Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 29
A DOFINNI þrautakeppni, skoðunarferðir og margskonar leikir. Kvölddagskráin hefst nteð fjölbreyttum kvöldvökum fyrir alla fjölskylduna, en þar á eftir verða m.a. tónleikar, varðeldur, kaffihúsið opið o.fl. Yfir 800 manns hafa sótt Sæludagana undanfarin ár og eiga aðstandendur von á enn fleirum í sumar. Aðgangseyrir á Sæludaga í Vatnaskógi er kr. 2.700. Okeypis er fyrir börn yngri en 13 ára og fólk eldra en 67 ára. Það eru Skógarmenn KFUM sem fara fyrir og bera ábyrgð á Sæludögununi. Almenna mótið og Sæludagana er varla hægt að bera saman, svo ólík eru þau þó svo að umhverfið sé hið sama. Almenna mótið gegnir mikilvægu sam- félagshlutverki í kristniboðsstarfinu og fullorðins- starfi KFUM og KFUK og tekur dagskrá þess nokkuð mið af því. Sæludagarnir hafa náð því markmiði að höfða til almennings, þeir eru kynntir út á við og eru í samkeppni við margskonar tilboð sem almenningi býðst um þessa miklu ferðahelgi. A Sæludögunum er rík áhersla lögð á að fólk, sem hefur takmarkaða reynslu af kristinni trú, geti fundið sig velkomið. Boðun, fræðsla og dagskráin almennt tekur mið af þeim hópi, sem fer stigvaxandi frá ári til árs. Gisting innandyra stendur til boða á báðum mót- unum (meðan húsrúm leyfir). Nánari upplýsingar um mótin má fá á Aðalskrifstofu félaganna í síma 588 8899. ■ Minnispunktar fyrir sumarib Sumarið er gengið í garð. Kristinn maður má ekki láta sumarið verða þurrkatíma í trúarlífi sínu. Hann ætti að eiga helga stund, eina eða fleiri, á hverjum degi við lestur orðsins og bænagjörð. Og nauðsynlegt er að koma reglulega saman með öðrum og hlýða á boðun orðsins. Samtökin, sem gefa út Bjarma, halda reglulega samkomur árið urn kring, einnig á sumrin. Þangað eru aliir velkomnir. Þá standa þau fyrir nokkrum mótum og samverustundum í sumar. Þeir sem eru farnir að leggja áætlanir fyrir næstu mánuði eru hvattir til að hafa eftirfarandi mót og samkomur í huga. Biðjið jafnframt fyrir þessurn samverustundum. • Jónsmessuvaka KFUM og KFUK föstudagskvöldið 23. júníkl. 19:30-22:00. • Esjuganga fjölskyldudeildar KFUM og KFUK 24. júní. • Almenna mótiö í Valnaskógi 30. júní til 2. júlí. • Fagnaðarsamkoma fyrir kristniboðana Birnu G. Jónsdóttur og Guðlaug Gíslason í Kristniboðssalnum 11. júlí. • Kristniboðsmótið á Löngumýri 14. — 16. júlí. • Tjaldútilega á vegum fjölskyldudeildar KFUM og KFUM helgina 21. - 23. júlí. Farið verður að Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. • Samkoma í Kristniboðssalnum: Hundrað ára minning Ólafs Ólafssonar kristniboða (5. ágúst) 26. júlí. • Sæludagar í Vatnaskógl, fjölskyldumót um verslunarmannahelgina 4. - 7. ágúst. • Fagnaðarsamkoma fyrir kristniboðana Valdísi Magnúsdóttur og Kjartan Jónsson í húsi KFUM og K Holtavegi 13. ágúst. • Biblíu- og kristniboðsnámskelð í Ölveri 17. - 20. ágúst. • Karlaflokkur í Vatnaskógi 31. ágúst til 3. september. • Kvennafiokkur í Vindáshlíð 31. ágúst til 3. september. • Feðgahelgi í Vatnaskógi 8. -10. og 22. - 24. september. • Skólamót í Vatnaskógi 15. -17. september. • Sæludagur í september sunnudaginn 17. september. Viðauki við Sæludaga í Vatnaskógi og upphafsdagur barnastarfs KFUM og KFUK í Reykjavík. • Krlstniboðsþlng í Reykjavík 22. - 24. september. • Samkomuátak KFUM og KFUK í Reykjavík, 28. sept. -1. október. 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.