Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 10
BIBLÍUSKÓLAR Krist á sannfærandi hátt? Þessar spurningar eru aðeins brot af þeim spurningum sem geta leitað á þá sem vilja fylgja Jesú. Spurningarnar geta verið margskonar og svörin þar af leiðandi margbreytileg. Ein leið til að leita svara er að fara á biblíuskóla. Það getur reynst erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, en það er hægt sé viljinn fyrir hendi. Því yngri sem hann er, því auðveldara reynist honum að læra listina að nota sitjandann. Það sama má kannski segja um okkur mennina, okkur getur reynst erfitt að setjast á skólabekk þegar árin færast yfir. Þess vegna er best að drífa sig sem fyrst. Ungt fólk á í flestum tilfellum auðveldara með að bregða sér í skóla en þeir sem eldri eru. En benda má á það að ekki er öll biblíuskóladvöl margir mánuðir. Hægt er að sækja styttri námskeið og jafnvel kvöld- eða helgar- námskeið. Hér á eftir fer stutt kynning á því hvað biblíuskóli er og hvað er kennt á slíkum stöðum. Einnig viljum við nefna nokkra vænlega valkosti. Opnum hjörtu okkar fyrir Guði og spyrjum hann hver vilji hans er. Námib var mér óendanleg blessun Lilja S. Kristjánsdóttir mánaða námskeið á biblíuskóla Heimatrúboðsins í Osló. Það stóð frá janúar til apríl. Um sumarið vann ég í norskum sumarbúðum fyrir pilta og stúlkur. Um haustið fór ég á annað námskeið á biblíuskólanum. Dvaldi ég þar vetrarlangt og lauk þeim vorprófum sem okkur voru fyrir sett.“ Hvernig stóð á því að ung kona í fastri vinnu ákvað að leggja land undirfót ogfara á biblíuskóla í Noregi? „Mig hafði lengi langað að fara á biblíuskóla. Systir mín hafði áður verið nemandi á Staffeldts- götuskólanum svo að ég vissi dálítið um hann. Ég mætti líka skilningi hjá fjölskyldu minni sem var mjög trúuð. Haustið 1951 var sr. Christen Hallesby, sem þá var kennari við skólann, gestur Kristilegs stúdentafélags. A móti í Vindáshlíð hvatti hann mig til að koma í skólann. Það jók áhuga minn. Þegar Hallesby var kominn aftur til Noregs, sendi hann mér umsóknareyðublöð sem ég fyllti út og sendi til baka. Þar með var fyrsta skrefið stigið. En eftir var að fá leyfi frá yfirvöldum skólans, þar sem ég kenndi, og afleysingakennara í minn stað.“ Varferðin og námiðfjárhagslega erfitt? „Það kostaði auðvitað sitt að sigla til Noregs og að dvelja við nám á skólanum. Ég hafði lagt eitt- hvað fyrir og var því ágætlega undirbúin til fararinnar. Ég átti reyndar kost á styrkjum sem ég notfærði mér ekki. Ég taldi aðra vera í meiri þörf fyrir þá.“ Attirðu auðvelt með norskuna? „Já, ég get ekki sagt annað. Fyrst talaði ég reynd- ar dönsku vegna þess að hana hafði ég lært hér heima og auk þess dvalið um tíma í Danmörku. En smátt og smátt skipti ég yfir í norsku. Reyndar tóku Norðmennirnir því ekki illa þótt ég talaði dönsku enda mállýskur margar í landinu." Hvernig var aðstaðan á skólanum? „Hún var mjög góð. Þetta er heimavistaskóli og / Islendingar hafa löngum sótt nám á biblíuskólum í Noregi. Þar eru nokkrir skólar sem við höfum aðallega verið í tengslum við. Margir þekkja til biblíuskóla Heimatrúboðsins, Staffeldtsgötu 4 í Osló. Lilja S. Kristjánsdóttir er ein þeirra sem fóru utan til náms skömmu eftir stríð. „Ég fór út í byrjun sjötta áratugarins á þriggja Lilja S. Kristjánsdóttir 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.