Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 11
Gestir á loftstofu KFUM og KFUK í Austurstræti 20. gjarnan huggunar í vímuefni. Vegur reiðinnar leiðir þau þangað. Freistingar Hvað þýðir kaflinn um freistingar þegar andi Guðs leiddi Jesú Krist einan um óbyggðirnar í ijörutíu daga án vatns og matar? Þegar Kristur er orðinn aðfram- kominn af hungri og þorsta kemur djöfullinn og býður að gefa honum allt veldi jarðarinnar ef hann falli fram og tilbiðji sig. Þegar unglingurinn er yfirkominn af veraldlegu og andlegu hungri þá eru engar vamir til staðar, hann tekur það sem býðst til að losna úr þessum and- legu hremmingum. Dópsalinn er liand- bendi djöfulsins hér, hann býður upp á vellíðan þar sem fórnarlambið verður þræll hans og markaður. Er ekki einstaklingur kominn í mik- inn vanda þegar hann „þarf' að breyta sínu eðlilega ástandi? Fýrir 30 ámm vom íslendingar u.þ.b. helmingi færri en i dag. Við bjuggum við einfaldan stíl í matargerðarlist og fikni- efnaneyslu. Úrvalið á neysluvörum er hinsvegar orðið margfalt núna. Áðúr var aðeins til súrt skyr og brennivin. Nú er hægt að fá 30 tegundir af jógúrt og 30 tegundir af fíkniefnum. Á tímum súra skyrsins og brennivínsins voru notaðar aðrar leiðir til áfengisöflunar. Ef ung- lingur þurfti að verða sér úti um áfengi þá þurfti að fara niður i ríki og biðja einhvem við innganginn að kaupa fyrir sig og heppnaðist það stundum. Einnig voru göturónarnir liðtækir fyrir eitt sprittglas ef þeir vom færir til gangs. Það þurfti meira að hafa íyrir hlutunum þá. En þó langar mig að bæta einu við þetta um aðgengið að fikniefnum. Þegar ég var í landsprófinu forðum árið 1971 þá var mér boðið LSD til sölu innan skóla- veggja. Ég var heppinn, ég alþakkaði. Lögmál markaðarins Umræðan í þjóðfélaginu í dag snýst mjög mikið um viðskipti, gengi hluta- bréfa, markaðssetningu, hagvöxt, skyndigróða o.s.frv. Alls staðar er verið að selja og bjóða eitthvað til kaups. Raf- tæki, bíla, tölvur og hvað eina. Stór- markaðir spretta upp. Mikil áhersla er lögð á að neytandinn fái vöruna fyrir- hafnarlaust. Tvö góð dæmi í þessu efni er heim- sending pizzunnar og að það tekur pen- ingalausan mann aðeins fimmtán mín- útur að kaupa nýjan bíl. Þessir við- skiptahættir hafa einnig haldið innreið sína í fikniefnaheiminn. Landasalar og dópsalar nánast elta uppi viðskiptavin- inn allt inn á skólaböllin, Það er nefni- lega orðin samkeppni á þessum mark- aði líka. Það er augljóst mál að sama lögmál gildir um dóp og brennivín sem bila og raftæki: Því meira sem framboðið er þeim mun meira lækkar verðið og þeim mun meira verður keypt eða þangað til kreppa ofneyslunnar tekur við með til- heyrandi gjaldþroti ijármuna og heilsu. En hvemig kemst allt þetta dóp inn til landsins? Hvar eru þau hlið sem farið er með það inn? Og síðast en ekki síst: Hvernig er þeirri mikilvægu hliðvörslu háttað? Fjölförnustu hliðin eru ekki mörg. Þau eru flugstöðin í Keflavík og hafnirnar á Suðvesturlandi. íslenska þjóðin virðist ekki hafa fjárhagslegt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.