Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 22
HVAÐ ER ...? Hvab er... Toronto- blessunin? Ragnar Gunnarsson tók sarnan Toronto-blessunin er nafn á endumýjunarhreyfingu sem gætt hefur um allan heim og innan fjölda kirkjudeilda á liðnum 16 mánuðum. Nafnið Toronto-blessunin er upp fundið af bresku pressunni er áhrifanna fór að gæta í Bretlandi í fyrravor og sumar. Sjálfir tala margir forsvarsmenn safnaða sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna þessa um nýja hreyfingu heilags anda. Athygli margra, einkum fjölmiðla og þeirra sem horfa á það sem er að gerast utan frá, beinist gjaman að ytri einkennum sem vart verður á samkomum. Upphafið er rakið til samkomu í Vinyard-söfnuði við flugvöllinn í Toronto í Kanada 20. janúar í fyrra. A samkomunni féllu margir í gólfið, sumir grétu en aðrir hlógu, fólk tók að skjálfa og dansa um. Ein- kennin hafa breiðst út um allan heim, en þeirra einnig orðið vart í söfnuðum og samfélögum sem aldrei hafa heyrt um Toronto. Þau virðast vera mismunandi á hverjum stað og sums staðar er um lítið annað að ræða en að sumir falla í gólfið, aðrir ekki, ekkert um háværan grátur eða hlátur, og engin áberandi viðbrögð að sjá. Fólk talar um að Guð hafi verið að vinna í lífi þess á sérstakan hátt. Svipaðir atburðir hafa átt sér stað á undanförnum árum, áratugum og öldum, en mun meira staðbund- ið, t.d. hjá ýmsum Vinyard-söfnuðum sem hafa vaxið og þeim fjölgað frá upphafi 9. áratugarins. Helsti talsmaður og leiðtogi þeirra safnaða hefur verið John Wimber. Hann hefur lagt áherslu á tákn og undur sem fylgi boðun fagnaðarerindisins og gildi þess fyrir vitnisburð kirkjunnar. Talsmenn Fólk er ekki á sama málifrekar en oft er við upphafnýrrar endurnjjunar eða vakningar og verður að teljast eðlileg viðbrögð. þessarar hreyfingar hafa talað um „þriðju öldu andans" með tilvísun til þess sem gerðist við upphaf aldarinnar er Hvítasunnuhreyfingin fór af stað og síðan náðargjafavakningarinnar á 7. áratugnum. Hvítasunnuhreyfingin einangraðist með sérstaka kenningu um starf heilags anda tengda kenningu um fullorðinsskírn. Náðargjafavakningin náði inn í flestallar kirkjudeildir á einhvern hátt og hafa margir þurft að kafa dýpra ofan í biblíutexta og guðfræði sinnar kirkjudeildar um starf heilags anda í kjölfarið. Hin nýja hreyfing andans virðist ætla að ná enn lengra og hafa meiri áhrif og á styttri tíma en náðargjafavakningin. Umræba og gagnrýni Mikil umræða hefur átt sér stað um þessi áhrif Toronto-blessunarinnar. Fólk er ekki á sama máli frekar en oft er við upphaf nýrrar endurnýjunar eða vakningar og verður að teljast eðlileg viðbrögð. Hin ytri einkenni eru ný fyrir mörgum og það sem helst er sett spurningarmerki við. Einnig skiptir miklu máli hvernig þau eru túlkuð, hvaða gildi |rau eru talin hafa, hvort markmiðið sé að keppa eftir þeim eða ekki. Gagnrýni og viðvörunartónar benda á augljósar hættur sem samfara eru endurnýjun þar sem ytri einkenni eru mjög áberandi. Ekki eru allir sammála um túlkun þeirra biblíutexta sem tala t.d. um að fólk hnígur niður, grátur og hlátur, og að hvað miklu leyti megi yfirfæra þá á okkar aðstæður. Bent er á að mikilvægt sé að líta á það sem gerist sem tilfinningaleg viðbrögð og í framhaldi af því líkamleg viðbrögð við boðun orðsins og starfi heilags anda. Slík viðbrögð geta einnig átt sér stað vegna ýmislegs annars, t.d. á hátíðarstundum, við missi, á knattspyrnuleikjum o.s.frv. Gagnrýni sem gengur lengst vill tengja fyrirbærin við það sem gerist á ýmsum nýaldarsamkomum. Einnig hefur verið bent á tilhneigingu ákveðinna hópa til að ná taki á kraftinum, þannig að það minnir á galdra. Á móti er bent á að það að svipaðir hlutir gerist í öðrum trúarbrögðum er eitt og sér ekki fullgild rök til að hafna þeim. Margir leiðtogar safnaða þar sem þessa hefur gætt hafa reynt að beina athyglinni frá hinum ytri einkenn- um að því sem skiptir máli, sem er samband og samfélag okkar við Jesú Krist. Myndin er af honum, einkennin séu frekar sem rammi utan um hana. John Wimber segist ekki líta ekki á þessi ytri einkenni og hljóð sem Guð sjálfan, heldur sem viðbrögð fólks við Guði. Hvetur hann presta, leiðbeinendur og þátt- takendur í lofgjörð að leita Jesú frekar en þessara ytri einkenna. „Eg vil ekki að samverur okkar snúist 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.