Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 6
arskoðun hefur áhrif á það hvernig við skiljum og metum hvert smáatriði hennar. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyr- ir náttúrulögmálunum en um leið sjá- um við Guð að verki í öllum hlutum. Þessi sýn á veruleikann gerir sköpun- arverkið sífellt að áhugaverðu rann- sóknarefni. Menn reyna betur og betur að gera sér grein fyrir eðli og lögmálum náttúrunnar og nota þá þekkingu til að snúast gegn því sem eyðileggur og brýt- ur niður og leitast í staðinn við að byggja upp og bæta. Markmiðið er að gera heiminn byggilegri, lífið betra og auðveldara að takast á við. Slíkt er sjálf- sagt og eðlilegt og erfðarannsóknir nú- tímans eru hluti af stöðugri þekkingar- leit mannsins. Og þekkingin sem slík er af hinu góða. Samt sem áður leiðir sköpunartrúin af sér þá spurningu hvernig og hve langt við getum gengið í því að beita þekkingunni í því skyni að hafa áhrif á lífið og eðli þess. Erum við algjörlega sjálfráð í því efni eða berum við ábyrgð gagnvart einhverjum öðrum en okkur sjálfum þegar við notum þekk- ingu okkar til að hafa áhrif á lífið og framgang þess? Geta vopnin snúist í höndunum á okkur af því að okkur skortir dómgreind, misnotum þekkingu okkar eða göngum of langt þannig að við leggjum tortímingaröflum lið í stað þess að byggja upp? Er hugsanlegt að á stundum séum við farin að leika Guð? Hver er ábyrgð mannsins? í þessu samhengi er rétt að velta fyrir sér þeirri ábyrgð sem við hljótum að bera. Hver er hún? Ætli trúin á Guð hafi eitthvað til málanna að leggja í því efni? Sköpunartextar Biblíunnar fjalla ekki bara um Guð sem höfund og skap- ara allra hluta heldur fjalla þeir jafn- framt um manninn og stöðu hans og hlutverk í tilverunni (sjá t.d. 1. Mós 1-3, Sálm. 8 o.fl.). í einum þessara texta er talað um að maðurinn sé skapaður í Guðs mynd (1. Mós. 1,27). Þessi stað- hæfing hefur á sér tvær hliðar. Annars vegar áréttar hún smæð mannsins og setur hann á bekk með gjörvallri sköp- un Guðs. Maðurinn er sköpun, hluti alls hins skapaða og er sem slíkur ekki í neinni sérstöðu. Hann þiggur líf sitt og tilvist af Guði og er dauðlegur eins og allt annað líf á jörðinni (sbr. 1. Mós. 3,19; Sálm. 90,3; Sálm. 144,3-4 og Jes. 40,7). Út frá þeim sjónarhóli er eðlilegt að rannsaka manninn og líf hans til að öðlast betri þekkingu á eðli hans og eig- inleikum. Hins vegar leggur þessi stað- hæfing áherslu á hátign mannsins og setur hann í algera sérstöðu sem sköp- un í Guðs mynd. Þessi sérstaða skír- skotar ekki til einhvers sérstaks eðlis mannsins eða útlits hans heldur til sér- stakrar stöðu hans gagnvart skapara sínum og annarri sköpun Guðs. Maður- inn getur þekkt Guð, trúað á hann og átt samfélag við hann. Guð kallar hann til samfélags og þjónustu við sig og gaf son sinn honum til hjálpræðis. Þetta fel- ur í sér að þegar við leggjum stund á rannsóknir á manninum og lífi hans og hagnýtum okkur þá þekkingu sem við búum yfir þá hljótum við að bera sér- staka virðingu fyrir hverjum einstak- lingi, lífi hans og rétti. Manngildið og Kciri SteJ'ánsson: Ekki skynsamlegt að snfða þekkingarsköpun stakk Eiga erjðamnnsóknir að lúta siðareglum eða vera óháðar þeim? Geta til dæmis ákveðnar siðareglur sagt til um hvaða rannsóknir og rannsóknaraðjerðir séu æskilegar og hverjar ekki? Allar rannsóknir og öll hegðun manna hljóta að lúta siðareglum. Þegar verið er að búa til þekkingu verður að lúta vel úthugsuðum siðareglum. Hins veg- ar held ég að ekki sé skynsamlegt að sníða þekkingarsköpun stakk. Reglur sem koma í veg fyrir myndun á nýrri þekkingu eru óæskilegar. Þá er farið að hafa áhrif á þróun á ófyrirséðan hátt. Tökum sem dæmi gen sem veldur brjóstakrabbameini. Vitneskja um það getur orðið til þess að tryggingarfélag neiti að tryggja konuna og það er vont. Þekkingin sjálf er hins vegar ekki ill og hún getur orðið til að bjarga lífi kon- unnar. Þannig skiptir máli hvernig þekkingin er notuð. Ég held að mann- eskjan sé í grundvallaratriðum góð og noti þekkinguna í samræmi við það. Uppgötvun og beislun kjamorkunnar var merkilegt vísindaajrek á sínum tíma en nú heyrast þær raddir að mannkynið væri betur kornið án þeirrar þekkíngar. Geta ejðavísindinJarið úr böndurium? Kári Stefánsson er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Ég er ekki viss um að við værum betur komin án þekkingarinnar sem misvitr- ir menn notuðu til að drepa fólk. Þeir sem notuðu kjarnorkusprengjur drápu miklu fleiri með öðrum aðferðum. Hvernig var hægt að vita að þetta myndi gerast? Það hefði alveg eins mátt búast við að penisillín yrði notað til að byggja upp sýklavopn. Kæmi til greina að „rækta“ sérslaka eigínleika, svo sem líkamsvöxt eða tón- listargáju? Sú erfðafræði sem ég stunda og hef

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.