Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 13
BIBLIUSKOLAR Biblíuskólinn vib Holtaveg Biblíuskólinn við Holtaveg mun í haust halda nokkur námskeið, fjölbreytt að efnisvali og á ýmsum tímum. Riðið verður á vaðið með námskeiðið Á meðal barna og unglinga, starfs- mannanámskeið sem einkum er hugsað fyrir sjálfboðaliða í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Megináherslan verður á persónulega og trúarlega styrkingu og kynningu á markmiðum og starfs- leiðum í barna- og unglingastarfi félaganna. Kennt verður mánudaginn 18. og miðvikudaginn 20. september og miðvikudaginn 1. nóvember kl.17 - 22. Umsjón með námskeiðinu hefur Halla Jónsdóttir. Ragnar Gunnarsson verður leiðbeinandi á nám- skeiði sem kallast Gjafir og starf heilags anda. Fjallað verður um persónu og verk heilags anda, helgun, náðargjafirnar, skírn andans og fyllingu andans. Hvaða áherslu finnum við í Gamla- og Nýja testamentinu og játningarritum kirkjunnar? Hvað með sérstaka reynslu af heilögum anda? Kennt verður mánudagana 2., 9. og 16. október og miðvikudagana 4. og 18. október kl. 20:00 - 21:45. í haust er von á heimsókn Norðmannsins Harald Kaasa Hammer sem m.a. mun leiðbeina á nám- skeiðinu Sátt við Guð og rnenn sem er sálgæslu- námskeið haldið föstudagskvöldið 6. október kl.20 - 22 og laugardaginn 7. október kl.10 - 17. Fjallað verður um fyrirgefningu Guðs og manna. Hvað ef ég get ekki trúað fyrirgefningu Guðs? Hvernig get ég hjálpað þeini sem eiga erfitt með að þiggja fyrir- gefningu? Hvað ef ég get ekki fyrirgefið öðrum og aðrir mér? Kraftur fyrirgefningarinnar í lífi þeirra sem hafa þolað misrétti og ofbeldi. Rekstur og andleg leiðsögn er heiti á öðru nám- skeiði Hammers en kennl verður þrjú kvöld, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 10. - 12. október kl. 20 - 22. Námskeið þetla er einkum hugsað fyrir starfsmenn, stjórnir, nefndarfólk og aðra áhugasama í starfi þeirra félaga sem eiga skól- ann en er öllum opið. Til umfjöllunar verður m.a.: Hagnýt og rekstrarleg leiðsögn. Andleg leiðsögn og hlutverk stjórnar í þeim efnum. Undirbúningur, skipulag og markaðssetning starfstímabilsins. Undirbúningur funda og stjórnun þeirra. Vakning - hlutverk og viðbrögð stjórna og starfsmanna í vakn- ingu. Staða og þarfir áheyrenda við vakningarboðun. Einnig er fyrirhugað námskeið sem verður inn- gangur að Gamla testamentinu. Fjallað verður um valin rit úr Gt, bakgrunn þeirra, hvernig þau urðu til, áherslur, innihald og sérkenni. Áætlað er að kennt verði mánudagana 6., 13. og 20. nóvember og miðvikudagana 8. og 15. nóvember kl. 20:00 - 21:45. Nemendur á námskeiði um Job sem haldið var í apríl. Kennarinn er sr. Sigfinnur Þorleifsson. I haust er von á heimsókn Norðmannsins Harald Kaasa Hammer sem m.a. mun leiðheina á námskeiðinu Sátt við Guð og menn sem er sálgæslunámskeið... 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.