Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 15
Guð svara bænum. Spurnlngar um
þessi atriði voru nokkrar og verða hér
tekin dæmi af því sem kom í ljós í svör-
um þátttakenda sérstaklega með tilliti
til unglinganna.
Fyrst var spurt um það hve oft börnin
biðja. Svarmöguleikar voru fj'órir: Oft,
stundum, sjaldan og aldrei. Niðurstað-
an varð sú að 31,5% sögðust biðja oft,
34,2% stundum, 21,9% sjaldan og
12,4% aldrei. Ef við lítum svo á að þeir
sem merktu við oft eða stundum séu
það sem kalla mætti virka biðjendur þá
eru það um 65%.
Mynd 3: Biðurðu bænir?
Skipting eftir bekkjum.
Þegar svör eru borin saman eftir
bekkjum kemur í ljós marktækt sam-
band á milli aldurs og bænaiðju þannig
að eftir því börnin eldast dregur úr
bænaiðju þeirra (Spearman's rho fylgni
0,310, p<0,0001). Þrátt fyrir þetta segist
rúmur helmingur 9. bekkinga (51%)
biðja oft eða stundum. í 7. bekk er hlut-
fallið um 65% og í 5. bekk rúm 80%. Af
þessu má draga þá ályktun að þrátt fyr-
ir að það dragi úr bænaiðju eftir aldri sé
um helmingur unglinga í 9. bekk virkir
biðjendur. í þvi sambandi má velta þvi
fyrir sér hvort það hlutfall eigi eftir að
lækka fða að þar með sé hlutfallið kom-
ið niður í það sem almennt gerist með
íslensku þjóðinni. í könnun Björns
Bjömssonar og Péturs Péturssonar frá
1986 kemur fram að hlutfall þeirra sem
biðja reglulega, þ.e. daglega eða tvisvar
til þrisvar í viku er um 54%. Það hlutfall
er þó lægra í yngri aldurshópum en
eldri samkvæmt niðurstöðum þeirra og
er t.d. um 42% í yngsta aldurshópnum
(18-24 ára).5 Þar sem hlutfall ungling-
anna í 9. bekk er hærra (51%) gefur
það, ásamt fylgninni milli aldurs og
minnkandi bænaiðju barna og unglinga,
vísbendingu um að það hlutfall eigi eftir
að lækka. í því sambandi væri t.d.
áhugavert að kanna bænaiðju fólks sem
er á fyrsta ári í framhaldsskóla.
Á súluriti á mynd 3 sést þróunin vel
þannig að í 5. bekk er sú súla langhæst
sem sýnir fjölda þeirra sem merktu við
„oft“ og síðan fara súlurnar lækkandi í
7. og 9. bekk.
Þess má geta að sambærilegt samband
kom í ljós milli biblíulesturs og aldurs
þannig að eftir því sem bömin em eldri
lesa þau minna í Biblíunni eða Nýja
testamentinu. Þannig les rúmur helming-
ur 5. bekkinga oft eða stundum í Biblí-
unni en aðeins rúm 13% 9. bekkinga.
Könnunin leiddi í ljós að algengast er
að böm noti í bænalííi sínu bænir sem
þau kunna utan að og í ljós kom að 87%
þeirra sögðust kunna bænina „Faðir
vor". Spurt var: Ef þú biður, hvernig
bænir notarðu þá mest? 51,1% sögðust
nota bænir sem þau kunna utan að en
aðeins 10,5% bænir sem þau búa til
sjálf. 38,4% nota hvort tveggja. Hér kom
fram nokkur munur eftir aldri þannig að
eftir því sem bömin verða eldri dregur úr
notkun bæna sem þau kunna utan að
en á mót eykst notkun bæna sem þau
búa til sjálf eða að hvort tveggja sé notað.
Þessi þróun er eðlileg og í samræmi við
þróun trúþroskans og trúarlegrar hugs-
unar frá hinu hlutbundna til hins óhlut-
bundna.6 Súluritið á mynd 4 sýnir þró-
unina milli bekkja mjög vel.
Tyær spurningar miðuðu að því að
kanna hvernig börnin og unglingarnir
upplifa bæn og bænasvör. í fyrsta lagi var
spurt: Hvað gerist þegar þú biður? Gefnir
vom fjórir svarmöguleikar: Þú hughreyst-
ir sjálfa(n) þig, þú hugsar um eitthvað
70
Bænir sem Sem þú Hvort
þú kannt býrð til tveggja
Mynd 4: Ef þú biður hvernig bænir notarðu
þá mest? Skipting eftir bekkjum.
gott, þú talar við Guð og annað (þar sem
þátttakendur gátu fyllt út í línu). Um
helmingur bamanna (50,8%) virðast líta
svo á að þau séu að tala við Guð þegar
þau biðja, tæpur fjórðungur (24,1%) seg-
ist hugsa um eitthvað gott, um 15% hug-
hreysta sig með bæninni og tæp 10%
nefndu annað. Enn má sjá mun eftir
bekkjum, einkum þó þannig að 5. bekkur
sker sig úr. Þannig er hlutfall þeirra sem
upplifa bæn sem tal við Guð lang hæst
meðal þeirra eða 64,4%. Hins vegar er lít-
ill munur á 7. og 9. bekk því þar em það
um 45% sem líta á bæn sem tal við Guð.
Á móti hækkar hlutfall þeirra sem merkja
við „þú hugsar um eitthvað gott“ og „þú
hughreystir sjálfa(n) þig“. Það er því rétt
innan við helmingur unglinga sem lítur
fyrst og fremst á bæn sem tal við Guð.
Hópur unglinga við kapelluna í Vatnaskógi.