Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 14
BIBLÍUSKÓLAR I lok október er fyrirhugað námskeið um Lúther. Fjallað verður um Lúther og ævi hans og trúar- baráttu í stuttu máli. Síðan verður fjallað um megin- áherslu í boðun og uppfræðslu Lúthers og hvað við getum lært af honum. Kennt verður laugardaginn 21. október kl. 9:30 - 13:00 og mánudaginn og miðvikudaginn 23. og 25. október kl. 20 - 22. Leiðbeinandi verður dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Biblíuskólinn mun einnig standa fyrir einu laugardagsnámskeiði 18. nóvember sem heitir Auðlegð, skortur og ábyrgð. Fjallað verður um eign- ir, auðlegð, efnishyggju og ábyrgð okkar gagnvart lítilmagnanum; hver sé ábyrgð okkar á eignum okkar, gagnvart yfirvöldum og náunganum; hugsjón kirkjunnar og hins kristna í neyslusamfélaginu; guð- hræðslu og nægjusemi. Nokkrir fyrirlesarar verða en síðan verða fyrirspumir og umræður. Bæklingur með nánari upplýsingum um nám- skeiðsgjald og innritun kemur út í júní og geta þeir sem áhugasamir eru fengið hann sendan með því að hafa samband í síma 588 8899. Biblíuskólinn Eyjólfsstöðum Miðja vegu milli höfuðstaðar Austurlands Egilsstaða og stærsta skógar landsins Hallormsstaðarskógar stendur biblíuskólinn að Eyjólfsstöðum. Eyjólfsstaðir er gamalt bóndabýli með rúmlega 300 hektara land og aðra 300 hektara af óskiptu afréttarlandi. Biblíuskólinn og jörðin eru í eigu Ungs fólks með hlutverk. Það hefur tekið mörg ár að byggja skólann. Hann hóf starfsemi sína árið 1989. Síðan hafa verið haldin þar mörg námskeið, margskonar og mislöng. Á komandi hausti er ráðgert að halda svokallað biblíu- og boðunarnámskeið. Námskeiðið tekur 20 vikur. Af þeim eru 12 sem fara í kennslu og 8 vikur í verklega þjálfun í safnaðarstarfi og boðun. Nemendur á námskeiðinu búa á heimavist skól- ans. Það að búa í nánu samfélagi við aðra nemendur þroskar mjög einstaklingana og þeir læra að taka til- lit hver til annars. Kennslan fjallar einnig um það hvernig við mætum hvert öðru með kærleika Krists Biblíuskólinn fyrirgefum hvert öðru. Þannig má segia að stór Eyjolfsstoðum. f :, hluti af namskeiðinu se þetta nana samfelag. Kennslan á námskeiðinu er nijög fjölbreytt og koma bæði innlendir og erlendir kennarar til með að kenna. Meðal kennsluefnis er hin kristna guðsmynd, hjálpræðisverk Jesú Krists, sigur yfir synd, verk heilags anda, náðargjafirnar og margt fleira. Starfs- menn veita nemendum ríkulega ráðgjöf og einnig munu kennarar bjóða nemendum slíkt ef óskað er. Hluti af námskeiðinu felst í því að nemendur koma saman í litlum samfélagshópum þar sem kennslan er rædd og þeim gefst kostur á að ræða það sem þeim liggur á hjarta. Einnig eru litlir bænahópar starfræktir. Lofgjörðarstundir eru að jafnaði þrisvar í viku. Nemendur hjálpast að við að halda hreinu í kring- um sig og aðstoða við „heimilisstörfin“. Einn dag í viku er vinnuskylda þar sem nemendur vinna hluta úr deginum. Það getur verið gott að líta eitt augna- blik upp úr Biblíunni, taka sér pensil í hönd og mála grindverk eða gera eitthvað annað heilnæmt. Einnig er kjörið að rækta líkamann á milli þess sem andinn er ræktaður og grindverk máluð. Hlaupa- og gönguferðir eru upplagðar ásamt öðrum íþróttum. Aðstaðan á skólanum er öll hin ágætasta. Húsið er 700 fm. á tveimur hæðum. Þar munu nemendur dvelja í tveggja til fjögurra manna herbergjum. Mál- tíðir eru snæddar í sameiginlegum matsal. Setustofa er fyrir nemendur á heimavist. Bókasafn er á staðn- um og aðstaða til þvotta Einkunnarorð fyrir komandi námskeið eru orð Jesú Krists: En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri þegar þeir sækja um skólavist. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu UFMH í Reykjavík, en einnig er hægt að fá þau send frá Eyjólfsstöðum. Umsóknir berist til Biblíuskólans Eyjólfsstöðum, 701 Egilsstaðir. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn skólans í síma 471 2171. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.