Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 29
Robert Duvall fer á kostum í hlutverki predikarans Sonnys.
an hvítasunnupredikara, Bróður
Blackwell (John Beasley), sem hafði orð-
ið að láta af störfum vegna hjartakvilla
og segir honum að hann hafi verið
sendur af Guði til að taka upp þráðinn
með honum. Honum tekst að sannfæra
Blackwell og tekur til við að lagfæra
kirkjuna hans sem hafði staðið ónotuð
um nokkurt skeið. Hann fer síðan smátt
og smátt að byggja upp nýjan söfnuð og
notar til þess meðal annars svæðisút-
varpið á staðnum.
Allt gengur vel og framtíðin virðist
björt á þessum nýja stað. En á meðan
liggur móðir hans banaleguna án þess
að hann geti heimsótt hana og Horace
deyr af högginu sem Sonny hafði veitt
honum. Sonny stendur því andspænis
þeirri staðreynd að vera morðingi. Hann
sér því loks þann kost vænstan að
greina Bróður Blackwell frá því sem
gerst hafði.
Myndin
í rauninni má segja að kvikmyndin The
Apostle sé einkaframtak Roberts Duvall.
Hann skrifaði handritið, leikstýrði,
framleiddi og kostaði gerð hennar auk
þess að leika aðalhlutverkið. Það mun
hafa tekið Duvall um 15 ár að undirbúa
myndina. Hann vildi sefja sig vel inn í
viðfangsefnið en auk þess tók sinn tíma
að reyna að fá eitthvert kvikmyndafyrir-
tæki til að fjármagna myndina, en án
árangurs. Duvall segir í viðtali við tíma-
ritið The Journal of Religion and Film
að hann hafi heillast af vakningapredik-
urum í Suðurríkjum Bandaríkjanna fyr-
ir rúmum 30 árum þegar hann heim-
sótti litla hvítasunnukirkju í bænum
Hughes í Arkansas. Hann segist hafa
verið gripinn af þeim takti, hrynjandi og
einlægu trú sem hann varð vitni að í
söngvum og tónlist á tjaldsamkomum
vakningapredikaranna og kveðst líta á
þessar samkomur sem mikilvægan
hluta af bandarískri menningu og þessa
tegund predikunar sem sérstætt, amer-
ískt listform.
Óhætt er að halda því fram að kvik-
mynd Duvalls sker sig úr flestum þeirra
kvikmynda sem gerðar hafa verið um
ameríska predikara, hræsni þeirra og
spillingu. Það er t.d. mikill munur á The
Apostle og myndum á borð við Leap of
Faith með Steve Martin í aðalhlutverki
og Elmer Gantry með Burt Lancaster.
Duvall ber virðingu fyrir viðfangsefni
sínu og meðhöndlar samfélög hvíta-
sunnumanna í Suðurríkjunum á ein-
lægan og yfirlætislausan hátt. Það fer
heldur ekki á milli mála að Duvall hefur
rannsakað viðfangsefni sitt vel. Það birt-
ist meðal annars í þeirri mynd sem
dregin er upp af hvítasunnupredikurum
og söfnuðum Suðurríkjanna, enda var
myndin kvikmynduð að hluta til á
heimavelli, þ.e. í söfnuði hvítasunnu-
manna sem leika mörg af smærri hlut-
verkum í myndinni og eru í raun að
leika sjálfa sig. En það birtist ekki síst í
afburða leik Duvall's í hlutverki
Sonny’s. Það má því segja að myndin
standi og falli með honum. Sonny er
enda aðalpersóna myndarinnar og aðrar
persónur hennar þjóna fyrst og fremst
því hlutverki að vera hluti af sögu hans.
í því er veikleiki myndarinnar helst fólg-
inn. Það hefði þurft að vinna meira með
aðrar persónur sögunnar til mótvægis
við persónu Sonnys og byggja þannig
upp áhrifameiri spennu í kringum
þennan litríka predikara sem virðist í
senn góður og slæmur náungi. Margt í
sögu hans og samskiptum við annað
fólk er þar af leiðandi látið óskýrt og
baksvið sumra atvika því óljóst. Ef til
vill hefur Duvall ætlað áhorfandanum
eftir að geta í eyðurnar og er allt gott
um það að segja en afleiðingin er sú að
margar af presónum myndarinnar verða
hálf litlausar.
Á hinn bóginn má segja Duvall til
hróss að sagan er sögð án væmni og til-
finningasemi og hann hvorki lítilsvirðir
né upphefur Sonny. Hann leitast blátt