Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 28
Fastan er brátt á enda og það er stutt til páska. Vorið og vorhreingerningarnar eru framundan. En hvers vegna að rifja það upp? Viðfangs- efni þessa pistils tengist vorinu. 1. Kor- intubréf er skrifað að vori, líklega um páskaleytið vorið 55, frá Efesus. Páll postuli hafði fengið tíðindi af ástandi mála í söfnuðinum i Korintu og bréf þaðan með ýmsum spurningum. Versin sem hér eru til umfjöllunar eru úr þeim hluta bréfsins sem fjallar um ástandið í söfnuðinum og þau fjalla um hrein- gerningar! Siðleysið í Korintuborg Korintuborg var allstór borg á þeirra tima mælikvarða, u.þ.b. 5-6 sinnum stærri en Reykjavík nútímans. Borgin var á dögum Páls postula höfuðborg í rómverska skattlandinu Akkeu. Hún var vel staðsett hafnarborg á eiðinu milli gríska meginlandsins Makedóníu og Peloppones, með hafnir báðum meg- in á eiðinu. Um þær fóru miklir vöru- ilutningar milli austurs og vesturs og þvi var Korinta öflug iðnaðar- og versl- unarmiðstöð. Borgin hafði verið lögð í rúst af Rómverjum árið 146 f.Kr. en öld síðar hafði Júlíus Cesar endurreist hana. íbúar voru því margir aðfluttir og í borginni ægði saman fólki af alls konar þjóðerni. Gyðingar voru t.d. fjölmennir og höfðu byggt sér sýnagógu. Trúar- bragðablanda var áberandi og mátti finna í Korintu trúar- og heimspeki- stefnur og lifsskoðanir af öllu tagi. Dýrkun gyðjunnar Afrodítu með tilheyr- andi skækjulifnaði var m.a. áberandi og frægir íþróttaleikar voru haldnir til heið- urs sjávarguðinum Poseidon. Biblíufræðsla 1. Kor. 5:6-8 Eins og verða vill, þegar fólk safnast saman úr ýmsum áttum til búsetu í þéttbýli, rikti mikil siðferðisleg upplausn og lausung í Korintu. Það hafði lengi farið það orð af Korintu að hún væri alræmd fyrir siðleysi þó að líklegt sé að ástandið þar hafi verið svipað og í ýmsum öðrum hafnarborgum rómverska heimsveldisins. Vandamál safnaðarins Páll kom til Korintu á annarri kristni- boðsferð sinni, líklega árið 50 e.Kr., og dvaldi þar í hálft annað ár (sjá Post. 18). Honum virðist hafa orðið vel ágengt og allstór söfnuður orðið til. Forstöðumað- ur sýnagógunnar, Krispus að nafni, tók meðal annarra trú þótt þorri Gyðinga hafi hafnað boðskap Páls. Það varð hins vegar verkefni annarra en Páls að byggja söfnuðinn í Korintu upp og greinilegt er að það hafði leitt til klíku- myndunar og flokkadrátta þar sem safnaðarmenn fylgdu ákveðnum leiðtog- um (1. Kor. 1:12). Þá hafa þeir verið að eltast við mannlega speki og kenningar og hrósað sér af slíku, þótt þeir hafi e.t.v. ekki haft efni á þvi (1:20, 26). Söfnuðurinn í Korintu var ungur eða um 5 ára þegar Korintubréfin voru skrif- uð og aðstæður erfiðar. Enda kemur það í ljós að áhrif frá ástandi þjóðfélagsins voru mikil í söfnuðinum og sú upplausn og lausung sem þar rikti hafði sett mark sitt á safnaðarlíflð. Safnaðarmenn áttu í opinberum málaferlum hver við annan (6:1-8), alvarlegt siðleysi átti sér stað, svo slæmt að Páll heldur því fram að slíkl eigi sér ekki einu sinni stað meðal heið- ingja (5:1-5), deilt var um réttmæti þess að neyta fórnarkjöts (8:1-13; 10:14- 11:1),um saurlifnað (6:12-20) og um ágæti hjónabandsins og hjónaskilnaði (7:1-16). Sumir virðast hafa talið að hið nýfengna frelsi í Kristi gæfl þeim tilefni til að gera nánast hvað sem þeim sýndist (10:23-24). Þá virðast einhverjir hafa hafnað upprisutrúnni (15:12) og postula- dómur Páls var dreginn í efa (4:3 og 15; 9:ln). Að auki ríkti óreiða og upplausn á safnaðarsamkomum og tilgangur náðar- gjafanna var ekki ljós (12.-14. kaili). Hætt er við því að við hefðum ekki viljað kannast við að vera í slíkum söfn- uði og hefðum fellt harða dóma yfir þeim sem hlut áttu að máli. Hér er þó nauðsynlegt að staldra við og ekki víst að við höfum efni á slíkum dómum. Að- stæður safnaðarins í Korintu voru aðrar en okkar. Um var að ræða ungan söfn- uð sem hafði aðeins verið undir áhrifum kristins boðskapar í fáein ár. Ytri að- stæður voru erfiðar vegna ástandsins sem ríkti í þjóðfélaginu og bakgrunnur safnaðarmanna slíkur að það þarf ekki að koma á óvart að erfiðleikar í söfnuð- inum hafi verið miklir. Það er þó engin afsökun fyrir Korintu- menn enda gengur Páll beint til verks í bréfinu við að hreinsa til og hvetja safn- aðarmenn til að kippa því í lag sem var úr lagi hjá þeim. Sú hvatning grundvall- ast á fagnaðarerindinu um Krist. „Vér predikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs“ (1:23). Hann er grundvöllurinn sem þeir eiga að byggja á: „Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur" (3:11). Á honum byggist eining safnaðar- ins. Hann hefur af kærleika sínum lagt sjálfan sig i sölurnar íyrir þá og er því grundvöllur frelsunar þeirra og siðgæðis.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.