Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Síða 30

Bjarmi - 01.10.1998, Síða 30
Farrah Fawcett leikur eiginkonu Sonnys. áfram við að segja sögu hans og draga fram mótsagnirnar í lífi hans og tekst það vel. Framkoma Sonnys, ákafur predikunarstíll hans, kraftur og at- hafnasemi, kænska hans og sannfær- ingarkraftur í samskiptum við fólk ásamt skapbrestum hans leiðir allt í ljós mótsagnimar í lífi hans. Það sem hann kann er að predika og predikunin hefur fært honum velgengni á millistéttarvísu en sú velgengni hefur einnig í för með sér óvild, öfund og ringulreið sem hann ræður loks ekki við. Þverstæðan Athyglin beinist þannig næsta óskipt að þessum sérstæða og þverstæðufulla predikara sem er í senn breyskur og bænheitur, ákafur og veikgeðja. Hann trúir staðfastlega á Jesú Krist sem frels- ara og treystir orðum Biblíunnar og handleiðslu Guðs. Hann telur sig kall- aðan af Guði til að boða fagnaðarerindið um fyrirgefningu syndanna og er knú- inn áfram af þeirri trú. Um leið ræður hann ekki við ástríður sínar og skap. Hann horfir með girndarhug til annarra kvenna en eiginkonu sinnar og beitir hana ofbeldi þannig að á endanum gefst hún upp. Hann lætur afbrýðisemi og áfengi ná tökum á sér, missir stjórn á skapi sínu og slær mann til óbóta. Og það virðist ekki hvarfla að honum að gefa sig fram þegar hann áttar sig á því að hann hefur framið morð. I staðinn er haldið áfram að predika í trausti til guð- legrar handleiðslu. Myndin vekur því margar spurningar án þess að svara þeim beinlínis. Sú spurning hlýtur t.d. að vakna hvort maður á borð við Sonny geti litið á sig sem verkfæri Guðs. Er hann ekki bara rekinn áfram af eigin ákefð og athafna- semi sem illu heilli beinist í trúarlegan farveg? Er köllun hans sönn eða ein- skær blekking? Er hann heilagur eða siðblindur? Er hann útsmoginn loddari sem getur snúið fólki um fingur sér með sannfæringarkraftinum einum eða er hann einlægur þjónn Guðs? Áhorfend- um er látið eftir að glíma við slíkar spurningar og það er vissulega styrkur myndarinnar að svo skuli vera. Annars. hefði hún fljótt fallið í þá gryfju að fella dóma yfir söguhetjunni. Við getum ennfremur spurt hvað Ro- bert Duvall er að reyna að segja með mynd sinni um postulann. Er hann að draga upp enn eina myndina af hræsn- isfullum og spilltum predikara eða er hann að sýna fram á að breyskur mað- ur geti þrátt fyrir allt komið góðu til leiðar með því að boða fagnaðarerindið? Er trúin á Guð aðeins þægileg hjástoð á tiltölulega sléttri braut velgengninnar eða er hún sönn huggun þeirra sem raunverulega þarfnast hennar? Er hún nánast eins og fíkn eða er hún lifandi sannfæring? í áðurnefndu viðtali við The Journal of Religion and Film segir Duvall að trú- að fólk kunni að spyrja hvers vegna hann hafi gert kvikmynd um evangel- ískan predikara sem dragi öðru fremur upp mynd af breyskleika hans. Hann svarar því til að annað hvort verðum við að viðurkenna veikleika fólks eða við neyðumst til að rífa allmargar síður úr Biblíunni. Síðan bendir hann á Davíð konung til samanburðar sem sendi mann út í opinn dauðann svo hann gæti komist upp með að sofa hjá kon- unni hans. Að mati Duvalls er Sonny ekki vondur maður. Hann sé í raun ósköp venjulegur og góður maður en hann gerir hins vegar slæma hluti. Hann treystir jafnframt á það sem hann trúir á þótt honum verði illa á í mess- unni. Og þrátt fyrir allt viti hann að hann þarfnast iðrunar og fyrirgefningar og geri sér grein fyrir að hann verði fyrr eða síðar að taka afleiðingum gjörða sinna. Kaldhæðni? Það er rétt að Sonny er ekki vondur maður eins og honum er lýst í mynd- inni. Hann fór t.d. ekki á hornabolta- völlinn með þeim ásetningi að fremja morð þótt áfengi og afbrýðisemi hafi leitt hann til þess. Það kaldhæðnislega við persónu Sonnys er ef til vill það að hann er, þegar öllu er á botninn hvolft, þessi venjulegi náungi sem við sjáum dálítið af í okkur sjálfum, maður sem vill vel þótt hann geri ýmislegt slæmt. „Hið góða sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég“ segir Páll postuli í Rómverjabréfinu (7:19). Þau orð geta átt við Sonny alveg eins og okkur hin sem afvegaleiðumst iðulega vegna skammsýni og dóm- greindarleysis. Saga einstaklinga og þjóða er full af mistökum og sú saga sem Duvall segir í myndinni The Apostle er einfaldlega dæmi um slíka sögu. Á hinn bóginn getum við spurt hvort það beri ekki vott um hræsni að maður sem fremur þau glöp sem Sonny gerir skuli halda áfram að predika fagnaðar- erindið eins og ekkert hafi í skorist í stað þess að horfast í augu við afleiðing- ar gjörða sinna. En við sitjum þá uppi með þá spurningu einnig hvort við séum þar með tilbúin til að kasta fyrsta steininum.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.