Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 12
BIBLÍUSKÓLAR Ætti ab skila fleiri frelsubum sálum Haraldur Guðjónsson Haraldur (t.h.) og Leifur Sigurösson eru báöir á Fjellhaug um þessar mundir. Nú rúmum 40 árum eftir að Lilja dvaldi á biblíuskóla í Noregi stundar þar ungur íslend- ingur nám. Haraldur Guðjónsson dvelur við nám á Fjellhaug um þessar mundir og okkur lék forvitni á vita hvers vegna hann fór á skólann. Með hjálp tækninnar gátum við átt stutt viðtal við hann. „Mig vantaði grunnþekkingu í Guðs orði til þess að varðveitast sem kristinn maður og svo vildi ég líka komast að því hvað Guð vildi gera með líf mitt, hvað ég ætti að gera í framtíðinni. Mér fannst því biblíuskólanám kjörinn vettvangur til að styrkja trúna og leita svara við ýmsum spurningum. Mér fannst ekki erfitt að taka þessa ákvörðun, Fjellhaug var eini möguleikinn og svo fannst mér upplagt að skipta alveg um umhverfi og fara út fyrir landsteinana.“ Hvers konar skóli er Fjellhaug? „Fjellhaug er 76 ára og er í eigu NLM (Norsk Luthersk Misjonssamband). Skólinn er í Osló og er umhverfi hans hið notalegasta. Nemendur eru 85, en hér eru einnig u.þ.b. 50 kristniboðsnemar, en hér hefur verið rekinn kristniboðs- skóli í næstum því 100 ár. Nemendur skólans eru á aldr- inum 18 til 25 ára.“ Hvernig er dags- skipulagið? „Dagurinn byrjar með morgunmat kl. 7:30 til kl. 8:00. Kennslan byrjar 8:15 og hún stendur til kl. 15:30. Virka daga eru tvær hugleiðingar, önnur kl. 9:00 og hin kl. 21:50. Síðan eru biblíuhópar einu sinni í viku.“ Hverjar eru námsgreinarnar? „Aðallega biblíufög en einnig trúfræði, siðfræði, kirkjusaga, kristniboð, sálgæsla og sálfræði, ritgerðir, lærisveinaþjálfun, leikfimi og ýmiskonar valfög. Einnig er þó nokkur verkleg kennsla í boðun og í að halda fundi. Próf í greinunum eru svo tekin, þrjú fyrir jól og þrjú eftir jól.” Er námið erfitt? „Fyrir mig hefur það reynst mjög erfitt, en það er ekkert að marka því að ég hef alltaf átt við náms- örðugleika að stríða. Það hefur hins vegar komið mér á óvart að reglur hér eru ekki eins strangar og ég hélt. Ég bjóst líka við því að kennararnir væru lélegir og þröngsýnir og að hér væri almennt séð dauður og þurr kristindómur. Annað hefur komið á daginn.“ Hefur námið hreytt þér á einhvern hátt? „Já, í fyrsta lagi hef ég mun betri biblíuþekkingu nú en áður og svo hefur þörf kristniboðsins haft djúp áhrif á mig.“ Hvað með kostnað við námið? „Vikan hér kostar 860 norskar krónur og þá er eftir að reikna með ferðapeninga frá og til Islands, vasapeninga og uppihald í þeim fjórum fríum sem eru á skólaárinu." Hvernig gengur að lœra norskuna? „Það hefur gengið mjög vel. Það var Guðs blessun og ég tók það mjög alvarlega og lagði hart að mér vegna þess að ég vissi að árangurinn af náminu væri undir því kominn að ég kynni norsku. Ég var mjög kvíðinn fyrir þessum þætti því að ég hafði ekki þá grunnþekkingu í dönsku sem flestir íslendingar hafa.“ Finnst þér að allir œttu að fara á biblíuskóla? „Nei, en mér finnst að allir ættu að fylgja Jesú og láta hann ráða. Ég er sannfærður um að Jesús hefði viljað senda mun fleiri. Þetta er spurning um að taka ábyrgð í Guðs ríki og á eigin sáluhjálp. Við verðum að vera viljug að vaxa af visku og náð. Hins vegar er mikið áhugaleysi fyrir Fjellhaug heima á íslandi og þess vegna erfitt að fá fólk til að fara og til að styrkja þá sem fara. Við verðum að muna að eitt ár á biblíu- skóla er ekki bara persónuleg fjárfesting nemandans heldur styrkir það hið kristna samfélag og ætti að skila fleiri frelsuðum sálum. Fyrir mér er þetta ekki spurning um peninga eða ekki peninga, Fjellhaug eða einhvern annan skóla. Þetta er ekki einu sinni spurning um hvort skólinn sé skemmtilegur eða ekki heldur er þetta spurning um að koma sjálfum sér og sem flestum öðrum á skip náðarinnar.“ 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.