Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 17
KRISTNIBOÐ Náttúran í öllum sínum fjölbreytileika er gjöf Guðs til okkar. I hraða og tækni nútímans hættir okkur kannski til að gleyma þessari gjöf. Það er líka svo lítil náttúra í steinsteypunni og tölvunni og öðrum þeim verkum mannanna sem kringum okkur eru á hverjum degi. Allt í kringum okkur er sköpum Guðs, en undra- verðust er hún í hinu nýja lífi sem kviknar á hverju vori. Vorið og sumarið er því góður tími til að fræða bömin um Guð og sköpun hans og upplifa hana enn á ný með þeim. Með því leggjum við stein í þann grunn sem þau byggja trú sína á. Guð gerði manninn að ráðsmanni sköpunar sinnar. Því fylgir ábyrgð sem liggur á okkur í dag. Maður- inn hefur mikið brugðist í þessu ráðsmannshlutverki og þannig eyðilagt það jafnvægi sem ríkja á í náttúrunni. Kristnir menn í dag verða því að gæta vel að þessu hlutverki sínu og kenna það börnum sínum. „Allt sem Guð hefur skapað er gott, og engu ber frá sér að kasta, sé það þegið með þakkargjörð“ (1. Tím. 4:4). Börnin þurfa að vinna með það sem þau eru að læra. Þess vegna er það góð hugmynd að föndra úr efnum sem við finnum úti í náttúrunni. Það má t.d. Mikilvægt er að kenna börnum að umgangast og virða náttúruna - sköpunarverkið. safna fjörusteinum, líma þá saman með góðu stein- lími og búa til karla eða önnur listaverk sem síðan er hægt að mála á marga vegu. Einnig er það góð hugmynd að safna blómum og öðrum jurtum sem börnin eru alltaf að tína, þurrka þau og pressa og líma á spjöld. Þannig má búa til bæði myndir og gjafakort. Möguleikarnir eru margir en mikilvægt er að við gætum þess að bera virðingu fyrir náttúr- unni og skemma ekki neitt. Það er líka mikilvægt að foreldrar vinni ineð bömum sínum enda gefst þá gott tækifæri til að vera saman og fræða þau um leið um sköpunina og Guð. Höfunt í huga orðin í Sálini 145:10: „Öll sköpun þín lofar þig, Drottinn.“ ■ Kristnibobamir á nýja stabi Ný starfsmiöstöb: Ómórate Kristniboðarnir Birna G. Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason hafa dvalist að undanförnu í Ómórate í Eþíópíu, nálægt landamærum Kenýu og Súdans. Þar á að stofna nýja starfsmiðstöð fyrir lúthersku kirkjuna. Hjónin fluttust þangað suður eftir snemma á árinu og er hjúkrunarkonan Elsa Lindtjörn með þeim en hún var samstarfskona Islendinganna sem voru í Voitó á sínum tíma. Þau hafa fram til þessa búið í tjöldum. Fólkið þarna heitir Dessenetsj og býr við mikla fátækt. Prédikarar frá lúthersku kirkjunni hafa starfað Ómórate í nokkur ár og er lítill hópur kristinna ntanna í bænuni. Hinir kristnu eru fæstir Dessenetsjfólk heldur aðkomnir. 1 hitteðfyrra voru skírðir þar tíu fullorðnir og 15 börn. Byrjað var að byggja kirkju fyrir tæpum tveim árum en þá tóku yfirvöld lóðina af kristna fólkinu. Leyfi fékkst nokkru síðar til að koma upp kirkju á annarri lóð tvo km fyrir ulan bæinn og er hún nú tilbúin. Ætlunin er að efla starfið í Ómórate og vinna bæði að boðun og heilsugæslu, ekki síst nieðal sjálfs Dessenetsjþjóðflokksins. Er stefnt að því að stöðin verði komin upp á næsta ári. Þau Bima og Guðlaugur eru væntanleg heim til Islands með dætrum sínum nú í sumar. Kristniboðarnir, sem eru í Gisma í Voitó, Silja og Dag Ottar Kiplesund, niunu þá flytjast til Ómórate. Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson, kristniboðar í Pókot í Kenýu. koma einnig heim í sumar ásamt bömum sínum. Nýr starfsvettvangur: Hagere Selam Hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Karl J. Gíslason, kristniboðar í Eþíópíu, fluttust nú um páskana frá Robe í fylkinu Bale til Hagere Selam í Sídamófylki í Eþíópíu. Norðmenn reistu kristniboðsstöð í Hagere Selant á sínum tíma en stöðin er í eigu innlendu kirkjunnar. Miklir erfiðleikar hafa verið í starfinu í Robe, ekki síst vegna eins starfs- mannsins í kirkjunni sem tekur einatt ákvarðanir á sitt eindæmi og fer sínu i’ram þótt honum beri að lúta sljórn annarra. Af þessum sökum nýttust illa starfskraftar kristniboðanna og varð úr að hjónin færðu sig um set. Karl hefur þegar hafist handa við að kenna í biblíuskóla sem kirkjan starf- rækir á stöðinni. Flestir prédikarar og aðrir starfsmenn suðurumdæmis lúthersku kirkjunnar hljóta biblíufræðslu og starfsþjálfun í þessum skóla. Biblíuskólinn í Hagere Selam gegnir því mjög mikilvægu hlutverki. Nýr li&smaöur: Helga Vilborg Ung stúlka í Reykjavík, Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. fer í suntar til Eþíópíu og mun starfa um eins árs skeið í norska barnaskólanum í Addis Abeba. Eins og kunnugt er ganga böm íslensku kristniboðanna í Eþíópíu í þann skóla og dveljast þar í heimavist. Hlutverk Helgu Vilborgar verður einkum að sinna félagslegu starfi meðal nemendanna og vera þeim innan handar eftir því sem þörfin kallar hverju sinni. Það er gleðiefni að Helga Vilborg er fús til að fara lil starfa meðal skólabarnanna í Eþíópíu og eru kristniboðsvinir hvattir til að skrifa nafn hennar á bænalistann og biðja fyrir henni af trúfesti. G.H.t. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.