Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 19
VIÐTAL gospelkór þar. Sextán ára gömul kom ég hingað heim og dreymdi þá um að geta haldið áfrarn að syngja í svona kór hérna á Islandi. Það varð nú ekkert úr því þá, en u.þ.b. tveimur árum seinna þegar ég sat einu sinni sem oftar inni í sal Hjálpræðis- hersins og var að spila á píanó fyrir sjálfa mig komu nokkrar stelpur úr KFUK að heimsækja mig. Þær fóru að syngja með og svo spurði ég þær hvort við ættum ekki bara að stofna gospelkór. Ég talaði við hina og þessa og viku síðar var fyrsta æfingin." Þóra rifjar það upp að ein af stelpunum í kórnum sagði þeim að hún hefði beðið mjög mikið fyrir því fyrir mörgum árum að svona kór mætti verða til. Svo fór hún til útlanda og gleymdi þessu en þegar hún kom aftur var búið að stofna kórinn! Gaman aö syngja og kynnast krökkunum Þóra hefur verið í kórnum frá stofnun hans. Hvað erþað semfœrfólk til þess að tolla íþessu? „Mér finnst alveg ótrúlega gaman að syngja," segir Þóra. „Svo held ég að þetta sé hluti af Guðs áætlun, að Guð vilji nota gospelkórinn til að vitna um sig hér í Reykjavík, þó að við séum enginn svakalegur kór eða sérstaklega miklir söngvarar.“ Anna og Björg taka undir þetta. „Mér finnst alveg yndislegt að vera í kómum,“ segir Anna. „Þetta er skemmtileg tónlist og svo er líka mjög mikill félags- skapur í kringum kórinn." Björg bætir því við að sér finnist gott og gaman að kynnast öðrum kristn- um krökkum á hennar aldri. Félagslíf Hversu oft œfið þið? „Einu sinni í viku. Á föstudögum kl. 18-20. Svo höfum við stundum haft æfingadag eða æfinga- helgi.“ Hvað gerið þið annað en að syngja saman? „Við höfum nokkrum sinnum haft skipulagðar samverur eftir æfingar og stundum „partý“. Við biðjum oft saman og skiptumst á að vera með stuttar hugvekjur. Við höfum farið út úr bænum þegar við höfum æfingahelgar og ætlum í útilegu í sumar.“ Klúöur á Akureyri Hvar hefur kómimvkomið fram? „T.d. í hinum ýmsu kristnu samfélögum, á tón- leikurn á vegum útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar, styrktartónleikum fyrir Sophiu Hansen og úti- tónleikum á Ingólfstorgi. Svo höfurn við farið til Akureyrar og við höfum sungið á elliheimilinu Grund og í messurn hér og þar. Við höfum líka sjálf staðið fyrir gospelkvöldum. Svo sungum við með í einu lagi á plötunni Miriam." Talið berst að ferð kórsins til Akureyrar, en þar klúðraðist ýmislegt, sem stelpurnar þó eru fúsar að segja frá: Þetta er skemmtileg tónlist og er líka mjög mikill félagsskapur í kringum kórinn. „Við sungum á elliheimili og ég ákvað að velja eitthvert lag sem fólkið kannaðist við,“ segir Ester hlæjandi. „Við byrjuðuin að syngja „0, þá náð að eiga Jesú“, en höfðum engan texta, enda hélt ég að við kynnum hann öll. Því fór fjarri en þetta bjarg- aðist að hluta til með varalestri. Einn sem stóð í öftustu röð í kómum reyndi að hvísla mér textann einni laglínu á undan og ég hvíslaði til baka til kórs- ins! Samt rugluðum við alveg röðinni á versunum! Síðan sungum við líka í Blómaskálanunt á Akur- eyri og þar tók ekki betra við,“ heldur Ester áfram. „Ég byrjaði að syngja annað lag en það sem við vorum búin að ákveða og kórinn tók auðvitað bara undir með mér. Allt í einu í miðju laginu öskra ég upp yfir mig „AAAA! VITLAUST LAG!“ og svo fylgdi hláturskast í kjölfarið. Áheyrendur klöppuðu bara.“ Aldur og strákar Hvernig viðtökur hefur kórinn almennt fengið? „Þær hafa verið mjög góðar. Það er greinilega mikill áhugi fyrir gospeltónlist á íslandi núna. Við reynurn aðallega að höfða til unglinga.“ Eru einhver aldurstakmörk hjá ykkur? „Kórfélagar eru á aldrinum 13-30 ára, flestir sennilega 15, lóeða 17 ára.“ En efþað kœmi nú einhver 31 árs, fengi hann þá ekki að vera með? „Ja ... það er nú einn þrjátíu og eitthvað ára, það veit bara enginn að hann er svona gamall! Annars höldum við reyndar að ef það kæmu einhverjir fimmtugir og vildu vera með, þá myndu þeir ekki tólla þarna, það eru svo mikil læti í okkur! En það er mjög gott að hafa fólk sem er eldra en tvítugt, okkur finnst jafnvel vanta fleiri á þeim aldri.“ Er strákaskortur ekki vandamál í þessum kór eins og öðrum? „Jú. Það hefur verið mikið vandamál en hefur aðeins ræst úr því undanfarið. En þó að við viljum 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.