Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 3
0 ( ~óo°j£ STALDRA VI pl armi TIMARIT UM TRUMAL Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson og Kjartan Jónsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.800,- innanlands, kr. 3.300,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasolu kr. 500,-. Umbrot og útlit: Áhrif ehf, Kringlunni 6. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: ísafoldarprentsmiðja. 4Ragnar Schram ræóir viö Hjördísi Kristinsdóttur, Jóhann Þorsteinsson og Jónu Hrönn Bolladóttur um kirkjuna og unglinga. 8Hjalti Hugason fjallar um unglinginn og samfélagiö. ^f\Unglingar í l\^vanda. Einar Pálmi Matthíasson fjallar um efniö. Jjj Unglingar og trú. Iw Gunnar J. Gunnarsson fjallar um nióurstööur rannsóknar á trú og trúariókun barna og unglinga. JQ.Tomur magi hefur I Oengin eyru.“ Gyóa Karlsdóttir ræóir viö Pip Wilson, framkvæmda- stjóra KFUM í Romford á Englandi. Margrét AiV Eggertsdóttir fjallar um skáldsögu Astridar Lindgren um bræöurna, Karl og Jónatan Ljónshjarta. AA „Fólkió þarfnast émmmm hins kristna boóskapar ekkert síóur en viö.“ Kjartan Jónsson ræöir viö Leif Sigurósson, nývígöan kristniboða. Dnglingarnir, truin og kirkjan Ný aldamótakynslóð er að vaxa úr grasi. Unglingar aldamótanna munu móta ís- lenskt samfélag á fyrri hluta 21. aldar- innar. Hvað einkennir íslenska unglinga nú um stundir? Hvað mótar þá? Hvert er lífsviðhorf þeirra, trú og gildismat? Kem- ur kirkjan eitthvað við sögu í daglegu lífi þeirra eftir að fermingunni sleppir? Fer unglingaheimurinn versnandi ár frá ári eða hefur hann bara breyst? Afstaðan til unglinga einkennist ýmist af bjartsýni eða svartsýni. Hinir svartsýnu eru jafnan þeirrar skoðunar að heimurinn fari sífellt versnandi, að uppvaxandi kyn- slóð sé ábyrgðarlaus og undir slæmum áhrifum poppmenningar og vafasamra jafn- aldra og því ólíklegt að hún geti borið ábyrgð á samfélagi framtíðarinnar. Neikvæð mynd sem fjölmiðlar draga oft upp af unglingum á hér hlut að máli og sú staðreynd að auðvit- að leynist misjafn sauður í mörgu fé. Hinir bjartsýnu telja aftur á móti að aðstæðumar séu ekkert endilega verri en áður þótt þær hafi breyst. Fréttir af drukknum unglingum í miðborg Reykjavikur segja alls ekki alla söguna af unglingum og sýni raunar mjög lítið og neikvætt brot hennar sem endurspeglar ekkert síður vanda foreldranna og samfé- lagsins en unglinganna. Jákvæðu þættimir em miklu fleiri og því má sjá mikinn efnivið í unglingum sem búa yfir margvíslegum hæfileikum og hæfni til að aðlagast nýjum að- stæðum í ilóknu samfélagi samtímans. Þar af leiðandi hljóti þeir að verða í stakk búnir til að axla ábyrgð í framtíðinni. Ætla má að þeir sem sinna kirkjulegu starfi fylli ýmist hóp hinna svartsýnu eða bjart- sýnu varðandi unglingana og framtíðina. Sjálfsagt em ýmsir þeirrar skoðunar að ólík- legt sé að margur nútímaunglingurinn geti axlað ábyrgð í klrkjunni meðan aðrir telja fátt þ\á til fyrirstöðu. Vandi kirkjunnar er þó ekki aðallega fólginn í slíkum skoðana- mun. Hann felst fyrst og fremst í þvi hvemig kirkjan og kristilegt æskulýðsstarf ætlar að ná til unglinga nútímans - alls konár unglinga sem eru í óða önn að móta sjálfsmynd sína og lífsskoðun. í fljótu bragði kann okkur að finnast fátt sameiginlegt með kirkjunni og unglingahópi í víðum fötum með rymjandi rapptónlist í eyrum. Áreitin sem unglingar verða fýrir virðast óendanleg: Tónlistin, kvikmyndimar, sjónvarpið, myndböndin, tölvumar, netið, jafnaldr- arnir, skólinn, félagsmiðstöðin, íþróttirnar o.íl. Er kirkjan og kristilegt æskulýðsstarf úr leik i öllu saman? Er e.t.v. ekki rúm fyrir unglinginn í hefðbundnu starfi kirkjunnar? Aðstæður unglinga á íslandi eru margvislegar og það er margt sem mótar og hefur áhrif. Staðreyndin er hins vegar sú að kirkjan er fjarverandi í lífi flestra unglinga strax árið eftir fermingu og þvi hefur hún lítil áhrif til mótunar á þeim árum sem ungingar taka barnatrúna svokölluðu til endurmats og leitast við að móta sjálfstæða lífsskoðun og trúarafstöðu. Þeir sem em í forystu fyrir kristilegu æskulýðsstarfi þuri'a ávallt að spyrja sig að þvi hvemig kirkjan getur mætt unglingum með fagnaðarerindið á þeim mikilvægu mótunar- ámm sem unglingsárin em. Unglingar em ekki sérstakur „þjóðflokkur" eða „markhópur" sem þörf er á að meðhöndla með sértækum hætti. Þeir em fólk sem fyrst og fremst þarf að taka alvarlega og sýna virðingu. Það á ekki eingöngu að líta á þá sem hóp heldur sem einstaklinga sem þarfnast félagsskapar, umhyggju og kærleika eins og aðrir. Ytri umgjörð og starfsaðferðir kirkjunnar þurfa auðvitað að taka mið af aðstæðum og höfða til ungling- anna og þar þarf án efa að taka margt til endurmats. En hitt breytist ekki: Unglingar þurfa að finna að þeir séu viðurkenndir og virtir og þeim treyst. Þeir þarfnast þess að á þá sé hlustað og að einhveijir láti sér annt um þá. Þetta þurfa leiðtogar í kristilegu æsku- lýðsstarfi örðu fremur að skilja svo þeir geti leiðbeint þeim og liðsinnt varðandi trú og líf. //\/vWUVv44^V^'

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.