Bjarmi - 01.10.1998, Qupperneq 10
Guðmundur Karl Brynjarsson
Er sannleikurinn algjör
eða afstæður?
Kftir Norman Geisler
IJóhannesarguðspjalli lýsir
Kristur því yfir að hann sé
„sannleikurinn" (Jóh. 14.6).
Fátt hefur skaðað gildi þessarar
yfirlýsingar meir en tíðarandi
nútímans sem í raun hafnar þvi að til
sé algjör sannleikur. Þessi lífssýn er
afar útbreidd og á sér hljómgrunn um
allan heim. „Fyrir þér er þetta kannski
satt en fyrir mig ekki,“ eða: „Þetta kann
einhverntíma að hafa verið satt en ekki
lengur,“ eru setningar sem við höfum
væntanlega öll heyrt einhverntíma. Áður
en kristið fólk hyggst ræða kröfu Krists
um að vera „sannleikurinn" er nauðsyn-
legt að svara þessari spurningu: „Er
sannleikurinn algjör eða afstæður?"
Með öðrum orðum: „Er sannleikurinn
óumbreytanlegur og óháður kringum-
stæðum eða er sannleikur eitthvað sem
hver og ein(n) verður að semja um við
sjálfa(n) sig?“
Eins og áður sagði gerði Jesús tilkall
til þess að vera „sannleikurinn“. Sann-
leikurinn er lil en hvert er eðli hans?
Hvað er sannleikur?
Er sannleikurinn góður ásetningur?
Sumt fólk heldur því fram að sannleik-
urinn sé háður ákvörðun hvers og eins
en ekki fólginn í einhverju algjöru. Aug-
ljóslega er þó eitthvað bogið við þetta
viðhorf. Ef ég áset mér að segja þér að
beygja til hægri en segi þér að beygja til
vinstri og þú villist þá hef ég ekki sagt
þér sannleikann. Það er alveg sama
hvað ég vildi vel. Með öðrum orðum er
sannleikurinn því ekki hvað ég vildi sagt
hafa en gerði ekki heldur einmitt hvað
ég segi. Ef svo væri ekki hefði enginn
maður haft nokkru sinni rangt fyrir sér.
Afstæður sannleikur
Nú á dögum álíta næstum allir að sann-
leikurinn sé afstæður. Lítum á dæmi:
Er sannleikurinn bara stundum
sannur? Einu sinni álitu allir að jörðin
væri flöt. Nú vitum við að hún er
hnöttótt. í þessu sambandi má því segja
að sannleikurinn hafi mótast með tím-
anum, eða hvað? Hvort breyttist sann-
leikurinn sjálfur eða trú fólks á því hvað
er sannleikur? Sannarlega breyttist
jörðin ekki úr pönnukökulaginu yfir í að
vera hnöttótt. Það sem breyttist voru
viðhorfin, ekki sjálf jörðin. Við skiptum
út því sem við vitum nú að voru rangar
upplýsingar fyrir réttar upplýsingar.
Er sannleikurinn bara sums staðar
sannur? Nei. Það sem er rétt á einum
stað hlýtur einnig að gilda um þann
næsta. Til dæmis er setningin: „Það er
kalt á norðurpólnum," jafnsönn á heit-
um sumardegi á Florida og í norðan-
nepju á íslandi. „Það er kalt á norður-
pólnum," er satt alls staðar. Eins er það
sannleikur á norðurpólnum að það sé
heitt á Florida.
Ef eitthvað á að geta kallast sannleik-
ur, þá er það sannleikur alls staðar,
óháð tíma og rúmi. Sé eitthvað satt þá
er það öllum satt. 7+3=10 er ekki að-
eins sannleikur fyrir stærðfræðiséní
heldur fyrir alla menn og það er ekki
bara satt meðan verið er að reikna það
heldur alltaf og alls staðar. Afstæðis-
hyggjan er eins og gamalt epli. Hýðið
gefur til kynna að það sé í lagi, en það
er rotið að innan.
Eitt sinn lenti ég í rökræðum við ung-
an húmanista í Rice-háskólanum. Hann
hafði lesið bók mína um Kristna trú-
fræði (sem fáir nenna að gera). „Kristnir
menn eru svo óskaplega þröngsýnir,"
sagði hann. „Geisler segir í bók sinni að
kristindómurinn sé sannleikurinn og að
öll trúarbrögð utan hans séu villa. Það
kalla ég þröngsýni."
Þegar það kom að mér að tala sagði
ég: „Ég hef lesið bók dr. Kolendas, Trú-
arbrögð án Guðs. Hann segir að
húmanismi sé sannleikurinn og öll trú-
arbrögð sem álykti annað fari vill vega.
Þessir húmanistar eru nú aldeilis
þröngsýnir. Bæði viðhorfin eru því jafn-
þröngsýn. Þannig er sannleikurinn."
Gleymum þó ekki að þó sannleikur-
inn sé algildur þá þarf skilningur okkar
á honum ekki endilega að vera það. Ég
lenti eitt sinn í rökræðum við annan
kristinn mann um það hvort kristnum
mönnum bæri að styðja við starf Billy