Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 4
Ragnar Schram
önnur og sem betur fer eru
átta sig á þessu í auknun: mæli og
bjóða upp á starf fyrir þennan hóp.
ÞRÓUNIN
Fyrir nokkrum árum síðan var engin
kirkja á landinu með starfsmann í fullu
starfi til að sinna börnum og unglingum
í sókninni. í dag eru nokkrar kirkjur í
Reykjavík með slíka starfsmenn og á
þeim eflaust eftir að fjölga nokkuð á
næstu árum. Þörfin er brýn og á meðan
félagsmiðstöðvar eru vel mannaðar til
að sinna félagslegum þörfum barna og
unglinga þarf kirkjan að sjá sóma sinn í
því að manna barna- og unglingastarfið
vel, þar er jú verið að sinna trúarlega
þættinum sem enginn skyldi vanmeta.
Enn er þó langt í land, sbr. samtal Hjör-
dísar, Jóhanns og Jónu.
STAÐAN
Getur verið að yfir 200 unglingar sæki
kirkju sína í viku hverri, jafnvel ótil-
neyddir? Samkvæmt útreikningum
ÆSKR (Æskulýðssambands kirkjunnar
í Reykjavíkurprófastsdæmum) mæta að
meðaltali 230 unglingar á æskulýðs-
fundi í 19 æskulýðsfélögum í borginni.
Að vísu eru tölurnar ekki byggðar á ná-
kvæmum rannsóknum en þær ættu að
gefa nokkuð raunsæa mynd af ástand-
inu. í nokkrum kirkjum er um að ræða
samstarf við KFUM og KFUK, á það
einnig við um landsbyggðina. Fáar
kirkjur starfrækja þó æskulýðsstarf
utan stærstu þéttbýliskjarna landsins.
Ef gerð yrði nákvæm rannsókn á þátt-
töku í unglingastarfi kirkna landsins er
óvíst að tala þátttakenda færi mikið yfir
500, þó að fríkirkjur væru taldar með. Á
landinu öllu eru hins vegar tæplega
13.000 unglingar á gagnfræðaskóla-
aldri. Þá er eðlilegt að spyrja, höfðar
kirkjan til unglinga?
Varast ber þó að láta þessar tölur gefa
heildstæða mynd af kirkjustarfi fyrir
unglinga. Víða bjóða kirkjur unglingum
upp á vandað efni sem hvort tveggja í
senn höfðar til trúar- og félagslegra
þarfa þeirra.
UTANGÁTTA
Unglingar eru á margan hátt utangátta í
þjóðfélaginu þó reynt sé að koma í veg
fyrir það á margan hátt. Unglingsárin
eru mörgum erfið og ekki bætir úr skák
ef kirkjan gerir þennan þjóðfélagshóp
hornreka í sínu starfi. Sé unglingum
ekki boðið upp á annað en sunnudags-
messur er verið að gefa þeim óbein
skilaboð um að þarfir þeirra eigi að vera
álíka og þarfir eldri borgara. Raunin er
Efgerð yrði nákvæm rannsókn á pátttöku
í unglingastarfi kirkna landsins er óvíst
að tala pátttakenda færi mikið yfir 500,
pó aðfríkirkjur væru taldar með.
LIFEFTIR 15?
Þrátt fyrir að margar kirkjur sinni 13 til
15 ára unglingum vel, er eins og þær
gleymi þeim unglingum sem eldri eru.
Unglingar sem hafa verið í æskulýðs-
starfi öll sín gagnfræðaskólaár missa öll
sambönd við kirkjuna þegar komið er í
framhaldsskóla. Þetta er þó ekki algilt
þar sem til eru kirkjur sem sinna eldri
-