinn við landið, hjálpa ég náttúrunni, skila ég henni aftur því sem frá henni var tekið? Þetta er vinsælt umfjöllunarefni í dag en við sem byggjum á kristinni trú ættum að skera okkur úr fyrir tvennt. Við ættum að virða náttúruna, handaverk skaparans, og við eigum að líta á okkur eins og umsjónarmenn með ábyrgð á því að náttúrunni sé ekki spillt af manna völdum. Það er ljóst að við lifum af gæðum náttúrunnar og við getum ekki lifað lengi án hennar. Við erum því einfaldlega neydd til að vinna með náttúrunni eins og allir aðrir á jörðunni. Það eru einnig aðrir en kristnir inenn sem hafa sköpunartrú eða annað lífsviðhorf og heimsmynd sem knýr þá til að virða náttúruna. Engum ætti þó að vera eðlilegra og Ijúfara að umgangast náttúruna af nærgætni og kærleika en einmitt þeim sem hafa komist í sátt við skapara sinn og eignast frið við Guð í trúnni á Jesú Krisl son hans og verið snertir af heilögum anda hans í hjarta og sál. Hvernig stendur þá á því að Vesturlandabúar sem standa á gömlum grunni kristinna lífsviðhorfa ganga svo ntjög á hlut náttúrunnar, menga, eyðileggja og Gísli H. Friðgeirsson. spilla og fara með hana eins og þeir eigi hana einir? Það er eigingirni og tillitsleysi í garð annarra, bæði samtímamanna og þeirra kynslóða sem á eftir koma. Það er trúlega vegna þess að við sækjumst eftir efnislegum gæðum umfram blessun Guðs, eftir gjöfum Guðs án þess að vilja hafa nokkuð rneð hann sjálfan að gera. Kynslóðirnar hafa ekki varðveitl lifandi trú, hafa ekki leiðst af anda Guðs og því varð trúin ekki afl í lífi þeirra sem mótaði lífsviðhorfin og þar með umgengni þeirra við náttúruna og við aðra menn. Ég ferðaðist um Hol- land og Belgíu og til London nú í byrjun maí. Reyndar skrifaði ég minnispunkta fyrir þessa grein í lest undir sjávarbotni á leiðinni milli Englands og Frakklands. Þegar flogið er yfir Norðursjóinn inn til Amsterdam sjást mengunarrákir um víðan sjó eins og froða og ljóst grugg í sjónum. I Hollandi er mikill hluti af hinni upprunalegu náttúru horfinn því að landið er þéttbýlt og gjörræktað. Mesti hluti flatarmálsins er því malbik og ræktaðir akrar. í raun og veru er aðdáunarvert hversu snyrti- lega Hollendingar ganga um þetta geysiþéttbýla land sitt þannig að hægt er að njóta þess að vera úti á gangi eða hjóli og einnig lifa vel af hinu ræktaða landi. Það vekur furðu Islendings að horfa á dökkrauðan túlípanaakur sem er svo stór að hann er jafnvel áberandi úr lofti en ef til vill finnur hann fyrir þörf fyrir að geta hlaupið upp á nálæga hæð eða út í villtan móa en það er enga slíka upprunalega náttúru að sjá. Kynslóðirnar hafa ekki varðveitt lifandi trú, hafa ekki leiðst afanda Guðs og pví varð trúin ekki afl í lífi peirra sem mótaði lífsviðhorfin og par með umgengni peirra við náttúruna og við aðra menn. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.